Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 14
Grímur Valdimarsson og Hannes Magnússon: Gerlarannsóknir á freöfiski Tilgangurinn með þessu verk- efni er að kanna hvaða þættir í framieiðslu frystra fiskflaka hafa mest áhrif á gcrlainnihald flak- anna og að fá heildarmynd af hrá- efnisgæðum og hreinlæti við freð- fiskframleiðslu hér á landi. Tekin hafa verið 419 sýni úr 60 frystihúsum. þar af 313 sýni af þorskflökum. Gerlagróður í sýn- unum var rannsakaður all ýtar- lega, auk þess sem ýmis atriði voru mæld í frystihúsunum, t.d. hitastig í flökum og vinnslusölum og klór- styrkur í vinnsluvatni. Þá er einnig reynt að meta ýmis atriði í búnaði húsanna, sem áhrif geta haft á gerlagróður flakanna svo sem fiskþvott, notkun flakakæla, al- mennt hreinlætisástand o.fl. Ætlunin er síðar að kanna með tölvu samband milli gerlagróð- ursins og hinna ýmsu áhrifaþátta, en nú þegar gefa niðurstöðurnar nokkrar vísbendingar. Óhóflega hátt hitastig í vinnslusölum virðist hafa áhrif til hins verra eins og við mátti búast, þótt um beina fylgni milli gerla- fjölda í flökum og hitastigs í vinnslusölum væri ekki að ræða. Þá benda niðurstöðurnar til þess að taka þurfi fiskþvott um borð í veiðiskipunum og frystihúsunum til athugunar. I nokkrum tilfellum kom fram mikill og stöðugur munur á gerla- innihaldi flaka frá einstökum húsum án þess að hægt væri að finna á því nærtækar skýringar. Þótt úrvinnsla úr þessari gagnasöfnun sé skammt á veg 14 komin er ljóst, að fulla nauðsyn ber til að gerlarannsóknir á freð- fiski verði reglulegur liður í gæðaeftirliti hlutaðeigandi aðila. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu við Framleiðslueftirlit sjávarafurða, sem annaðist sýna- töku og ýmsa gagnasöfnun. Baldur Hjaltason við amíkósýrurannsóknir. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.