Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 47
Það vall síli út um magaopið. Drengurinn horjði hrifinn á fagurrautt blóðið renna í taumum niður gullhvítan fiskinn. Svo brá hann hnífhum á Litlu uggana. Það var markið hans. Hann kastaði báðum fiskunum í stíuframan við vélarhúsakappann. — Fœriðþitt í botni, kallaði Gamli Jón. Drengurinn greip fierið tilað taka grunnmálið. Það var strax kominn áfiskur, oghann fór aftur aðdraga. Ognú voruþeiralliraðfá hann, all- ir að renna og draga og blóðga og marka, og það voru dynkir og hvinur og sláttur. Drengurinn gaf körlunum auga. Fiskdrátturinn virtist þeim léttur á höndum. Kannski þó ekki Gamla Jóni. Hann var víst orðinn nokkuð gamall. Og svolítið feitur var hann og líklega stirður; dró fierið stuttum togum. Drengurinn hafði tekið eftir því að hann átti örðugt með að beygja sig. Þegar hann inbyrti fisk tók hann ofarlega í tauminn og slöngvaði fiskinum í háum bogayfir lunninguna. Drengtirinn tók Líka efiir því hvemig karLinn dró, hann Halli Jenni. Hatm var minnstur af körlunum. Bara hann, dreng- urinn, var minni. En hann var sagður fiskinn, og hann var afar röskur að draga, dró löngum togum vatt liðlega upp á bolinn við hver tog. Drengurinn reyndi aðfara eins að: D r a—ga, dra—ga. Það hvein í vaðbeygjunni. í huganum áminnti hann sjálfan sig: Vera fljótur að innbyrða og ná þeim af krókunum. Út með fierið strax. Nú var bara að draga og renna, renna og draga. Drengurinn vissi að hann átti að herða sig, tilþess var hann hér um borð. Oggaman varþetta. En fiskurinn tók nú samt ansi þungt í. Hann gat ekki verið eins fljótur og karlamir. Stundum stöðvaðist fœrið, jafhveL kom fyrir að það rann út úr greipinniþegarfiskurinn leitaði niður, en svo gafhann sigaftur. Drengurinn fann fljótt til þreytu, en hiín hvarfjafhan þegar hann sá fiskana koma undir borð. Það leið á daginn. SkýjasUðan þynntist og hvarf. Sólin skein af himni háa. Drengurinn var löngu kominn ilr peys- unni og hajði brett upp ermarnar á milliskyrtunni. Framan á sér hafði hann hvíta gúmmísvuntu. Það var komið logn. Skínandi hvítalogn. Það var slangur af fugli kringum bátinn. Það voru múkkar. Þeir höfðu hœgt um sig í logninu, en það var í þeim urgur þar sem biðu eftir ati. Fiskurinn var stöðugt vel við, Ljós ogfeitur sílisfiskur. Afiur og afiur voru sökkumar felldará dekkið, enn ogaftur var bylt inn fiski, ojtar tveimur en einum. Drengurinn seiglaðist við dráttinn. Lúinn sótti á hann, lagði upp í axLir og herðar og niður í bakið. Hann langaði að hvíla sig, en minntistþess þá aðþetta hafði hann viljaðsjálfúr. Þess vegnayrði hann að halda áfram og spjara sig, spjara sig eins og hann framastgœti, þótt hann hefði ekki við körlunum að draga svona marga ogstóra fiska. Honum var orðið mjög heitt á hóndunum. Ullarvettlingamir vom fami aðþófha, og núna voru þeir alltofhlýir, heitir og blautir. Hann var að verða sár í greipunum. Þess vegna tók hann stundum öfugt ífiœrið, dró með handarjaðrinum. — Nú þykir mér Ijótt að sjá til þín dengsi minn, sagði Gamli Jón, að draga utidir pus. Þá h&tti hann að draga undir pus, en dró eins og hann átti að gera, þótt hann vœri sár í lójunum. Og það var enginn stans, engin hvíld. Menn rétt hlupu frá sem snöggvast að fá sér brauðbita og tesopa. Hœgt norðurfallið hafði borið bátinn upp á grunnið. Þegar grynnkaði tregaðist og tók að lokum undan. Það var mikiLL fiskur á dekkinu. Þeir fóru í aðgerð og drengurinn var í lestinni að kasta fiski inn í stíur og ísa hann með skóflu. Þangað niður heyrði hann vargarhljóðin í múkkunum sem vom að fljúgast á um slorið. A efiirfengu þeir sér snarl afnesti sínu. Drengurinn átti hrísgrjónargraut í emaleraðri fótu. Honum tókst að ylja hann i skattpotti á kabyssunni. Sykri stráði hann út á og hellti út á mjólk úr pela sínum. Með þettafór hann upp í sólskinið og lognið. Það var mikið sólskin, en öðruvísi en áður. Sólin hajði lakkað og var farin að roðna, og roðaslikja var að fierast yfir hafbunguna í útnorður, undir sól. Suðurundan hafði dökknað, var komið svartalogn. Þar var sett í gang ogfarið að stíma suður. Báturinn ruddist gegnum Lognsavið hœgum, þungum slögum. Drengurinn stóð á lestarhlerunum við bómuna og virtifyrir sér hafog himin. Hvergi var ský. Aftur var fiskur undir. Mikillfiskur í svartalogni og rauð sólin að baki þeim. Einn og tveir, tveir og tveir komu þeir úr dimmu djúpi upp í náttleysuna. Svofór að kula aðeins að norðan og suðurfallið tók sig upp. Bátnum var snúið ognú höfðu þeir sólina í andlitið. Hún var enn að roðna og ekki hœgt að horfa í hana nema rétt í svip. Og hafið var enn að dökkna og fiskurinn var guLhvítur og blóðið spýttist Ljósrautt úr hálsinum og rann í taumum niður bolinn. Drátturinn varð drengnum þyngri og þyngri; fiskamir lögðust fastar í og hann var lengur að draga en áður. Hann var að soðna á höndunum í vettlingunum. Hann var kominn með blöðru í greipina á hetgri hendi, Sólin. Hann varað reyna aðgefa henni auga. Skyldi hún ekki œtla að síga í hafið? Það var rétt eins og hún vœri á báðum áttum. Ætti hún að láta sig hverfa und- ir hafbunguna eða taka á sig rögg og hífa sig upp á himininn. Hún gat víst ekki ákveðið sig, bara hékk svona rétt við sjónhringinn, eldrauð afáreynslu. Það sótti syfia á drenginn. Fdtrið var í botni. Hann tók grunnmálið og setti fast. Svo hallaði hanns ér að Sjómannablaðið Víkingur 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.