Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 29
ur. Þá léttist hann sama sem ekkert yfir veiðiferðina og nýt- ing- hans verður mikið betri í vinnslu. 4. Á togveiðum ber að varast það að taka of stóra poka. I of stórum pokum fær lifandi fisk- urinn of mikinn þrýsting. Blóð- æðar hans springa víða í fisk- vöðvanum. Sé verkaður saltfisk- ur úr slíkum fiski, þá verður litur fiskvöðvans dekkri en ella og æðar koma fram í þunnildum fisksins sem verðfella hann til út.fiutnings. Séu tekin flök af blóðsprengdum fiski og fryst, þá er það mikill misskilningur ef menn halda að flökin losni við allt blóðið við þvottinn. Þessi flök dökkna við geymslu í frosti og geta af þeim sökum aldrei orðið fyrsta flokks vara. 5. Þegar skip fiska í ís þá verða slæging og þvottur ásamt lagningu fisksins og ísun, þýð- ingarmikil atriði í meðferðinni um borð í skipinu. Nauðsynlegt er, að ekki séu skildar eftir innyflaleifar í kviðarholinu eða endi af göm hangi við fiskinn. Þá er nauðsyn- legt að þvottur sé góður eftir slægingu. Þegar fiskur er lagður í ís þá þarf kviðsárið að snúa það mikið niður, að útilokað sé VÍKINGUR að þar geti safnast fyrir vatn, því slíku vatni hættir við að fúlna, en það eyðileggur fiskinn. Þá ber að varast að hafa fisklagið of þykkt, því að mikill þrýstingur á fiskinum losar um vöðvavefina, en við það losnar fiskurinn við óeðlilega mikið vatn, og geymslu- þol hans minnkar mikið og fisk- farmurinn verður léttari en efni standa til. Þetta veldur öllum þeim skaða, sem eiga hlut sinn í fiskfarminum. Á meðan ekki hafa verið tekin almennt í notkun, kassar til geymslu á ísvörðum fiski um borð í veiðiflotanum, svo og á fisk- vinnslustöðvum í landi, þá þurfa skipstjómarmenn að beita öllum tiltækum ráðum til að forða fisk- inum frá skemmdum og eins gegn því að fiskurinn léttist óeðlilega mikið meðan á veiðiferð stendur. 6. Eins og stendur eru veiðar með netum á vetrarvertíð, eitt stærsta fiskveiðivandamál okkar íslendinga. Netanotkunin er í fjölda tilfella alltof mikil, svo til vandræða horfir, þegar skip komast ekki yfir að draga öll sín net í góðu sjóveðri. Um þetta er nauðsynlegt að settar verði skynsamlegar reglur og þeim framfylgt. Netaveiðar okkar hafa skilað altof miklu af gölluðu hráefni á land á undanfarandi vertíðum. En til þess að reglur um þorskanetaveiðar skili nauðsyn- legum árangri, þá þurfa skip- stjórnarmenn að standa að mót- un þeirra. Þetta mikla vandamál hefur verið leyst bæði hjá Norð- mönnum og Færeyingum í góðri samvinnu við skipstjórnarmenn og félagssamtök þeirra. Því skyldi okkur Islendingum vera það ofvaxið að gera það sama? Ég kom á vetrarvertíðinni 1970 til Svolvær í Lofót, en það- an stunduðu þá 360 bátar veiðar með þorskanetum. Þar voru þorskanetaveiðarnar ekki lengur neitt sérstakt vandamál. Norð- menn voru þá búnir að fram- fylgja skynsamlegum reglum um veiðarnar um mörg ár, en þessar reglur voru settar í samráði við skipstjórnarmenn á veiðiflotan- um. Ég talaði við marga skip- stjóra og öllum kom þeim saman um að reglurnar sem í gildi voru og voru búnar að vera í mörg ár, að þær hefðu unnið kraftaverk á því sviði að bæta fiskgæðin. Ekki einn einasti af þeim skip- stjórnarmönnum sem ég talaði við, vildi missa þessar reglur, heldur voru þeir sannfærðir um, að það væri allra hagur að hafa þær. Ég skoðaði talsvert af sölt- uðum fiski þarna í verstöðinni, sem veiddur hafði verið í net. Og allur þessi fiskur var eins og bezti hlutinn af okkar neta- fiski. Það mátti segja að næst- um upp til hópa væri þetta nr I og nr. II fiskur, lakari fiskur var varla finnanlegur. Þegar ég tala um fiskgæðin þá miða ég við útflutningsmat á saltfiski, en ég hef um fjölda ára metið saltfisk til útflutnings hér á Suðurlandi, jafnt fisk veiddan með netum sem og öðrum veiðiaðferðum. Að síðustu vil ég segja þetta. Ég vonast eftir góðri samvinnu við alla skipstjórnarmenn svo og aðra sjómenn á veiðiflotanum, um það að bæta meðferðina á fiskinum um borð í skipunum á sjónum. Takist okkur þetta, þá er það allra hagur. Bátar í slipp á Akranesi. 361

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.