Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 19
jD 7Ö '50 '60 '70 3 • Z) Hrefna alls ekki dregið úr sókn í verð- mestu og stærstu hvalastofnana, steypireyði og hnúfubak, sem mest þurftu á friðun að halda, heldur var með þessu tryggt að þeir væru áfram drepnir hvenær og hvar sem til þeirra næðist. Þessarri aðgerð mætti líkja við það ef friða ætti ofveidda þorsk- stofna á íslandsmiðum með því að setja heildarhvóta á fiskaflann, t.d. 100.000 þorskeiningar (1 gol- þorskur = 2 ufsar = 3 karfar = 10 síldar = 25 loðnur). Hver maður sér, að með þessu er ekki dregið úr sókninni í þorskstofninn. sem þarfnast verndar, heldur er víst, að verðmesti aflinn (þorskur og síld) er tekinn fyrst. Þegar ekki næst meira af þeim tegundum eru verðminni tegundir teknar þang- að til 100.000 þorskeiningum er náð. Grundvallargalli á skipulagi hvalveiðiráðsins er, að aðildar- löndin hafa 90 daga til að stað- festa samþykktir fundar þess. Ef stjórnvöld aðildarlands vilja ekki fallast á samþykktir fundanna um aflatakmarkanir eða stjórnun- araðgerðir þá þurfa þau einungis að senda tilkynningu þess efnis innan 90 daga til skrifstofu ráðs- ins, og er aðildarlandið þá ó- bundið af samþykktinni (Schevill 1974). Þessi skipan mála gerir hvalveiðiráðið ófært um að standa að friðunaraðgerðum, sem ætíð leiða til a.m.k. tímabundinna aflatakmarkanna fyrir eitthvert aðildarlandið Hvalveiðiráðið hef- ur því ekki verið þess megnugt að stöðva rányrkju á hverjum hvala- stofninum á fætur öðrum. Tegundir hafa því aðeins verið alfriðaðar að veiðarnar væru orðnar óarðbærar og útrýmingin ein blasti við (mynd). Þessar eru orsakir háværra radda nútímans um alfriðun allra hvalategunda. íslensk sendinefnd undir forsæti Magnúsar Torfa Ólafssonar, þáverandi mennta- VÍKINGUR málaráðherra, greiddi tillögu um 10 ára alþjóðlegt hvalveiðibann atkvæði sitt á umhverfismálaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. Sendinefnd ís- lands á fundum hvalveiðiráðsins felldi sömu tillögu í tvígang árin 1972 og 1973. Náttúruverndarsamtök um all- an heim hafa hert baráttuna fyrir friðun hvala, og bent á, að hvah' þekki ekki landamæri þjóðríkja. Hvalir ferðist um víðáttur heims- hafanna, til kaldari hluta þeirra á sumrum í fæðuleit,'' en til hlýrri svæða á vetrum til að ala kálfa sína. “Ef einhver hefur rétt“ til að veiða og nýta hvali, þá er rétturin allra jarðarbúa en ekki einstakra hvalveiðiauðhringa nútímans. Fulltrúar 114 þjóðríkja heims sóttu Stokkhólmsráðstefnu Sam- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.