Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 68
Ný og byltingarkennd vinnslulína fyrir frystihús
Plötur í stað færibanda
- Ætlað að leysa flæðilínuna af hólmi
Björn Jóhannsson.
Ný vinnslulína fyrir frystihús,
sem án efa á eftir að valda
byltingu í fiskvinnslu hér á
landi, er nú í þróun og fram-
leiðslu hjá Landssmiðjunni hf.
Talið er að nýja línan geti aukið
bitanýtingu flaka um rúm 10%,
miðað við nýjustu flæðilínur,
og hækkað afurðaverð vegna
bættrar meðferðar og aukinna
gæða. Jafnframt sparar hún
mannafla í vinnslusal um 15%.
Meginmunurinn á nýju lín-
unni og hinni eldri er að hvert
og eitt fiskflak fer á plötu í
gegnum vinnsluferlið í stað
færibanda áður. Aðeins eitt
flak er á hverri plötu og það
losnar því við allt hnjask sem
mer og losar um fiskholdið.
Önnur grundvallarbreyting er
að flakið er snertifryst áður en
þeð fer í vélskurð. Það auð-
veldar skurðinn, bætir útlit og
eykur nýtingu flaka. Ekki er
lengur þörf á starfsfólki til að
raða flakbitum inn í lausfrysti.
Nýja linan er þannig upp-
bygð að flökin eru í kældu um-
hverfi á meðan á vinnslu
stendur. Sjálvirkni er það mikil
að mannshöndin snertir flakið
aðeins einu sinni frá roðflett-
ingu til lausfrystingar. Kælingin
viðheldur ferskleika fisksins en
jafnframt leiðir hún til þess að
unnt verður að bæta starfsum-
hverfi fiskvinnslufólks. Hægt
verður að vinna fiskinn nánast í
stofuhita þar sem hráefnið er
ekki utan lokaðs kælikerfis
nema í þær 20 sekúndur sem
tekur að snyrta flakið.
Plötulínan býður upp á stór-
aukna möguleika á skráningu
og upplýsingaflæði. Á plöt-
unni, sem flytur flakið, er þekk-
ill eða tölvumerki, þannig að
hægt er að fylgjast með og
skrá hvað gert er á öllum stig-
um vinnslunnar. Til dæmis er
hægt að vigta og skrá hvert og
eitt flak að og frá starfsmanni.
Með því gefst kostur á að
fylgjast mjög nákvæmlega
með nýtingu og afköstum. Auk
þess er hægt að koma upp
þekkingargrunni um vinnsluna
sem er ómetanlegur við stjórn-
un og áætlanagerð. Þegar tím-
ar líða fram safnast saman
dýrmætar upplýsingar um
vinnsluna, svo sem um snyrti-
tíma á flök miðað við þyngd.
Nýju vinnslulínunni er ætlað
að leysa flæðilínuna af hólmi.
Flæðilínan kom fram fyrir rúm-
um 10 árum og var bylting á
sínum tíma. Helsti ókostur
hennar er sá að flökin verða
fyrir hnjaski á færiböndunum
sem getur losað um fiskholdið
og dregur úr fullkominni nýt-
ingu. Á plötulinunni rekast
flökin hins vegar aldrei á eða
detta á milli færibanda. Flakið
fer aldrei af plötunni nema í
snyrtingu. Flæðilínan er hentug
fyrir hópbónus en erfiðlega
hefur gengið að sníða hana að
68
Sjómannablaðið Víkingur