Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 32
Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur hefur tekið við starfi forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar. í viðtali við Sæmund Guðvinsson ræðir Jóhann vítt og breytt um starfsemi stofnunarinnar og nauðsyn þess að styrkja starfsemina. Jóhann segir að aldrei megi trúa útreikningum vís- indamanna í blindni Góð vfsindi taka mið af reynslu sjómanna „Ég ólst upp við sjávarsíðuna í Reykjavík, nánar tiltekið við Ægisíðu. Þó að ég hafi aldrei orðið frægur grásleppukarl kynntist ég strax í æsku rauðmaga- og grásleppuveiði og á vorin seldi ég rauðmaga úr vagni við göt- una. Ég hafði mjög gaman af öllu þessu lífi í fjörunni og það hefúr eflaust haft áhrif á mig. Þá var ég mörg sumur í sveit í Mýrdalnum en þegar ég stálpaðist var ég jafnan í vegavinnu og brúarsmíði víða út um land á sumrin. Ég fór í náttúrufræðibraut í menntaskóla og það hefur sjálfsagt haft einhver áhrif á það hvern- ig mitt nám síðan þróaðist ásamt reynslu minni frá sjávarsíðunni og sveitinni", sagði Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsókn- arstofnunarinnar þegar hann var spurður hvað hefði orðið til þess að hann kaus þá lífs- braut sem hann hefur gengið. Jóhann tók við forstjórastarfinu þann 1. ágúst síðastliðinn af Jakobi Jakobssyni og var eini umsækjandinn um stöðuna. Hann hef- ur starfað hjá Hafrannsóknarstofnuninni síð- an árið 1981 og var skipaður aðstoðarfor- stjóri 1994. Haustið 1996 fékk hann leyfi frá störfúm til að gegna starfi sendiherra í utan- ríkisþjónustunni þar sem hann var aðalsamn- ingamaður íslands í fiskveiðimálum. Jóhann kom aftur til starfa í Hafrannsóknarstofnun- inni síðast liðið vor. í ATI MEÐ HREFNUKÖLLUM „Það er erfitt að velja þegar komið er í há- skóla en ég hafnaði í líffræði. A síðasta ári mínu þar fór ég að kynnast sérfræðingum á Hafrannsóknarstofnuninni og vann hér eitt sumar áður en ég fór utan til framhaldsnáms. Það var að nokkru fyrir atbeina Jóns Jónsson- ar, sem þá var hér forstjóri, að ég fór til Nor- egs þar sem ég nam sjávarlíffræði og stundaði rannsóknir í þrjú ár við Oslóarháskóla. Þeim lauk með ritgerð um líffræði og veiði hrefnu. við íslandsstrendur. Þetta var mjög góður tími og lærði ég hjá þekktum norskum hvala- sérfræðingi. Á sumrin var ég hér heima og safnaði mínum gögnum á bátum Norðan- lands og fyrir vestan. Var alltaf með hrefnu- köllunum í atinu. Áður en ég hóf þessar líf- fræðilegu rannsóknir fór ég um landið og tal- aði við alla hrefnusjómenn sem ég fann. Þetta gerði ég mjög kerfisbundið. Bjó til 20 síðna spurningaeyðublöð og mældi alla þeirra reynslu á vísindalegan hátt. Mér fannst það algör nauðsyn að átta mig á þeirri reynslu og þekkingu sem var fyrir hjá þeim sem höfðu unnið við þetta alla sína tíð áður en ég færi að rannsaka þetta með hefðbundnum aðferðum vísindanna. Þetta var grundvallaratriði auk þess sem ég kynntist fjölmörgu skemmtilegu fólki. Eftir að hafa lokið framhaldsnámi fékk ég rannsóknarstöðu við sjávarlíffræðideild Osló- arháskóla og vann þar um skeið. Svo fór taugin ramma að segja til sín og þegar mér bauðst fúllt starf hér á Hafrannsóknarstofn- uninni við hvalarannsóknir þáði ég starfið. Þá vann ég við hrefnurannsóknir og síðan ekki minna við stórhvelarannsóknir í hval- stöðinni í Hvalfirði og fór auk þess í fjölda rannsóknaleiðangra. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í og stýra þessu mikla hval- rannsóknarátaki sem gert var um miðjan síð- asta áratug. Þá voru átök um hvalveiðar og meira að segja átök um hvalarannsóknir. En ég held að það blandist engum hugur um það í dag að við náðum að gjörbreyta öllum 32 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.