Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 25
leiðir, að starfsævi fiskimanna er orðin ískyggilega stutt hér á iandi. Þegar það er að verða sjaldgæft að menn séu lengur á þessum skipum, en fram yfir fertugt. Einn er sá málaflokkur, sem er yfirleitt lítið rædd- ur hér á þessum þingum, en það eru farskipin, en þar er stór hópur sjómanna að starfi. Farskipaflot- inn hefur verið endurnýjaður og aukinn að mestu leyti á síðustu árum, en það sorglega við þá aukn- ingu er, að mestu ieyti er hætt að smíða ný skip fyrir okkur, heldur keypt gömul skip og eru mörg þeirra vægast sagt í slökum gæðaflokki, bæði hvað allan útbúnað snertir og þá ekki síður um aðbúnað áhafnar. Hann er oft og tíðum fyrir neðan allar hell- ur, það er kominn tími til að sjómannasamtökin fari að láta þau mál meira til sín taka. Þetta er hættuleg þróun, því við áttum mjög góðan farskipa- flota allar götur fram að 1970, en þá fór fyrst að halla á ógæfuhliðina. Flest af því, sem ég hef drepið á er nátengt kjara- málum sjómanna. Þessi vandamál, sem íslenskur sjávarútvegur á við cð glíma í sambandi við mann- skap, er vegna þess að kjör sjómanna eru ekki nógu góð, miðað við það, sem gerist í landi og á meðan svo er, þá verður ekki úr þessu bætt, því megin ástæða til þess að menn stundi sjómennsku, er að þeir beri meir úr býtum, en þeir sem í landi vinna. Bresti þessi forsenda þá leggst sjósókn smám saman niður, en hvernig er þá hægt að búa í þessu landi. Ég held það standi í mörgum hagspekingum, að ráða fram úr þeirri gátu. Góðir þingfulltrúar nú hef ég verið hér í for- svari í 2 ár og þakka ég ánægjulegt samstarf við ykkur og lærdómsríkt starf fyrir mig og mun ég ekki Fráfarandi forseti, Guömundur Kjærnested t.v. og ný kjörinn forseti, Jónas þorsteinsson t.h. gefa kost á mér til forsetakjörs aftur, enda geri ég ráð fyrir að fá næg verkefni við að eiga á næstunni við gæslu hinna nýju fiskveiðimarka. Ég segi hér með 27. þing Farmanna- og Fiski- mannasambands íslands sett. I. vélstjórí Fyrsta vélstjóra vantar til starfa við væntanlegt Vestmannaeyjaskip. Viðkom- andi þarf að hafa full vélstjóraréttindi (stærð vélar 2300 hestöfl.) og vera viðbúinn að fara til Noregs til eftirlits fyrrihluta næsta árs og dvelja þar meðan á smíði skipsins stendur eða til 15 júní n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist stjórn Herjólfs h.f. póst- hólf 129 Vestmannaeyjum, fyrir 31. des. n.k. Frekari upplýsingar veitir formaður stjórnarinnar Guðlaugur Gíslason, símar 91-11560 eða 91-21723. Stjórn Herjólfs h.f. Vestmannaeyjum VÍKINGUR 411

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.