Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 11
Sæbjörg VE með fullfermi, 67 tonn af vænum vertíðarfiski. Það er síldarhleðsla, skipið lunningafullt. Hilmar kom
fjórum sinnum með bátinn svona yfirhlaðinn til lands á vertíðinni 1969.
III.
— Frá því að ég kom fyrst til
Eyja 1945, er ég búinn að róa hyerja
einustu vertíð. Fyrst var ég háseti,
en eftir að ég kláraði sjómannaskól-
ann þá varð ég stýrimaður þar í
sex ár, eða svo, en formennsku byrj-
aði ég árið 1956 og var þá með
Gylfa, sem er 45 tonna bátur, smíð-
aður í Svíþjóð.
Með Gylfa var ég í þrjú ár, en
þá fór ég út í það með mági mínum
og félaga Theódór Ólafssyni að
kaupa 50 tonna bát. Theódór er
bróðir konunnar og er vélstjóri.
Báturinn hét Sigrún, en við skýrð-
um hann Sæbjörgu.
Við áttum þennan bát í þrjú ár,
en þá misstum við hann niður á
trolli. Það kom að honum óstöðv-
andi leki og við misstum hann á
botninn. Það var haustið 1963.
VÍKINGUR
Við vorum að toga austur á Vík
og ég var einn uppi, þá þurfti ég
að skjótast niður í vél, og þá var
heldur ljót aðkoma þar. Vélarrúmið
hálf fullt af sjó. Ég ræsti strákana
strax og við fórum að reyna að lensa
skipið, en allt kom fyrir ekki og við
urðum að yfirgefa bátinn, fórum við
í gúmmíbát og bátur frá Vest-
mannaeyjum fiskaði okkur upp en
reyndi svo að draga bátinn til lands,
en það tókst ekki og hann sökk til
botns.
— Hann hefur líklega slegið svona
rækilega úr sér.
Báturinn sem bjargaði okkur hét
Gylfi, skipstjóri Hörður Jónsson.
Varð engum meint af volkinu.
— Það sama haust keyptum við
Sæbjörgu, þennan bát sem við eig-
um núna. Hann hét áður Sigurfari
og var frá Akranesi. Þennan bát
höfum við átt síðan og höfum gert
á honum veigamiklar endurbætur,
t.d. sett á hann hvalbak, nýjar vél-
ar o.fl. Reyndar erum við að reyna
að selja hann og höfum verið að því
undanfarin tvö ár en hefur ekki
tekist það, þar sem lánafyrirgreiðslur
til kaupa á eldri fiskiskipum eru
engar.
Sæbjörg er 67 tonn.
— A Sæbjörgu, eða þessum báti
er ég búinn að róa síðan árið 1963.
Á vertíðum á vetrum og á trolli á
sumrum. Hann hefur reynst með af-
brigðum vel, en er heldur lítill mið-
að við þær kröfur sem núna eru
gerðar til báta sem stunda þessar
veiðar.
— Hvað um aflamagnið. Það
hefur verið metafli?
—- Aflinn fer minnkandi á miðun-
um hér við land, miðin eru ekki svip-
397