Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 5
RITSTJÓRMARGREIIi „Blaðið er bara að verða trúarbragðarit hjá þér, “ sagði einn þingfiokksformann- anna á Alþingi við mig um daginn, þegar hann var að skoða síðasta Víking. Hann vísaði þar til talsverðrar gagnrýni á fisk- veiðistefnu okkar íslendinga, sem fram hefur komið í seinni tíð á síðum blaðsins, ásamt frásögnum af fjölstofnarannsókn- um, sem sumir hérlendir fræðimenn hafa kallað trúarbrögð. Á vissan hátt get ég verið þingmannin- um sammála, blaðið fjallarum trúmál. Það berstgegn trúboði um óskeikulleika kenn- inga þeirra sem farið er eftir við stjórn fiskveiða á íslandsmiðum. Ég ætla mér ekki þá dul að fullyrða að kenningar Hafró séu rangar, en ég fullyrði hinsvegar að á þeim sé gagnrýnisverð oftrú -nauðsyn- legt sé í Ijósi reynslunnar að endurskoða þær frá grunni. Fyrsta dæmi: „Það er hægt að geyma fisk í sjónum, “ hefur forstjóri Hafró og Al- þjóða hafrannsóknaráðsins fullyrt á prenti. Þetta er ósannað og margt bendir til að það sé rangt. Á öllum norðlægum fiskislóðum hefur fiskveiði verið stjórnað eftir þeirri sömu formúlu um árabil og á þeim öllum hefur orðið samdráttur í þorsk- veiði á stjórnunartímabilinu. Stórt klak hef- ur aldrei skilað því sem kenningarnar sögðu að það mundi gera. Stærsta sönn- unin um alvarlega bresti í þessari kenn- ingu er hrunið í Barentshafi, sem nánast að segja hefur lagt sjávarútveg Norð- manna í rúst. Ekki skorti þó fögur fyrirheit um bjarta framtíð fyrir tveim til fjórum ár- um, þegar mokafla var spáð í Barentshafi árið 1990. Norðmenn þola þennan skell vegna þess hve lítið af þjóðartekjum þeirra kemur frá sjávarútvegi, en hvað verður um íslendinga ef stofnar okkar hrynja á svipaðan hátt og þar varð? Annað dæmi: Við höfum stundað of- veiði á þorskstofninum og þess vegna verðum við nú að horfast íaugu við minnk- andi þorskafla á næstu árum, meðan við ölum upp ungþorsk í hafinu. Þessa trúark- enningu hafa menn oft heyrt á liðnum mánuðum og jafnvel árum og tekur þar hver eftir öðrum. Efspurt er um rök, reka menn upp stór augu og segja; þetta vita allir, og; hvernig detturmanninum íhug að spyrja svona? Lítum á tölur úr opinberum veiðiskýrsl- um. Á átta ára tímabili, 1981 til 1988, bæði árin meðtalin, var meðalveiði þorsks við ísland 363.159 tonn, langmest fyrsta árið, 469.101 tonn en minnst 1984, 283.866 tonn. Næstu átta ár á undan var meða- Iveiðin 368.195 tonn. Á átta ára tímabili árin 1928 til 1935 var meðal þorskveiðin 448.618 tonn, mestár- ið 1933, 518.275 tonn en minnstárið 1928, 364.271 tonn. Á öðru átta ára tímabili, árin 1953 til 1960 var meðalveiðin á þorski 495.400 tonn á ári, minnst 453.036 tonn árið 1957og mest 546.252 tonn árið 1954. Er nema von að spurt sé: Hvenær var þessi ofveiði á þorski, sem við erum nú að súpa seyðið af? Varhún fyrir35 árum, eða ef til vill fyrir 60 árum ? Tæplega hefur hún verið á síðustu tveim áratugum, þegar veiðin var miklu minni en á tveim fyrr- nefndu tímabilunum. Er ekki nær sanni að við íslendingar höfum — að ráði Hafrannsóknastofnunar — með veiði undanfarinna ára raskað líf- keðjunni í hafinu verulega, án þess að gera okkur grein fyrir afleiðingunum? Er ekki tímabært að leggja af trúarbrögð á gamlar kenningar og fara að dæmi Norð- manna, sem hafa lærtafbiturri reynslu, og leggja alla áherslu á fjölstofnarannsóknir, ef vera kynni að í þeim felist ráð gegn hættunni á að eins fari á íslandsmiðum og fór í Barentshafi? Við höfum einfaldlega ekki efni á að missa loðnuveiðina alveg og þorskaflann niðurí eftil vill 100.000 tonn á ári um einhverra ára bil. Sigurjón Valdimarsson ritstjóri Trúmál og tæmd fiskimið VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.