Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 30
Sobraon Lítil saga um vandaö og vinsœlt skip samantekin eftir gömlum dagbókum af Mr. Basil Lubbock Sobraon var óefað bezta og vandaðasta seglskip, sem smíðað hefir verið. Þegar skipið var tekið í þurrkví til skoðunar árið 1911, reymdist það eins og bezt var kos'ð, eftir fjörtíu og fimm ár á sjó, og jafnaðist að því leyti við Cutty Sark sem dæmi um langlífi og traustleik í skipasmíði. Sobraon var í sannleika sagt, ekki einungis eitt af hrað- skreiðustu en einnig langstærstu skipunum sem hönnuð voru eft’r „composite" reglunni þ. e. tekk byrðingur á járnböndum. Skipið var einnig frægt fyrir mikla sjóhæfni og þægindi. Það var fyrsta flokks á allan máta, eins og farþega-seglskip bezt máttu verða. Kom þetta fram í miklum vinsældum skipsins meðal farþega, og þá eigi síður skipverja. Margir farþegar sem í upphafi ætluðu sér að fara með því aðeins aðra leiðina, breyttu um áætlun og fóru með því heim aftur, margir skipverjar störf- uðu einnig á skipinu ferð eftir ferð. James Cameron, yfirmaður við stórskipasmíðina í Hall’s skipasmiðjunni meðan á smíði þess stóð, var eftirlitsmaður skipsins áfram allan útgerðar- tíma þess 1866—1891. Thomas Willoughby, sem áður starfaði fjögur ár á „Cospatric" með Elmslie skipstjóra, fylgdi honum yfir á Sobraon og starf- aði þar óslitið til 1891, — fyrst sem slátrari, síðar sem yfir-bryti. James Farrance starfaði sextán ár full gildur háseti (AB) og síðar bátsmaður, og Thomas Routledge var seglasaumari á Sobraon í tíu ár. Þessi dæmi eru öll meðmæli með skipinu, og þá ekki síður hinum fræga skipstjóra þess, J. A. Elmslie R.N.R.., Hann réðist þangað árið 1867, á annari sjóferð þess, og starfaði þar meðan skip- ið var í förum, eða tuttugu og fjögur ár. Allan þann tíma henti skipið ekkert meiri háttar slys. Aðal mál Sobraon voru sem hér segir: Register tonn............ 2.181 t. Burðarmagn .............. 3.500 t. Mesta lengd ............... 317 fet. Lengd milli perp........... 272 — Breidd...................... 40 — Dýpt í lestum............... 27 — ' Seglflötur 2 ekrur af striga, þar með talin (sky- sails) fyrstu tvær ferðirnar, en þessu var síðar breytt. (Ekra = 4840 fer yards). Skipið var smíðað eftir pöntun frá Lowther, Maxton & Co., eigenda hinna frægu te-flutninga- skipa (tea clippers) „Ariel" og „Titania". Sobraon hljóp af stokkunum í nóvembermánuði 1866 hjá skipasmiðju Alexander Hall & Co. í Aberdeen. í þann mund voru margir skipaeigendur að gera tilraunir með hjálparvélar í seglskipum, og um skeið var ákveðið að setja slíkan vélbúnað í So- braon. Til allrar hamingju var þeirri ákvörðun breytt, og skrúfugatið í stefninu fyllt upp, og með því aukinn kjölflöturinn að aftan til ávinnings fyrir siglingarhæfni skipsins. Það var reynsla fengin fyrir því, að þegar hjálparvélar sem settar höfðu verið í seglskip en teknar úr þeim aftur og skrúfugötin fyllt upp, jók það siglingahæfni þeirra verulega, eru eftirtalin skip nefnd sem dæmi um það: „Lancing“, „Oberon“, „Darling Dows“, og „Accritington“, þetta voru allt framúrskarandi siglarar. Að því er snertir siglingahæfni Sobraon, er rétt að tilfæra orð A. C. Elmslie skipstjóra eins af sonum J. A. Elmslie, sem starfaði á skipinu frá 1880 til 1891, byrjaði þar sem viðvaningur og síð- ar orðinn þar fyrsti stýrimaður. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann eftirfarandi: „Þrjú hundruð mílna vegalengd á dag, eða vel það, var algengt á útleið. Einu sinni náðust 1.000 mílur á þrem dög- um og yfir 2.000 mílur á einni viku. Þrjú hundruð og fjörtíu mílur á 24 stundum var mesti hraði sem skipið náði. Ég hefi séð vegmælinn mæla 16 míl- ur á einni klukkustund, það var með vindinn um 2-3 strik fyrir aftan þvert og hagstæðasta vind- staðan. Með vindinn innan við fimm og hálft strik frá stefnu, gat skipið náð 7—8 mílum auðveldlega. Sobraon sigldi til Sidney í Ástralíu til 1871, en þá var breytt til og Melbourne varð endastöðin. Það var rúm fyrir nítíu farþega á fyrsta farrými og fjörtíu á öðru í venjulegum ferðum. Skipinu var aldrei hraðað óeðlilega, og ávallt farið þægi- legustu leiðina fyrir Horn á heimleið. Þrátt fyrir það var skipið sjaldan mikið yfir 70 daga á útleið. Bezta ferð til Sidney var 73 dagar og til Melbourne 68 dagar. í síðastnefndri ferð sást „Otway“ höfði á sextugasta degi, á útleið frá Ermasundi, en þá urðu tafir vegna óhagstæðs veðurs. Sobraon var aðeins nokkur ár í eigu Lowther & Maxton. Devitt & Maxton í London sá ávallt um hleðslu skipsins, og myndaði þannig eina af reglu- legum áætlunarferðum sínum til Ástralíu. Þeir urðu eigendur að skipinu árið 1870. Fyrsta ferð skipsins var mislukkuð að því leyti, að skipstjórinn reyndist um of drykkfeldur. Þegar skipið átti að nálgast Ermasundið á heimleið, var hann svo langt frá réttu lagi í leiðarreikningi sín- um, að hann var kominn upp í Bristol-kanalinn, VlKINGUK 362

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.