Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 25
enginn radar til að treysta á og
því urðu menn að treysta ein-
göngu á loggið og kompásinn.
Þeir sigldu sem leið liggur í
svarta þoku heim á leið. Allt var
við það sama, þegar þeir áttu
að fara að nálgast íslandsstrend-
ur og Guðmundur lauk „hunda-
vaktinni“. Hann var nýkominn
niður af vaktinni, þegar hann
fann að sjór fór að aukast og
skipið að láta illa. Hann fór strax
upp í brú og sá þá að þeir voru
komnir upp í brimgarð, sem
seinna reyndist vera rétt vestan
við Hornafjörð. Um leið var
slegið af vélinni en svo sáu þeir
að ekkert var annað að gera en
að keyra vélina fulla ferð áfram
til að komast sem lengst upp í
sandinn. Þessi atburður átti sér
stað í febrúar, þegar allra veðra
var von. Strax eftir strandið fór
að gefa yfir skipið. Þeir byrjuðu
að flauta með skipsflautunni og
skjóta flugeldum. Nokkru seinna
sáu þeir menn koma frá landi.
Svo nálægt hinu strandaða skipi
komust þeir, að hægt var að kalla
á milli. Á þessum tíma var
línubyssan ekki komin, svo að
þeir á „Eddunni" byrjuðu á því
að festa línu við bjarghring og
reyndu að láta hann reka í land.
En það mistókst. Var þá gripið
til þess ráðs að kasta logglínu í
'land. Það tókst, því að lengra í
land var ekki en það sem hún
náði. Greiðlega gekk að koma
björgunarstól á milli og síðan
hófst björgunin. Þeir fyrstu sem
í björgunarstólinn fóru, lentu
smávegis í sjónum, en þeir síð-
ustu komu þurrir í land. Flestir
skipsbrotsmannanna fóru að
bænum Fatey og fengu allir skip-
brotsmenn hinar beztu mót-
tökur.
í birtingu um morguninn sáu
menn, að það voru sker fyrir
vestan strandstaðinn, sem náðu
þó nokkuð langt út. Geta allir
gert sér í hugarlund, hvernig far-
ið hefði, ef skipið hefði lent að-
eins vestar. Skipbrotsmenn fóru
með strandferðaskipi suður, en
„Eddan" náðist aldrei út.
Fljótlega var farið að leita
VÍEINGUR
eftir öðru skipi og skömmu
seinna fest kaup á seinni „Edd-
unni“, sem síðar varð „Fjallfoss“.
Var það eitt bezta skip, sem
Guðmundur var á. Á „Eddu“ II.,
var Guðmundur fyrst annar
stýrimaður, síðan fyrsti stýri-
maður og svo afleysingar skip-
stjóri. í stríðinu höfðu þeir rút-
una Reykjavík, Halifax, New
York, Reykjavík. f byrjun stríðs-
ins sigldu þeir einskipa, en seinna
urðu þeir að sigla í skipalest.
„Eddan“ var seld Eimskipafélagi
íslands 1941.
Eins og áður er getið áttu
flestir áhafnarmeðlimir á „Eddu“
hlut í skipinu. Áður en skipið var
selt höfðu Guðmundur og I. vél-
stjóri selt sína hluti í skipinu
á fimmföldu verði. En þegar
skipið hafði verið selt fengu
hluthafarnir tuttugu og áttafalt
verð fyrir sína hluti. En þá voru
skattarnir ekki góðir, svo að út-
koman varð sú, að hjá þeim í
áhöfninni, sem áttu hlutabréf í
skipinu, að allur ágóðinn fór í
skattinn og menn héldu aðeins
kaupinu eftir.
Fyrst eftir að „Eddan“ var
seld, var Guðmundur í hálfgerðu
reiðuleysi. Þannig vildi til, að
þeir Hallgrímur Benediktsson og
Þorlákur Björnsson höfðu átt
í fyrirtækinu líka. Voru þeir nú
með ýmis erlend skip á leigu og
gerðu Guðmund að leiðsögumanni
á þeim skipum.
Árið 1942 byrjaði Guðmundur
í afleysingum á „Kötlu“, skipi
Eimskipafélags Reykjavíkur.
Stóð til að hann tæki við skip-
stjórn á skipinu, en það varð úr
að Bogi Einarsson, sem nú er
með „Eldvík", varð skipstjóri.
Fyrsta ferð Guðmundar á „Kötlu“
var með saltfisk til Portúgal. Sú
ferð tók 4 mánuði, sem stafaði
af því að þeir urðu að bíða eftir
skipalest, báðar leiðir, fyrst í
Englandi, á suðurleið, og svo í
Gíbraltar, á heimleið.
Árið 1943 var „Hrímfaxi“
keyptur til landsins og réðist
Guðmundur þangað sem fyrsti
stýrimaður. „Hrímfaxi" var not-
aður í fiskflutninga á vertíðinni
frá Vestmannaeyjum til Fleet-
woot. Skipið lestaði á sjöunda-
hundrað tonn af fiski. 1 tveimur
þessara ferða seldu þeir farminn
fyrir 64 þús. pund og gerði mán-
uðurinn hjá Guðmundi 1000
pund. Á sumrin var „Hrímfaxi"
í strandferðum, eins og „Súðin“.
Þegar stríðinu lauk lögðust fisk-
flutningarnir niður og fór þá að
halla undan fæti fyrir „Hrím-
faxa“ með alla flutninga. Hann
fór eina ferð eftir stríðið til
London til að sækja sement, en
að því loknu var honum lagt
upp árið 1946—7.
Þá fór Guðmundur á „Haf-
borgina", frá Borgarnesi, sem
gerð var út á síld. En það gekk
illa, enda hálfgert síldarleysis
sumar.
Árið 1948 byrjaði Guðmundur
sem afleysningarstýrimaður á
„Hvassafellinu", og var þá Berg-
ur Pálsson með skipið í afleys-
ingu. En svo fór að Guðmundur
varð fastráðinn stýrimaður hjá
sambandinu, fyrst með Bergi,
síðan með Guðmundi Hjaltasyni,
en fór svo aftur til Bergs, árið
1956, sem þá var með „Helga-
fellið“. Á „Helgafellinu“ var
Guðmundur til ársins 1961 að
hann varð að fara í land vegna
aldurs, 67 ára gamall. Auk þessa
var Guðmundur um tíma skip-
stjóri á „Litlafellinu“ og „Dísar-
fellinu“.
Segja má að með þessu sé
sjóferðarsögu Guðmundar lokið,
þó að hann hafi eftir þetta leyst
af smá tíma á „Grjótey".
Það vill svo til að þetta stutta
æviágrip Guðmundar Jónssonar,
hinnar öldnu kempu, birtist
væntanlega í sama mánuði og
hann nær sjötugusta og sjöunda
áratugnum. í lok þessa viðtals
sagði hann. — Ég sendi mínum
gömlu skipsfélögum kveðjur og
þakklæti fyrir samveruna.
Helgi Hallvarðsson.
357