Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 30
Alltafá Vakt! Fullkominn skráningabúnaður fyrir hita og fl. Aðstoðar fyrirtæki við að uppfylla t.d. GÁMES. Nánari upplýsingar hjá sölu- mönnum okkar í síma 455 4555. Element hf. Ártorg 1 550 Sauðárkrókur S(mi: 455 4555 Fax: 455 4499 Netfang: element@element.is menni um borð, bíiadekkið er fullt og eins eru bílar og fleira á efra dekki. Þegar verið er að Iesta og losa tekur öll áhöfnin þátt í því. Einnig skipstjórinn. Þar sem þröng er á þingi er ekki úr vegi að spyrja hvort Baldur sé nógu stór fyrir þau verkefni sem þeir sinna. „Nei, hann er það ekki. Það vantar meira pláss. Það kemur fyrir allt árið að við erum í vandræðum vegna plássleysis. Sá hluti Vest- fjarða sem við þjónum er eins og eyja hluta ársins. Vegasamband er nánast ekkert. Á vet- urna förum við eina ferð á dag og ef mikið er um fiskflutninga þá erum við flöskuhálsinn. Það er oft á mörkunum að við getum flutt alla þá fiskflutningabíla sem þurfa að fara með okkur. Það er mikið undir hjá þeim sem eru í þessu. Fiskurinn á að fara til vinnslu á tilsettum tíma og jafnvel í flug. Ég held að ég megi segja að við séum góðir í að leysa úr þeim vandamálum sem hafa komið upp. Oftast gengur þetta upp en við verðum að sætta okkur við þessi takmörk. Skipið er lítið og við það verðum við að búa.“ Það fer ekki á milli mála að það þarf að sinna mörgu á siglingu yfir Breiðafjörð. Eftir að skrifstofu Baldurs er lokað hringir síminn um borð, það er verið að panta far næstu daga og leita ýmisa svara, það er nóg að gera. „Það má segja að þessi sjómennska sé Sá hluti Vestfjarða sem við þjónum er eins og eyja hluta ársins. Vegasamband er nánast ekkert. Á veturna förum við eina ferð á dag og ef mikið er um fiskflutninga þá erum við flöskuhálsinn. Það er oft á mörkunum að við getum flutt alla þá fiskflutningabíla sem þurfa að fara með okkur. kannski fráburgðin annarri fyrir hversu miklu þjónustuhlutverki við gegnum. Við erum í beinu sambandi við viðskiptavininn. Við höfum gaman að leysa úr þeim málum sem koma upp. Ég hef verið spurður hvort það sé ekki leiðinlegt að sigla alltaf sömu leið- ina. En svo er alls ekki. Hver dagur er í raun sérstakur. Það eru misjöfn verkefni, veðrið er síbreytilegt og ég verð að segja eins og er að ég nýt þeirra fallegu náttúru sem er hér við Breiðafjörðinn." Aftur að upprunanum, það er þeim breið- firska. Eins og fyrr sagði var Hörður oft í Flatey þegar hann var yngri. „Stórfjölskyldan heldur enn hlunnindum í Hergilsey og allt þetta er eflaust hluti þess að ég er í þessu starfi í dag. Það skemmir ekki fyrir að hafa verið hér, þriðjungur af siglingaleiðinni er þannig að það er ekkert að styðjast við annað en þekking. Það eru engin kort. Það var gaman að vera í Flatey sem krakki, að vísu missti ég talsvert úr fótboltanum en það er öruggt að annað kom í staðinn og ég sé það á mínum krökkum að þeir vilja ólmir vera í Flatey, en ásamt ættingjum erum við með tvö hús þar. Þar er ég mikið þegar ég á frí.“ Þannig að þú ferð stundum með Baldri sem farþegi? „Já, ég geri það.“ Og hvernig líkar þér það? „Bara vel. Ég fæ góðar trakteringar og reyndar held ég að farþegar fái það einnig.“ Herði er mikið niðri fyrir varðandi bar- áttumál sjómanna. Hann segir okkur hafa tapað miklu með fækkun farmanna, það verði erfitt að viðhalda starfsþekkingu að ó- breyttu og reyndar segir hann að við séum að missa af lestinni. Hvað varðar fiskimenn seg- ir hann allt snúast um kvótann. „Ég vona að kvótakerfið verði kosninga- málið.“ Lengra varð ekki komist. Skyldan kallaði, skipstjórinn þurfti að sinna farþegum sem leituðu til hans og auk þess styttist siglingin að Brjánslæk, en Baldur var fáar mínútur á eftir áætlun þar sem það var mikið að gera, eins og fyrr sagði margt var um manninn og bæði dekk þakin af bílum og öðrum varn- ingi. ■ Texti og Ijósm.: Sigutjón M. Egilssson. 30 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.