Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Side 44
nyjuNGAR TÆKNI 44 VÍKINGUR Mynd nr. 3 breyting, stöðubreyting eða breyting á stafrænu gildi. Mynd nr. 3 sýnir annað dæmi um kerfismynd þ.e. MD 19 en þar sjást stjórntök aðalvélar og má framkvæma gangskipting- ar beint á myndskjánum með hjálp tilheyrandi lyklaborðs en einnigmáfram kvæma þetta f rá textaskjá eins og lýst verður hér á eftir. Við hliðina á myndskjánum er textaskjár með tilheyrandi lyklaborði og má nota hann á sama hátt og myndskjáinn þannig að leita má ýmissa upp- lýsinga og framkvæma að- gerðir. Upplýsingar eru hér gefnar með texta og á stafræn- an hátt en einnig má fá fram upplýsingar í línuritsformi á skjáinn. Með þessum búnaði eru höfð bein samskipti við að- altölvuna og ganga þau því hraðar fyrir sig en þegar unnið er á myndskjánum. Hægt er aö prenta út einstakar síður af textaskjánum og sömuleiðis tímaföll af einhverjum völdum stærðum. Einn af textaskján- um má velja sem viðvörunar- kerfi og er hægt að tengja prentarann við það þannig að útskrift fáist á öllum viðvörun- um og mögulegt er að láta hann prenta út allar aðgerðir sem nemendur framkvæma. Enn fremur má láta prentarann skrifa út dregnar ritmyndir (díagrömm) af einstökum strokkum og eru þá prentaðar inn á línuritin helstu stærðir svo sem þjapp-, bruna- og meðal- þrýstingur. Á sérstöku hjólaborði er komið fyrir sírita sem getur ritað samtímis sex stærðir og má velja hvaða stærðir úr vélar- rúminu sem vera vill. Á þessu sama borði er komið fyrir raf- einda PID-stilli (reglir) og getur hann tekið við hlutverki hvaða stillis sem er í herminum. Flest- ir stillar hermisins eru PID-still- ar og má innstilla P, I og D þættina hvern fyrir sig en auk þess er mögulegt að breyta tímastuðlum mælitækja, stöðu- gjafa og stillitaka og einnig má víða breyta dátíma (straumbið) kerfisins og hriftregðu (hyster- esi) framkvæmdarliða (t.d. loka). Með þessum búnaði gefst tækifæri til að aðhæfa stillana hinum ýmsu kerfum og rannsaka þau áhrif sem breyt- ing á mismunandi tímaþáttum veldur í stillikerfum. Á kennaraborðinu er skjár og lyklaborð sem gefur ýmsa möguleika fram yfir það sem nemendur hafa. Héðan má t.d. ráða því hvort stjórnun vélar- rúmsins fer fram á einfaldan hátt með beinum fjarstýringum frá stjórnstöðinni eða að sjáf- virknin sé áþekk og gerist í vaktfríum vélarrúmum. Hægt er að velja um notkun á snar- vendri aðalvél með fastri skrúfustigningu, fastan snún- ingshraða með skiptiskrúfu og ásrafala, eða samhæfingu milli snúningshraða aðalvélar og skrúfustigningar. Einnig má ráða vindhraða og þar með sjógangi og hitastigi lofts og sjávar. Hægt er að hafa áhrif á stærðir tanka og á þann hátt að stytta þann tíma sem þeir eru að tæmast og fyllast. Hægt er að einangra vissa kerfishluta í vélarrúminu þannig að nem- endahópur getur unnið óáreitt- ur við hann þrátt fyrir að aðrar ytri aðstæður hefðu hindrað það, t.d. er hægt að láta afga- sketilinn framleiða gufu þótt aðalvél sé ekki í gangi. Hægt er að vista þær aðstæður sem eru fyrir hendi í lok kennslustundar inn á tölvudisk og hlaða þeim síðan inn aftur í byrjun næstu kennslustundar. Út frá grunn- forriti hermisins getur kenna- rinn unnið verkefnisforrit sem er sniðið að ákveðnu verkefni. Með vélsíma er hægt að gefa skiþanir frá kennaraborði að nemendaborðum og þjálfa á þann hátt nemendur í gang-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.