Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 17
Úryggi um borð í Kaupshipum ÞAÐ HEFUR margt verið ritað og rætt um öryggistæki í fiskiskipum og ýmislegt hefir þar verið lag- fært og fullkomnað. Minna hefir, því miður verið sinnt, í ræðu eða riti, öryggisútbún- aði á kaupskipaflotanum okkar, t. d. viðhaldinu og raunhæfari fræðslu áhafna skipanna. Ég tel mig mæla af þó nokkurri reynslu, þar sem ég hefi starfað á slíkum skipum um 10 ára skeið. Ætla ég þá að víkja að því, sem tilheyrir brunamálum. Á sumum skipum eru upplýsinga- miðar, sem raðar mönnum niður á ákveðin handtök, þegar bruna ber að höndum. Slíkir miðar finnast þó ekki í öllum skipum, en auðvitað geta skipstjórnarmenn sjálfir bætt úr því, ef hugsun er fyrir hendi. Skal nú tekið dæmi um það, hvað gerst getur, þegar enginn hefir neitt ákveðið handtak, þegar bruna ber að höndum. Á skipi, sem var á leiðinni til meginlands Evrópu, kom það fyrir, að mikill reykur myndaðist í véla- rúmi og voru menn nú kallaðir út til að slökkva hugsanlegan eld. Menn voru sendir til að ná í brunaslöngu, sem farið var með á bátadekk, að vélareisninni, en mik- inn reyk lagði þar upp. Maður var klár við slönguna og tilbúinn að sprauta, ef um lausan eld væri að ræða. Fljótlega kom í ljós, að engin hætta var á ferðinni í þetta skipti og var þá tekið til, að ganga frá brunatækjunum þ. á. m. slöngunni, en þá kom dálítið í Ijós, sem enginn hafði tekið eftir í flýtinum og fum- inu; slangan hafði sem sé aldrei verið tengd við brunahanann, ekki verið of klárir á því hvar hann var og það meginatriði gleymst. Menn geta svo gert sér í hugar- lund afleiðingarnar, ef um alvörueld hefði verið að ræða. Sem sagt al- gert skipulagsleysi og upplausn. Þarna ættu skipstjórnarmenn skilyrðislaust að bæta úr, með því að kenna og skipuleggja hópinn. Þótt ótrúlegt megi virðast, hefi ég aðeins einu sinni allan minn siglingatíma á þessum skipum, eða frá 1962, verið með á brunaæfingu. Þá var sýnd meðferð handslökkvi- tækis. Dæmi eru til, að í skip hafi vant- að ýmist slöngur, eða brunastúta, en þetta á að vera í skápum á víð og dreif í skipinu. Nú kemur maður frá skipa- eftirlitinu einu sinni á ári og er þá allt yfirfarið og síðan skrifað niður, það sem ábótavant er. Sú skýrsla hlýtur að fara rétta boð- leið og hafna síðan hjá skipstjórnar- mönnum, sem svo stundum trassa að bæta úr því, sem á skortir. Nú eru oft til bæði varaslöngur og stútar, en það er ekki nóg. Þetta iiggur ef til vill í hirðuleysi og innan um drasl í geymslum skipa. Dæmi eru til þess, að flangsarnir á slöngunum passa ekki fyrir alla brunahana. í mörgum tilvikum eru þeir of litlir. Tökum nú annað fyrir, nefnilega bátaæfingar. Þar er nú sama uppi á teningn- um í sambandi við niðurröðun manna, þegar slíkar æfingar eru framkvæmdar. Þar er fæstu af hinu raunhæfa fylgt, þegar menn eru látnir æfa sig með björgunartækin. Sem samnefnara fyrir fleiri skip, skulum við nú sjá, hvernig báta- æfingin er framkvæmd á einu skipi. Vakthafandi stýrimaður kemur til bátsmannsins, kannske með svona klukkutíma fyrirvara og til- kynnir bátaæfingu, biður jafnframt um það, að taka yfirbreiðslurnar af og sitthvað fleira, ef tími vinnst til. Yfirleitt eru allir látnir vita um þessa æfingu með góðum fyrirvara. Við gerum ráð fyrir því, að áhöfn- in, sem nú er að fara í bátaæfing- una, sé ekki að gera hana í fyrsta skipti. Hér er strax kominn galli á þessa æfingu, og það stór. Aðvörunar- bjöllur eru í skipinu. Hvers vegna, eins og í þessu tilviki, að nota þær ekki og sjá, hversu fljótir menn eru að bregða við og koma sér að björgunarbátunum, því að hættan gerir yfirleitt ekki boð á undan sér. Oft koma þessar æfingar manni þannig fyrir sjónir, að þær séu ein- göngu ætlaðar fyrir háseta, en það eru fleiri dauðlegir menn til um borð í skipunum. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að skipulagsleysi er á niður- röðun áhafnarinnar við ákveðin handtök. Svo er mæting manna stundum ábótavant og skipstjórnar- menn ekki nógu ákveðnir gagnvart því. Stýrimenn stjórna þessum æf- ingum og kalla þeir gjarnan frekar á háseta til handtaka, en kanske vélamann og þá kemur þetta þannig út, að hópur manna horfir á æfing- una, en tekur ekki þátt í henni vegna skipulagsleysis. Það mun of oft, að það er ekkert áhlaupaverk, að koma einum báti útfyrir og þarf að nota járnkarla og önnur góð verkfæri. Stafar þetta sumpart af því, að illa er smurt, eða þá af of mikilli málningu, til dæmis þar sem rennibrautir eru fyrir davíðuna til að renna eftir. Þessar rennibrautir eru stífmálaðar og það hindrar einmitt davíðuna í, að renna hindrunarlaust niður. Þarna ætti Skipaskoðunin t. d. að grípa inn, því að málningin VlKINGUR 349

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.