Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 54
Ulstein- þjónusta Hilmar Snorrason við nýju Sæbjörgina en með komu hennar batnar aðstaða skólans stórlega. vegna dræmrar þátttöku. ekki svona ein- falt. „Við erum með talsvert fjölmennari hópa nemenda en alþjóðatil- mæli kveða á um. Þar er mælt með að fjöldinn fari ekki upp fyrir 16 nemendur á hverju nám- skeiði en við erum með upp í 30 nemend- ur. Þennan fjölda má fyrst og fremst rekja til þess þrýst- ings sem er vegna þess hve margir eiga eft- ir að sækja námskeið skól- ans. A árum áður var þetta þveröfugt. Þá var voru haldin námskeið sem voru langt í frá fullskipuð og kringum 1990 kom fyrir að fella þurfti nið- ur námskeið Síðustu fjögur ár hefur hins vegar orðið mikil vakning í þess- um efnum og enginn skortur á nemendum. Menn sáu að þeir voru að falla á tíma með ör- yggisfræðsluna.“ Hilmar sagði að nýja Sæbjörgin mundi fara út um land yfir sumarmánuðina en vera í Reykjavík á vetrum. Sá árstími færi að miklu leyti í þjálfim nemenda sjómannaskól- anna auk þess sem starfandi sjómenn sæktu námskeið. -Þú minntist á að það vantaði meira fé til að gera nauðsynlegar breytingar á nýja skip- inu og fé skorti til að koma upp æfingarsvæði til slökkvistarfa. En niðurstöður rannsókna herma að slys á sjó kosti nokkra milljarða króna á ári. Skilar ekki öryggisfræðsla og kostnaður við hana sér margfalt til baka þótt eingöngu væri horft á peningaþáttinn? „Fræðslan skilar sér í beinhörðum pening- um til þjóðfélagsins og auðvitað hafa stjórn- völd varið fjármunum til þessarar fræðslu. Við megum ekki gleyma því að þau voru að láta sjómenn fá nýju Sæbjörgina ásamt pen- ingum til breytinga. Það má ekki vanþakka það sem gert hefur verið eða gera lítið úr því. Það má samt alltaf gera betur. En í þessu máli er það svo að það verður að gera betur. Ein- faldlega vegna þess ekki er hægt að sniðganga kröfurnar sem íslendingar þurfa að uppfylla vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Við verð- um að gæta þess að standa okkur í stykkinu svo ísland verði ekki sett á lista yfir ríki sem ekki uppfylla alþjóðasamninga. Komi til þess verða pappírar íslenskra sjómanna ekki leng- ur teknir gildir og það er það alvarlegasta sem gæti komið fyrir sjómennina okkar. Við höf- um stært okkur af því að standa framarlega I öryggismálum en hættan er sú að við drög- umst aftur úr ef við opnum ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem eru í kringum okkur. SMIÐI ÞJONUSTA VIÐGERÐIR = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garöabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 54 Sjómannablaðið VIkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.