Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 26
VERÐUR NÆSTA Það kemur af sjálfu sér að þeir sem eru duglegastir að selja góðan fisk erlendis á góðu verði geta boðið best í hráefnið og sitja fyrir viðskiptum. 26 VÍKINGUR um 53 þúsund tonn af saltfiski, þar af yfir 44 þúsund tonn af blautverkuðum fiski að verð- mæti liðlega níu milljarðar króna. Hvert prósentustig í verði skiptir því miklu máli. Þar hafa gæðin mikið að segja. SÍF hefur stýrt sínum sölumálum á þann veg að kapp hefur verið lagt á að koma fiski í lægri gæðaflokkum út með betri fiski. Sumir segja að þetta ýti undir óeðlilega hátt verð á lélegra hráefni og lækki þar með verð á góðum fiski. Aðrir benda á aö þaö sé lítill vandi að selja bara gæðafisk og fá gott verð fyrir hann, en við þurfum líka að losna við lakari fiskinn. Það er deginum Ijósara að verðmyndun á afla hefur gjör- breyst og bæði saltfiskverkun og hefðbundin frysting getur ekki greitt það sama fyrir fisk- inn og þeir sem hafa selt hann úr landi með öðrum hætti. Út- gerðin og sjómenn fá mun hærra verð fyrir fisk sem seldur er á fiskmörkuðum en þann sem landað er annars staðar fyrir fast verð. Menn benda á að verið sé að flytja óunnin verðmæti og vinnu úr landi. Ef litið er til Norðmanna, sem keppa við okkur á saltfiskmörk- uðum, þá er fyrirkomulagið þannig hjá þeim, að sölusam- tök salfiskframleiðenda, UNI- DOS, hafa einkaleyfi á sölu til Portúgal og Jamaika en útflutn- ingur er frjáls á aðra markaði. En hvaða augum líta sjómenn á þessi markaðsmál? Burt með miðstýringu „Sjómenn eiga að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Það er mikill munur á því verði sem býðst á mörkuðum og því sem skammtað er af Verðlagsráði," sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands- ins. Hann sagði að þeir sjó- menn sem væru skuldbundnir til að landa heima á ákveðnu verði væru vart nema hálf- drættingar í launum á við þá sem lönduðu á frjálsum mörk- uðum. Hann sagði að við þyrft- um að losna við þessi miðstýr- ingaröfl og gömul kerfi. Verð- lagning á fiski og sala ætti að vera frjáls og þeir sem fengju besta verðið erlendis gætu þar með borgað mest fyrir hráefn- ið. Hins vegar væri geta fisk- vinnslunnar til að taka þátt í verðsamkeppni ekki góð og því væri gripið til þess ráðs að láta stjórnvöld stýra verðlagning- unni sem væri í algjöru ósam- ræmi við leikreglur hins frjálsa markaðar. Óskar sagði að þeir sem keyptu fisk ættu að hafa frjálsar hendur um það hvert þeir seldu hann og með hvaða hætti. Sama sjónarmið var uppi á ten- ingnum hjá ýmsum fiskkaup- endum og útflytjendum sem rætt var við. Þeim fannst eöli- legast að sá sem kaupir fisk hafi fullan umráðarétt yfir hon- um. Það komi af sjálfu sér að þeir sem eru duglegastir að selja góðan fisk erlendis á góðu verði geti boðið best í hrá- efnið og sitji því fyrir viðskipt- um. Hinir verði ekki samkeppn- isfærir og þannig tryggi sam- keppnin besta verð hverju sinni og menn kappkosti að haldatil- kostnaði í lágmarki. Ekki hægt að stöðva frjálsa verðmyndun Óttar Yngvason, forstjóri Is- lensku útflutningsmiðstöðvar- innar, rauf á sínum tíma einok- un SH og SÍS á útflutningi á frystum fiski eftir harðvítuga baráttu. Þá eins og nú var helsta mótbáran við fjölgun út- flytjenda sú, að minni aðilar gætu ekki tryggt gæði vörunnar og aukið framboð leiddi til verð- lækkunar. Þetta rættist ekki og síðan haustið 1987 hefur út- flutningur á frystum fiski á þennan markað í raun veriö frjáls, eins og áður var tekið fram, án þess að valda nokkr- um vandræðum. í Ijósi þessa var Óttar spurður álits á frjáls- um útflutningi á saltfiski. Hann sagði að áframhald- andi einokun SÍF á þessum út- flutningi væri hrein tímaskekkja að sínu áliti. Kerfi útflutnings- leyfa væru úreltir verslunar- hættir sem ekki ættu við í vest- rænu þjóðfélagi í dag. Óttar sagðist ekki taka mark á full- yrðingum SÍF um eigið ágæti nema samtökin sönnuðu það í samkeppni en hann væri ekk- ert hræddur við samkeppni fyrir hönd SÍF. Óttar Yngason sagði að það væri ekki hægt að stöðva verð- myndun á fiski sem seldur væri á uppboði. Frjáls verðmyndun yrði að halda áfram alla leið. Að öðrum kosti legðust þessir markaðir af. Það væri ekki hægt að blanda saman upp- boöskerfi og valdboðskerfi. Það væri framför að uppboð- skerfinu til þess að útgerðin og sjómenn fengju sannvirði fyrir aflann. Það þýddi ekki að sækja svo um einokun á áfram- haldandi sölu. Hins vegar væri Ijóst að allur fiskur yrði aldrei seldur á uppboðum vegna ým- issa ytri aðstæðna. Hann sagði ennfremur að það þyrfti að líta á þessi mál í heild. Fiskvinnslan um land allt ætti i miklum vanda og þá ekki síst frystingin. Þar hefði átt sér stað gífurleg fjárfesting síðustu 20 árin og nú stæðu menn frammi fyrir atvinnuháttabylt- ingu og þeirri staðreynd að ekki væri hægt að greiða markaðs- verð fyrir hráefnið. Því væri verið að reyna að bjarga þess- um fiskvinnslustöðvum með því að setja bönd á hráefnis- markaðinn. En það yrði engu

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.