Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 10
Menntafélagið ehf.
Lengra nám
í rekstri og stjórnun
Hjá Menntafélaginu
ehf. er stefnt að
því að hefja einnar
annar fjarnám í rekstri
og stjórnun í samstarfi
við skóla á háskólastigi.
Það er ætlað skipstjórn-
armönnum og vélfræð-
ingum en er opið öðr-
um sem áhuga hafa.
Námið verður metið að
fullu til eininga og
samsvarar 6 eininga
námi á háskólastigi.
Námið gefur möguleika
á áframhaldandi námi
við rekstrar- og við-
skiptadeild til B.S.
gráðu.
Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæm-
lega hvernig framkvæmd námsins verður
en ýmist verður kennt í staðbundnum
lotum frá fimmtudegi til laugardags eða í
fjarfundabúnaði, námslotur eru alls fimm
á önn. Einnig er gert ráð fyrir stuðnings-
símatímum og sameiginlegu heimanámi
nemenda á þar til gerðu heimasvæði á
Netinu (námsskjá).
Fornámskeið vor
2004 (valfrjálst, annað-
hvort í fjarnámi eða i al-
mennri kennslu):
• Grunnnámskeið í
notkun tölvu, 8
vikna fjarnám á
geisladiskum með
símaviðtalsstuðningi
• Upprifjun í stærð-
fræði á fjármálasviði,
3x3 klst.
• Að skrifa skýrslur, 4
klst.
• Akademísk vinnu-
brögð, undirbúning-
ur fjarnáms, 8 klst.
1. önn - haust 2004
Upplýsingatækni og rekstrarstjórnun,
20 kennslust.+ 23 kennslust. 3 einingar
Fjárhagsbókhald - ársreikningur, reikn-
ingshald, 45 kennslust. 3 einingar
Mögulegir efnisþættir fyrstu önnina:
• Upplýsingatækni
Farið yfir helstu verkfæri (word, excel,
ppt) og Netið, kennt á námsskjá sem
vinnuumhverfi. Grunn-samskiptaregl-
ur á Netinu og í tölvupósti.
• Fjárhagsbókhald
Upprifjun á grunnatriðum bókhalds (-
debet-kredit, rekstrarreikningur/ efna-
hagsreikningur), fjárhagsbókhald, árs-
reikningar, kennitölur, reikningshald.
• Rekstrarstjórnun
Grunnatriði í iðnrekstrarfræði/rekstrar-
stjórnun (upprifjun og framhald, t.d.
hvernig er fljótlegast og best að bera
saman verð og setja inn í vinnsluferli,
hvernig spara mannskap og/eða nýta í
annað í staðinn).
Mögulegt er að taka eftirtalin fög á
næstu misserum, eftirspurn nemenda
ræður því hvaða fög verða tekin fyrir
hverju sinni:
• Skattskil, 45 kennslust. 3 einingar
• Hagfræði, 45 kennslust. 3 einingar
• Fjármál, 45 kennslust. 3 einingar
• Lögfræði, 45 kennslust. 3 einingar
• Markaðsfræði, 45 kennslust. 3 einingar
• Aætlanagerð, 45 kennslust. 3 einingar
• Rekstrarstjórnun, 45 kennslusl. 3 ein-
ingar
Jón B. Stejánsson skólameistari.
Nýr bæklingur um
meðhöndlun áfiski
TT ÍThefur gefið út bæk-
JLvJ-linginn Mikil vægi
góðrar meðhöndlunar á
fiski, sem, eins og titillinn
gefur til kynna, fjallar um
mikilvægi fyrstu meðhöndl-
unar á fiski eftir að hann
veiðist, svo sem blóðgun,
slægingu, þvott og kælingu. Pessi grund-
vallaratriði skipta höfuðmáli um það
hversu mikil verðmæti hægt er að gera
úr fiski.
Pað hljómar dálítið undarlega, en það
kemur ennþá dálítið flatt upp á marga
hér á landi þegar rætt er unt að ísland sé
fyrst og fremst matvælaframleiðsluland.
Fiskur er að sjálfsögðu matvæli, reyndar
það hráefni sem við eig-
um mest undir í okkar
þjóðarbúskap.
Sama lögmál gildir
um alla matvælafram-
leiðslu, gæði afurðanna
ráðast af því hversu gott
hráefnið er. Náttúruleg-
ir þættir hafa mikil áhrif i matvælaiðn-
aði, í landbúnaði má t.d. nefna sjúk-
dóma, þurrka, flóð, næturfrost og skor-
dýraplágur. Hvað sjávarfang varðar hafa
þættir eins og hitastig sjávar og fæðu-
framboð áhrif á stærð og ástand fiski-
stofna, en einnig skiptir mannlegi þáttur-
inn miklu, þ.e. hvernig við meðhöndlum
fiskinn.
Aukin samkeppni að undanförnu á
helstu mörkuðum okkar fyrir sjávaraf-
urðir hefur i auknum mæli beint augum
manna að þeim möguleikum sem felast í
vinnslu og útflutningi á ferskum fiski og
sjávarafurðum. Þar skiptir geymsluþol
fisksins miklu máli, kaupendur eru
væntanlega viljugri til að greiða hærra
verð fyrir vöru sem „lifir” í versluninni i
12-15 daga í stað 7-9 daga og þar skiptir
fyrsta meðhöndlun fisksins öllu.
Það er AVS-rannsóknarsjóður í sjávar-
útvegi sem styrkti gerð bæklingsins Mik-
ilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.
Bæklingurinn er ókeypis og til slendur
að dreifa honum til sjómanna um land
allt á næstunni.
10 - Sjómannablaðið Víkingur