Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 12
Hafrannsóknir á árinu 1970
Skýrsla um starfsemi Hafrann-
sóknarstofnunarinnar. Þetta ri\t,
er sennilega sjaldséó meóal sjó-
manna. Væri ekki rétt, að sjá
menn fylgdust betur með starf-
semi Hafrannsóknarstofnunar-
innar? En hvar er það rit að
finna? Þessu riti ætti að útbýfa
um borð í hvaða fiskiskipi sem
er. Það má líka gagnrýna þessa
stofnun, ekki síður en aðrar
stofnanir.
KÆKJURANNSÓKNIR
Rækjurannsóknir hafa verið til
fyrirmyndar undir stjóm Unnar
Skúladóttur, í ísafjarðardjúpi,
enda þarf strangt eftirlit með
veiðum innfjarða. Þetta ættu
aðrir fiskifræðingar að hafa til
fyrirmyndar. En slælegt eftirlit
og rannsóknir hefur mér fundist
á öðrum fjörðum, eins og t. d.,
þegar rækjan fannst í Berufirði,
sem var á litlum bletti í firðinum,
með því að hleypa á miðin öllum
bátum á Austfjörðum, sem til-
búnir voru á þessar veiðar, í stað-
inn fyrir að takmarka veiðarnar
fyrir svo sem tvo báta frá Djúpa-
vogi, eins og í upphafi var farið
fram á. Mér finnst öðru máli
gegna með úthafsrækjuveiði, þótt
mikið hafi verið talað um seiða-
dráp í Miðnessjó. Þá þarf ekki
síður að fylgjast með fjörðum
þar sem mest ungviði vex upp,
eins og t. d. okkar uppáhaldsfiska
loðnu og síldar og fleira ungviði.
HUMARRANNSÓKNIR
Um humarrannsóknir get ég
ekki látið hjá líða að skrifa um,
þó valist hafi í það verkefni einn
344
af okkar efnilegustu ungu fiski-
fræðingum, sem við eigum,
Hrafnkell Eiríksson. Það sýnir
greinin í áður nefndu riti um
humarrannsóknir og hörpudiska-
rannsóknir. Þó hefur verið skor-
ið við nögl tími og fé til þess-
arar rannsóknar. Hann segir í
þessari grein um humarrann-
sóknir. Engum dylst að sóknin
sé víða of mikil, einnig að hald-
bezt væri að stytta veiðitímabilið.
í lok greinarinnar minnist hann
á að róttækar friðanir, t. d. lokun
vissra veiðisvæða um tíma, þar
sem vitað er að humarinn er
sérstaklega smár, eða kvóta fyr-
irkomulag. Og þetta þyrfti að
koma sameigilega frá fulltrúum
hinna ýmsu aðila, sem hér eiga
hlut að máli. En svo bætir hann
við: Að slíkum aðgerðum verður
ekki auðhlaupið. En mér er
spurn. Hver á að stoppa þær að-
gerðir, sem hann hefur áhuga á?
Hefur hann ekki mest vit á
hvaða aðgerðum er rétt að beita
í þessum efnum? Eiga mennimir
í djúpu stólunum, með penna í
hendinni uppi í ráðuneyti og þeir
sem taka gróðann af að vinna
aflann að ráða þeim aðgerðum,
sem skynsamlegastar eru til
verndunar humarstofninum?
HÖRPUDISKARANNSÓKNIR
Um rannsóknir á hörpudisk
undir stjórn Hrafnkels Eiríks-
sonar, er ekki annað en gott að
segja, enda skammt á veg komn-
ar. En vonandi verður fylgst það
vel með sókn á þann fisk, að ekki
verði um ofnýtingu að ræða, eins
og var gert á humarsvæðunum
við Eldey og suður af Snæfells-
jökli.
RANNSÓKNIR Á
ÞORSKSTOFNINUM 1970
í þessari grein í áður nefndu
riti er erfitt að átta sig á neinni
heildarmynd þorskstofnsins. Þó
að margir leiðangrar hafi verið
farnir á árinu 1970, og mikið
verið rannsakað í þeim. En eng-
um dylst, hve kynþroska hluti
þorskstofnsins fer minnkandi og
um verulega ofveiði er að ræða.
NORSKA VORGOTSSÍLDIN
í þeirri grein er lj óst, að engin
síld fékkst af þeim stofni til
rannsóknar, og því engar álykt-
anir gerðar af þeim leiðangrum,
sem famir voru. Þurfa sjómenn
líklega lengi að bíða eftir við-
hlítandi svari við því fyrir-
brigði.
ÍSLENZKA SÍLDIN
I þessum greinum um síldina
við ísland segir: Ljóst er að þrátt
fyrir veiðitakmarkanir, sem sett-
ar hafa verið til verndar síldinni
við Island, sé hún í miklu lág-
marki, og endurnýjun stofnsins
1970 sé minni en 1969. Enn seg-
ir í greininni, að veiðitakmark-
anir hafi orðið til góðs. I þess-
um greinum og töflum, sem
þeim fylgir virðist ekki svo
gott að átta sig á hvað bíður
íslenzka stofnsins. En eftir veiði
og síldarleit undanfarandi ára,
virðast fiskifræðingar vera held-
ur bjartsýnir með kvótann. En
eitt finnst mér athugavert, hvað
lítið er fylgst með síldarseiða-
magni í okkar djúpu fjörðum og
VIKINGUR