Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 20
Ungi maðurinn var tekinn í starf hjá fyrirtæki vegna þess að hann hafði mjög góð meðmæli frá skóla sínum. Eftir 3 mánuði var hann kall- aður til forstjórans, sem ávarp- aði hann á þessa leið: „Kæri vinur, okkar leiðir hljóta að skilja hér með. Þér hafið hegðað yður í mínu fyrirtæki rétt eins og þér væruð einkasonur minn. Þér hafið verið latur, hyskinn og kjaftfor, alveg eins og einka- sonur minn. Ég tek það að sjálf- sögðu nærri mér, að þurfa líka að losna við yður.“ Kunningi Mark Twain trúði honum fyrir því, að takmark hans í lífinu væri að heimsækja landið helga. — Þá ætla ég að standa uppi á Sinaifjalli og lesa boðorðin tíu, sagði hann hátíðlega. — Væri ekki heppilegra, sagði Mark Twain, að þér verðið kyrrir 1 Boston og haldið boðorðin? ák Hinn guðrækni var að lesa í biblíunni, gárungi spurði hann: — Segið mér, þér sem eruð svo vel heima í ritningunni, hvernig fer maður að komast í frakkann utan yfir vængina? Hinn guðrækni horfði rólega í augu gárungans og svaraði: — Hafðu engar áhyggjur af því, ungi maður. Fyrir yður verð- ur vandinn mestur að koma bux- unum utan yfir halann. Erlander f orsætisráðherra Svía, var eitt sinn á kosningaferðalagi í Norður-Svíþjóð. Hann svaf í efri koju í svefnklefa jámbraut- arlestar, en í neðri koju lá mað- ur, sem reykti pípu í ákafa, svo að Erlander lá við köfnun. Hann kallaði á brautarvörðinn og sagði: Eg er Erlander forsætisráð- herra og heimta, að maðurinn þarna í neðri kojunni hætti að reykja, því að ég get ekki sofið fyrir svælunni úr honum. Þá heyrðist róleg rödd í neðri kojunni: Ég er Jónsson byggingameist- ari, og segið herranum í efri kojunni, að ég hafi ekki sofið rólega í mörg ár vegna þess, hvernig hann stjórnar landinu. 4 Maður var kallaður fyrir rétt, viðriðinn skilnaðarmál. Dómarinn yfirheyrði hann lengi og nákvæmlega. Að lokum sagði hann með miklum þunga. — Þér hafið lagt eið að fram- burði yðar og á næstu spurningu veltur gangur málsins og úr- skurður. Sváfuð þér hjá konunni aðfaranótt 7. júní s. 1.? Maðurinn hugsaði sig um andartak, en svaraði svo: — Kom ekki dúr á auga, herra dómari. Vísdómur okkar er árangur af lífsreynslunni. Lífsreynslan er heimskupörin. * o oo — Mig langar svo mikið að senda út stormtilkynningu. Tengdamóðir mín ætlar í sjóferð. Stórblað eitt sendi nýlega blaðamann einn út af örkinni til þess að ná í viðtal við stór- glæpamann, sem lék lausum hala í borginni. Hálftíma seinna kom blaða- maðurinn aftur. Ritstjórinn tók á móti honum. — Hvað hafðirðu upp úr þessu? Blaðamaðurinn benti á annað augað í sér, sem var blátt. — Það er ekki hægt að prenta það. Blaðamaðurinn tók ofan hatt- inn. Kom þá í ljós heljarstór kúla á hvirflinum. — Ekki er hægt að prenta það heldur, sagði ritstjórinn. Blaðamaðurinn yppti öxlum. — En sagði hann ekkert? — Jú, en það er því miður ekki hægt að prenta það heldur. VlKINGUR 352

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.