Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 3
NÝTT RADIO- NEYÐAR- KERFI ? Kostar aðeins 300 dollara Bandaríski flotinn hefur ný- lega hannað frekar ódýrt neyðar- staðsetningarkerfi (GLOBAL RESCUE NET (GRAN)) fyrir flugvélar, sem talið er að muni flýta verulega björgun og fækka dauðsföllum, sem oft verða vegna þess hve langan tíma tekur að finna slysstaðinn. Innan Bandaríkjanna eru nú margir með kerfi þetta í athug- un, bæði einka-aðilar og opin- berir. Þeirra á meðal er Banda- ríska Loftferðaeftirlitið (FAA) Geimferðastofnunin og framleið- endur flugvéla. Helztu kostir kerfisins eru taldir þessir: 1. Frá því að neyðarsending hefst og þar til staðsetning hins nauðstadda er vituð, líða aðeins 3—5 mínútur. 2. Staðsetningin er nákvæm, skekkjur innan við 1—2 mílur (1.6—3.2 km) hvar sem er á hnettinum og með fínreikningi jafnvel niður í 300 m (1000 fet). 3. Hægt er að taka kerfið fljót- lega í notkun, þar sem margir einstakir liðir þess eru nú þegar fyrir hendi eða hafa verið fjár- magnaðir. 4. Ekki er hætta á misskilningi í viðskiptum vegna tungumála, líkams- eða hugarástands hins VÍKINGUR nauðstadda, þar sem talmál er ekki notað. 5. Notkun gervihnattar (hnatta) útilokar sambandsleysi. 6. Tegund skips eða flugvélar, einkennisstafir og/eða kallmerki eru send í tölukóda, ásamt fleiri upplýsingum sem að gagni mega koma við björgun, með tæki sem nefnt er SARCOM (Search and Rescue Communications?) og kostar það 200—300 dollara. Gervihnöttur eða hnettir sem notaðir yrðu með kerfinu ei*u þegar á lofti eða verða það á næstunni. Kerfið (GRAN) notar lág-tíðni (VLF) OMEGA merki, sem far- ið er að senda til staðsetninga fyrir skip og flugvélar (nú eru starfræktar 4 OMEGA stöðvar, en verða 8, og ná þá til flestra staða á jarðkúlunni). Hlekkir kerfisins samanstanda af SAR- COM tæki í skipi eða flugvél, ein- um eða fleiri gervihnöttum og stjómunarmiðstöð á jörðu niðri. SARCOM tækið verður virkt á tvennan hátt, sjálfkrafa við högg (árekstur) eða nauðstaddir kveikja á því sjálfir. Tækið tekur þá á móti OMEGA merkjum, endursendir þau á örbylgju (UHF) til gervihnattar, sem sendir þau áfram til stjórnar- miðstöðvarinnar, sem vinnur úr þeim, reiknar út staðarákvörðun og tilkynnir viðkomandi aðilum. Bandaríska strandgæzlan hef- ur sýnt þessu tæki mikinn á- huga í sambandi við aðstoð og björgun alls konar skemmtibáta, sem oft á tíðum eiga í erfið- leikum með staðarákvarðanir. Reynsluathuganir á kerfi þessu hafa verið gerðar og verður haldið áfram á næsta ári, þegar gervihnettinum SMS-A, sem ætl- aður er aðallega til veðurathug- ana, verður skotið á loft. Athug- anir hafa sýnt að hægt er að ná Sambandi við gervihnetti og fylgjast stöðugt með staðsetn- ingu SARCOM stöðva sem hafa aðeins 35 millivatta loftnets- sendiorku (effective radiated power) þótt gervihnöttur sé að- eins 3° fyrir ofan sjóndeildar- hring. Forstöðumaður rann- sókna á þessu sviði, Cdr. William Crawford, segist hafa sýnt fram á, að 1 gervihnöttur á borð við SMS-A sé nægilegur fyrir neyð- arkerfi alls hins vestræna hluta jarðar og verði kerfi þetta fyrir valinu mun það verða tekið í notkun fyrir 30. des. 1973. Lauslega þýtt úr Aviation Week & Space Technology, 9. ágúst 1971. Þröstur Sigtryggsson þýddi. 335 l

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.