Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 35
„Við snúum þá af okkur núna,
ef við vendum...
Eg heyrði ekki meira, rödd
hans kafnaði í veðurofsanum. En
ég vissi hvað honum bjó í brjósti.
Ef við tækjum annan bóg og
sigldum norðvestur í stað suð-
vestur, voru miklir möguleikar
að þeir tækju ekki eftir því að
við breyttum stefnu og ef við
kæmumst úr augsýn þeirra, gát-
um við vent og sett stefnu fyrir
austan þá, á Alderney Race.
Ég var í engum efa um að
Mike hafði rétt fyrir sér og ef
ég hefði farið að ráðum hans,
mundum við hafa sloppið við það,
sem síðar skeði.
En mér hraus hugur við að
horfast í augu við Patch, eftir
að hafa sett stefnu á ensku
ströndina.
Þar að auki höfðum við öll
segl uppi og ef eitt af stögunum
slitnaði, áttum við í hættu að
mastrið kubbaðist 1 sundur.
„Mér geðjast ekki að því,“
sagði ég við Mike.
Við vorum of liðfáir til að
gæta seglanna í náttmyrkrinu.
AlKr kaldir og þreyttir og það’
var mikil freisting að halda
sömu stefnu og taka það rólega.
Mér fannst líka að við hefðum
aukið fjarlægðina á milli okkar.
Sennilega hélt Mike það sama,
því hann andmælti ekki, yppti
aðeins öxlum, fór inn í korta-
klefann og lagði sig.
Mér finnst það ótrúlegt núna
að skyldi ekki gera mér grein
fyrir því hvað það gilti fyrir
okkur að hafa ljósin á Griselda^
á bakborða, ekki beint afturút.g
Ef ég hefði verið klár á þessu
rnundi ég hafa séð að við drógum
ekki undan heldur héldum í aðra
átt.
Báturinn hefði tekið suðlægri
stefntu og aukið hraðann við að
slá undan.
En ég, fyrir mitt leyti hélt,
að okkar bátur gengi betur; það
heldur maður oft þegar myrkur
er.
Hann þykknaði upp og lægði,
þegar minni vakt var að ljúka.
Ég vakti Patch og þegar hann
VÍKINGUR
kom upp, slökuðum við á skaut-
unum og breyttum stefnu í suð-
vestur.
Við sigldum nú liðugan, stöð-
ugan vind og Sætröllið fór bet-
ur í sjó.
Ég hitaði súpu, sem við sötr-
uðum í okkur í stýrishúsinu með-
an við sáum lýsa af degi.
„Allt í lagi,“ sagði ég, „við
erum sloppnir frá þeim.“
Patch kinkaði þegjandi kolli,
hann var öskugrár í andliti.
„Með þessa stefnu fáum við
landkenningu af Casqets innan
tveggja klukkustunda,“ sagði ég
um leið og ég fór niður til að
fá mér blund.
Klukkustundu síðar vakti
Mike mig og bað mig að koma
upp.
„Líttu þangað, John,“ sagði
hann og benti á bakborða.
Ég nuggaði stýrurnar úr
svefnþrungnum augunum. Him-
in og haf renna saman í eitt
fyrir mér og ég greindi ekki
sj óndeildarhringinn.
Ég glennti upp augun og
þegar báturinn hóf sig á öldu-
topp, sá ég greinilega mastur og
svo ljósgráan bátsskrokk.
„Griselda?“
Mike kinkaði kolli og rétti
mér sjónaukann. Eg sá að bát-
urinn valt ákaflega og að sjór
gekk yfir hann.
„Ef við hefðum gefist upp í
nótt...,“ sagði Mike.
„En það gerðum við ekki,“
sagði ég og leit á Patch, sem
stóð álútur við stýrið í lánuðum
isjóstakk.
= „Veit hann það?“ spurði ég.
„Já, hann kom fyrst auga á
hann.“
„Hvað sagði hann?“
„Ekki orð, hann virtist ekkert
undrandi.“
„Ég grandskoðaði bátinn í
sjónaukanum og reyndi að reikna
út hraðann.
„Hvað eigum við að gera, lastu
af hraðamælinum klukkan sex?“
„Já, við gengum átta hnúta
síðasta klukkutímann.“
„Átta hnúta!“ Ég leit á þanin
seglin og fann hvernig vindur-
inn þrýsti bátnum áfram gegn-
um öldurnar.
Hamingjan góða. Það var
furðulegt, að okkur skyldi ekki
takast, að hrista bátinn af okkur
eftir siglingu heila nótt.
„Ég hefi verið að hugleiða dá-
lítið,“ sagði Mike. „Ef þeir nú
ná okkur..., hvað þá. Þeir geta
ekki gert okkur mikið, er það?“
„Ég meina að...“
Hann hikaði og leit og horfði
tvíráður á mig.
„Ég vona að þú hafir rétt fyr-
ir þér,“ sagði ég og gekk inní
kortaklefann. Ég var örþreyttur
og langaði ekkert til að hugsa
meira um þetta.
Ég tók staðarákvörðun eftir
hraðamæli stefnu og straumi og
komst að raun um að við vorum
tíu mílur norð-norðvesur af
Casquets.
Eftir tvo tíma mundi sjávar-
fallið snúast í austurátt og bera
okkur í áttina að Alderney og
Cherbourgskaganum. En þessi
bölvaði bátur var landmegin við
okkur og það var ómögulegt að
sleppa framhjá honum — ekki
um bjartan dag.
Ég hlustaði á veðurspána:
Stinningskaldi, sumsstaðar
þoka. Lægð yfir Atlantshafi á
hægri hreyfingu austureftir.
Skömmu eftir morgunverð
komum við auga á Casquets,
nyrzta hornið á Kanaleyjunum.
Sjávarfallið snerist á móti
okkur og við höfðum sýn af
Casquets langa stund; gráir
brattir klettar sem sjórinn braut
á.
Við fylgdum venjulegri skipa-
leið upp gegnum Kanalinn frá
Quessant og sáum aðeins möstr-
in á tveimur skipum við sjón-
deildarhring.
Síðan fengum við landkenn-
ingu af Guernsey og hið eina,
sem við sáum á þessari leið, voru
reyksúlur í fjarlægð.
Patch hélt sig ofanþilja allan
morguninn og tók sína törn við
stýrið. Stundum sat hann í stýr-
ishúsinu og mókti eða að hann
starði á bilið, sem skildi okkur
og Griselda að. Niöurlag næst.
367