Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 37
áfram því ekki er vafi á að framtíðin er sú að veiðarfæri verði sértækari og hlutur óæskilegs afla verði lágmarkaður með hönnun rétts búnaðar fremur en að loka svæðum eða setja tímabundið bann við veiðum. Þetta verður mjög í deiglunni á næstu árum.“ Fjölbreyttur starfshópur -Hvernig er samsetningin á starfsfólkinu. Er það flest fiskifræðingar og aðstoðarmenn þeirra? „Það er margbreytileg reynsla sem er sam- an komin hér á stofnuninni. Hér eru um 140 stöðugildi en talsvert fleiri koma við sögu því mikið er um aðstoðarfólk sem kem- ur inn í ýmis verkefni, þar á meðal sjómenn. Hjá stofnunni starfa fiskifræðingar, tölfræð- ingar og fólk úr ýmsum fleiri greinum. Þar má nefna haffræðinga, hafeðlisfræðinga, dýrafræðinga og plöntufræðinga. Það er mjög mikilvægur þáttur í starfseminni að afla almennrar þekkingar um lífkerfið sem nytja- stofnar okkar lifa í. Þá má ekki gleyma rann- sóknarmönnum með ýmis konar bakgrunn. Oft eru það líffræðingar með fyrrihluta próf úr háskóla. Margir rannsóknarmenn eru fyrr- verandi sjómenn. Þessi fjölbreytileiki er af hinu góða því þarna kemur saman ýmis konar reynsla sem ekki fæst í háskóla. En þetta er mikið hóp- starf og allir þurfa að standa sína pligt svo vel gangi. Þótt sérfræðingar hafi oft einhverjar sérstakar tegundir á sinni könnu þá er það svo að þegar ráðgjðf er tilbúin um einstakar tegundir eru margir sérfræðingar búnir að koma að málinu og margt annað starfsfólk. Einstakir fræðingar hafa auðvitað sérþekk- ingu og þekkja smáatriðin í gögnunum og annað slíkt. En það koma margir að ráðgjöf- inni og við erum með sérstaka fiskiveiðiráð- gjafanefnd hér innanhúss. Hún samanstend- ur af 5 - 6 sérfræðingum sem eru iðulega í Það er mjög mikilvæg- ur þáttur í starfseminni að afla almennrar þekk- ingar um lífkerfið sem nytjastofnar okkar lifa í. Þá má ekki gleyma rannsóknarmönnum með ýmis konar bak- grunn. nokkra mánuði í úttekt á hverjum og einum fiskistofni. Þeir sem bera ábyrgð á tilteknum tegundum leggja öll sín gögn á borðið í þess- ari nefnd og þar eru málin síðan rædd til hlít- ar. Þetta á að vera ákveðið gæðaeftirlit og trygging fyrir því að viðhöfð séu bestu fáan- legu vinnubrögð á hverjum tíma. Þó svo að einstakir sérfræðingar vinni kannski stærstan hluta þess verks sem á við um einstakar teg- undir þá er farið í gegnum alla þætti málsins í nefndinni. Síðan fara sérfræðingar gjarnan með þetta í vinnunefndir hjá alþjóðahaf- rannsóknarráðinu þar sem ákveðin yfirferð á sér stað og að Iokum í fiskiveiðiráðgjafanefnd ráðsins. Það er því ekki tilviljunarkennt hver niðurstaðan er á hverjum tíma.“ -Hafa sérfræðingar Hafrannsóknunar- stofnunarinnar menntast í sömu háskólum erlendis? „Nei, þvert á móti. Það má segja að þeir hafi sótt menntun sína vítt og breytt um heiminn. Þeir hafa menntast í Noregi, Bret- landi, Danmörku, Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Fólk kemur því ekki allt úr sama skólanum sem er mikill kostur. Síðan fara menn víða um heim og hitta starfsbræður. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef átt gott samstarf við sérfræðinga frá Suður-Afríku, Japan, Bandaríkjunum og Kanada. En varðandi framtíðaráherslur, þá vil ég taka fram að það er mér mikið kappsmál að örva unga landa okkar til náms í fræðum á sviði hafrannsókna, bæði hér heima við há- skólana og eins er mikilvægt að við sækjum okkur þekkingu og reynslu erlendis eins og við á. Mun stofnunin því vinna markvisst að nýliðunarmálum okkar enda það ein af meg- in forsendum framfara.“ -Svo við förum út í aðra sálma í lokin. Veiðir þú eitthvað sjálfúr í þínum tómstund- um - til dæmis lax? „Ég hef aldrei farið á laxveiðar. En ég hef gaman af að renna fyrir silung og fara á skak og útivist almennt. Það er fátt fegurra en vera úti á hafi á sléttum sjó, veiða vel og sjá marga hvali. Ég tala nú ekki um ef það eru ísjakar líka,“ sagði Jóhann Sigurjónsson. ■ TÆKNIBÚNAÐUR RAFMÓTORAR Slærðir: 0,18-900 kW HRAÐASTÝRINGAR Nýjung: ACS-140 Litlar stýringar Stærðir: 0,37 - 2,2 kW Breidd: 8cm Festist beint á DIN-skinnu A IIII MVII Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum: www.ronning.is & www.abb.com AFLR0FAR Sjómannablaðið Víkingur 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.