Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 19
jD 7Ö '50 '60 '70 3 • Z) Hrefna alls ekki dregið úr sókn í verð- mestu og stærstu hvalastofnana, steypireyði og hnúfubak, sem mest þurftu á friðun að halda, heldur var með þessu tryggt að þeir væru áfram drepnir hvenær og hvar sem til þeirra næðist. Þessarri aðgerð mætti líkja við það ef friða ætti ofveidda þorsk- stofna á íslandsmiðum með því að setja heildarhvóta á fiskaflann, t.d. 100.000 þorskeiningar (1 gol- þorskur = 2 ufsar = 3 karfar = 10 síldar = 25 loðnur). Hver maður sér, að með þessu er ekki dregið úr sókninni í þorskstofninn. sem þarfnast verndar, heldur er víst, að verðmesti aflinn (þorskur og síld) er tekinn fyrst. Þegar ekki næst meira af þeim tegundum eru verðminni tegundir teknar þang- að til 100.000 þorskeiningum er náð. Grundvallargalli á skipulagi hvalveiðiráðsins er, að aðildar- löndin hafa 90 daga til að stað- festa samþykktir fundar þess. Ef stjórnvöld aðildarlands vilja ekki fallast á samþykktir fundanna um aflatakmarkanir eða stjórnun- araðgerðir þá þurfa þau einungis að senda tilkynningu þess efnis innan 90 daga til skrifstofu ráðs- ins, og er aðildarlandið þá ó- bundið af samþykktinni (Schevill 1974). Þessi skipan mála gerir hvalveiðiráðið ófært um að standa að friðunaraðgerðum, sem ætíð leiða til a.m.k. tímabundinna aflatakmarkanna fyrir eitthvert aðildarlandið Hvalveiðiráðið hef- ur því ekki verið þess megnugt að stöðva rányrkju á hverjum hvala- stofninum á fætur öðrum. Tegundir hafa því aðeins verið alfriðaðar að veiðarnar væru orðnar óarðbærar og útrýmingin ein blasti við (mynd). Þessar eru orsakir háværra radda nútímans um alfriðun allra hvalategunda. íslensk sendinefnd undir forsæti Magnúsar Torfa Ólafssonar, þáverandi mennta- VÍKINGUR málaráðherra, greiddi tillögu um 10 ára alþjóðlegt hvalveiðibann atkvæði sitt á umhverfismálaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. Sendinefnd ís- lands á fundum hvalveiðiráðsins felldi sömu tillögu í tvígang árin 1972 og 1973. Náttúruverndarsamtök um all- an heim hafa hert baráttuna fyrir friðun hvala, og bent á, að hvah' þekki ekki landamæri þjóðríkja. Hvalir ferðist um víðáttur heims- hafanna, til kaldari hluta þeirra á sumrum í fæðuleit,'' en til hlýrri svæða á vetrum til að ala kálfa sína. “Ef einhver hefur rétt“ til að veiða og nýta hvali, þá er rétturin allra jarðarbúa en ekki einstakra hvalveiðiauðhringa nútímans. Fulltrúar 114 þjóðríkja heims sóttu Stokkhólmsráðstefnu Sam- 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.