Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 21
Það var ekki auðvelt fyrir móðurina að skipta kökunni jafnt á milli sjö svangra á heimilinu. „Og hvernig tókst þér?“ spurði maður hennar. „Ég held bara vel. Allir jafn óánægðir. 4 — í morgun gerði ég hræði- leg mistök. Ég ætlaði að elda hafragraut fyrir manninn minn, en tók í ógáti sápugrjón. — Varð ekki maðurinn þinn vondur ? — Jú, — hann froðufelldi! 4 Píus páfi XI var sagður mað- ur með gott skopskyn. Lét hann stundum málara teikna myndir af sér meðan hann sat við vinnu sína og varaði þá við að fegra þær að neinu leyti. Dag nokkurn hafði málari lokið við mynd af páfanum, og tekizt að gera hann með afbrigð- um ljótan. Páfi brosti góðlátlega og undir- ritaði myndina með eftirfarandi: Matt. 14, 27. Pius XI. Þegar málarinn kom heim, fletti hann upp í tilvitnuninni í ritninguna, en þar stóð: „Verið ekki óttaslegnir; þetta er ég! — Það var ekki kanarífuglsegg, sem ég keypti af yður. VÍKINGUE Þrír Svíar sátu og sögðu frægðarsögur af sér. Þegár ég var í Bandaríkjun- um drakk ég kaffi með Eisen- hower. Það er nú ekki mikið, þegar var í Moskvu átti ég langt við- tal við Krústjoff. Þetta eru bara smámunir, sagði Karlsson. Þegar ég var í Róm síðast, bauð páfinn mér í heimsókn í Vatíkanið. Eftir að hafa heilsazt með handabandi og kossi, löbbuðum við okkur út á svalirnar. Mikill mannfjöldi hyllti okkur og hrópaði: Karls- son, Karlsson, hvaða maður er það sem stendur við hliðina á þér. — Og nú skal ég sýna þér, hvernig dóttir þín og ég erum sköpuð hvort fyrir annað. Prestur: — Það er gott veðrið í dag, Óli! Óli: — Ójá, fyrir þá sem þurfa ekki að strita allan daginn. Prestur: — Fallegt er að sjá garðinn þinn núna, Óli. Óli: — Ójá, fyrir þá sem ekki þurfa að pæla í honum eins og ég. Prestur: — Það er gott að heyra, að konunni þinni er að batna, Óli. Óli: — Ójá, fyrir þá sem ekki þurfa að búa undir sama þaki og hún. 4' — Leyndardómurinn við lang- lífi er að maður borðar daglega hráan lauk. — Ég hélt, að það væri nú ekki gott að halda því leyndu. — Og hvað fæst þú við? — Ég verzla með bréfdúfur. — Er það nokkur hagnaðarvon? — Jú, reyndar, dúfurnar, sem ég sel að morgni til koma aftur heim um kvöldið. Forstjórinn fól skrifstofu- stjóra sínum að ráða einkaritara: — Hún verður að vera dugleg og iðin, góður hraðritari og alls ekki yngri en 40 ára! — Ég skal gera mitt bezta, — en nefndi frúin yðar hvort hún ætti að vera með gleraugu? 4 — Fljót nú með töskuna, sagði læknirinn við aðstoðarstúlkuna. — Ég verð að flýta mér niður á Hótel Borg, einn af gestunum var að hringja og sagðist deyja, ef ég kæmi ekki strax. — Afsakið, læknir, ég held að hann hafi ætlað að tala við mig. 4 7 húsmæ'öratí-nuinum. Það er enginn vandi að laga matinn, þegar konan er í sumar- bústaðnum. Bara að hita upp niðursuðudósina, þangað til að miðinn losnar af! 4 Skoti hafði leigt sér bíl og á brekkubrún einni missti bílstjór- inn stjórn á bílnum, svo hann rann út af veginum og fór á flugferð niður brekkuna. — Taktu gjaldmælinn úr sam- bandi! hrópaði Skotinn til bíl- stjórans. 353

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.