Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 19
stað. Síðan má ekki blanda meira
vatni í en sem samsvarar því, sem
fer með loðnunni eftir sjóskilju í
land. Þetta hefur verið reynt þar
sem lítið ferskvatn er fáanlegt, t.d. í
Vestmannaeyjum og á Höfn í
Homafirði. Til að þetta sé gerlegt
þurfa skipverjar að fá hluta af vatn-
inu úr hrognaskiljunni undir þrýst-
ingi til baka. Heppilegar virðast 32
mm (1*4 ”) liprar gúmmíslöngur
og þrýstingur 3—5 kp/cm2. Afgang-
ur hreinsaða vatnsins þarf að koma
til baka um lipra barka og þá virðist
VÍKINGUR
ekki ráðlegt að nota stærri barka
en 75 mm (3”) því þá eru þeir illa
viðráðanlegir. Þurfa barkarnir að
sjálfsögðu að vera það margir að
þeir geti flutt allt vatnsmagnið aft-
ur um borð í skipið. Gæta þarf þess
vel að ekki sé notaður sjór við lönd-
un og að ekki sé látið renna dælu-
vatn í höfnina.
Ljósmyndin sýnir hluta búnaðar-
ins sem notaður var við tilraunimar
í Örfirisey s.l. vetur ,en teikningin
sýnir í grófum dráttum helstu þætti
loðnulöndunar, þar sem dæluvatnið
yrði skilið og endurnotað. Gert er
ráð fyrir grófri skilju eftir sjóskiljuna.
Einnig mætti endurbæta skilju þá
sem bestan árangur gaf, bæta mætti
stútinn, sem neðan á skiljuna var
smíðaður og útbúa skiljuna þannig
að auðveldlega megi taka úr henni
stíflur af völdum aðskotahluta eða
frosttappa, sem geta myndast í mestu
frostum. Til fróðleiks má geta þess
að hrognkelsaskilja af miðfióttaafls-
gerð, með 3” dælu, mótor og öðrum
nauðsynlegum búnaði kostar nú ca.
5—600 þús. kr. Auk þess kemur til
405