Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Qupperneq 13
Stofnfundur Félags sliipstjórnarmanna 24. janúar 2004 Ræður formanna þeirra félaga sem sameinuðust Árni Bjarnason, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga Ágætu félagar. Þá er komið að því sem stefnt hefur verið að um langa hríð. Mikilvægum á- fanga er náð á þeirri braut að efla félags- lega stöðu skipstjórnarmanna á íslandi. Fyrstu hugmyndir um áhuga skip- stjórnarmanna á sameiningu félaga eru áratuga gamlar. í gegn um tíðina hafa síðan ýmsar nefndir eða starfshópar komið að vinnu þar sem verkefnið og markmiðið var hið sama. Þannig má því segja að við séum í dag að uppskera af- rakstur mikillar vinnu þar sem ýmsir mætir menn hafa um árabil lagt hönd á plóginn. Með samruna okkar okkar gömlu grónu landshlutafélaga í eitt öflugt sam- einað félag, tel ég að lagður sé traustur grunnur að því að efla þá þjónustu sem nútímastéttarfélagi ber að inna af hendi. Eg tel rökrétt að með tíð og tíma verði félagið þess megnugt að auka félagsleg réttindi manna á sem flestum sviðutn. Þar hlýtur vægi samtryggingarinnar í fjölmennu og stöndugu félagi að gegna fykilhlutverki og leiða af sér jákvæða þróun, sé eðlilega að málum staðið. Sú staðreynd að svo stór hluti aðildar- félaga FFSÍ skuli nú sameinast undir merkjum eins stéttarfélags skipstjórnar- manna með jafn afgerandi hætti og nið- urstöður úr atkvæðagreiðslum félaganna leiddu í ljós, segir mér að þeir skip- stjórnamenn sem hlul eiga að máli vilja breytingar, þeir vilja stuðla að því að efla sín samtök laga þau að breytlum aðstæð- um í sjávarútveginum og raunar í öllu þjóðfélaginu. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem stuðlað hafa að framgangi þessarar sam- einingar, ýmist með ómældum áhuga og vinnu, ellegar með því að taka þátt í at- kvæðagreiðslu varðandi sameininguna. Ég ætla að ljúka þessum orðum með því að þakka þá traustsyfirlýsingu sem í raun og veru felst í niðurstöðum úr at- kvæðagreiðslum félaganna, til okkar sem unnið hafa að framgangi þessa máls. Ég vil leyfa mér að fullyrða að tíminn muni leiða í ljós að með tilkomu þessa nýja afls hafi verið stigið framfaraspor fyrir is- lenska skipstjórnarmenn. Eiríkur Jónsson, formaður Félags íslenskra skipstjórnar- manna Ég minnist þess að þann 12. ágúst árið 2000 þegar við stofnuðum FSK með sameiningu SKSI, Kára og Hafþórs í Gafl- inum í Hafnarfirði þá hafði ég á orði að ég vonaðist til þess að það yrði gott félag og var reyndar sannfærður um að svo yrði. Þessi ósk hefur ræst að mínum dómi og tel ég að félagið hafi verið gott og starfssamt. Ég er viss um að félagarnir eru sam- mála mér að þessu leyti því ef marka má fundarsókn á iélagsfundina sem haldnir hafa verið á milli jóla og nýárs þá hefur fundarsókn verið með ólíkindum góð þannig að ég tel að við höfum haft eitt- hvað fram að færa. Félagið hefur haldið úti góðri heimasíðu og öflugri skrifstofu þar sem mikið hefur verið unnið í að verja kjör félagsmanna og aðstoða á allan hátt. Stjórnarfundir reglulega haldnir a.m.k. annan hvern mánuð slundum oft- ar auk þess sem stjórnin hefur átt fundi með ráðherrum samgöngu-, fjár- og dómsmála varðandi málefni kaupskipa og LHG. Stjórnarmenn hafa verið i góðu tölvupóslsambandi við skrifstofuna og rnörg mál verið leyst gegn um tölvu- skeyti og þar af leiðandi hafa stjórnar- menn verið í mjög góðu sambandi milli stjórnarfunda og alltaf upplýstir um það sem efst er á baugi hverju sinni. í þvi sambandi má geta þess að ekki er lengur vandamál þó stjórnarmenn séu úti í sjó því þangað hefur tölvutæknin teygt arma sína og nú er hægt að vera í tölvupóst- sambandi eins og maður væri í landi. Félagið hefur lagt í miklar frarn- kvæmdir í viðhaldi og endurbótum á sumarhúsunum á Laugarvatni og Hraun- borgunr og er það von nrín að haldið verði áfram uppbyggingu á því svæði. Mín framtíðarsýn fyrir okkar nýja félag er sú að við nrunum reka enn öflugri skrifstolu með þeirn starfskröftunr senr hafa þjónað félögununr senr nú sanrein- ast um langt skeið og hafa í störfum sín- um öðlast sérþekkingu á öllu er lýtur að kjörum og starfsumhverfi okkar en það er mikilvægt að hafa gott starfsfólk senr getur leyst úr þeim nrálum sem upp koma af þekkingu og öryggi og ég efast ekki eina nrínútu um að svo verður. Stofnun félagsins eru merk tímamót því nú í fyrsta sinn eru allar starfsgreinar skipstjórnarmanna saman í einu félagi þ.e. fiskimenn, farnrenn, yfirmenn Land- helgisgæslu og Hafrannsóknastofnunar og yfirnrenn á sanddæluskipunr og hvala- skoðunarbátunr auk þess senr FSK á samning fyrir hafnsögumenn og starfar nú þegar einn hafnsögumaður eftir þeim sanrningi en allmargir hafa lýst áhuga á að koma til félagsins á þeinr forsendunr. Okkar hlutverk er að sinna þeinr málunr enn frekar því framundan eru mikil verk- efni á því sviði nreð auknum flutningunr lil og frá landinu og það er okkar að vera r forystu um að fá starf hafnsögumanna viðurkennt senr alvöru fag og stuðla að þvi að menntun þeirra verði sett á náms- skrá sjónrannaskólans og starf þeirra við- urkennt. Að mínu nrati er það úrelt hugsun að nóg sé að nrenn séu stað- kunnugir og geti skrönglast upp leiðara í þokkalegunr veðrunr eða jafnvel sagl til úr landi unr stjórnun skipa. Þess er skemmst að minnast að fyrir nokkrunr dögum endaði skip upp í fjöru lóðslaust í Grundartangahöfn, en það er í annað sinn sem það gerist á örfáum árunr og r bæði skiptin lóðslaust og í áætlunarsigl- ingum. Mér er það í fersku nrinni þegar Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.