Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Side 16
að að ganga í félagið, ef ekkert skip-
stjóra- og stýrimannafélag starfaði í
heimabyggð þeirra. Afleiðingin varð sú
að rnargir skipstjórar og stýrimenn af
Austfjörðum, af Snæfellsnesi og frá Þor-
lákshöfn gengu í Ölduna á næstu áratug-
unt. Austfirðingar að skipstjórnarmönn-
um á Höfn í Hornafirði undanskildum
hurfu síðar úr félaginu og stofnuðu eigið
Ibyrjun febrúar 1918 gerði norðan stór-
viðri með mikilli snjókomu og frosti.
Er veðri þessu slotaði hafði landsins
forni fjandi lagst að öllu Norðurlandi.
hessar voru aðstæður á Akureyri 13.
febrúar þegar 18 skipstjórar og stýri-
menn komu saman i fundahúsi bæjarins,
sem í daglegu tali var nefnt Gúttó og
stofnuðu Skipstjórafélag Norðlendinga.
Félagsstofnunin mun hafa átt nokkurn
aðdraganda því oft mun málið hafa borið
á góma áður. Þá voru ekki kjaramál, ör-
yggismál né nein önnur hagsmunamál
félag. I’egar 100 ár voru liðin frá stofnun
Öldunnar kom saga félagsins út á bók
sem Lýður Björnsson skrifaði. Þetta ör-
stutta ágrip af sögu félagsins er byggt á
þeirri bók.
Formaður Skipstjóra- og stýrimannafé-
lags Öldunnar við sameininguna er Guð-
laugur Jónsson.
sjómannastéttarinnar í föstum farvegi og
flest þau mál sem hreyft var til að fá til
betri vegar talin óþarfi og því lítt eða
ekki sinnt.
Einn aðalhvatamaðurinn að stofnun fé-
lagsins mun hafa verið Stefán Jónasson
skipstjóri og var hann kosinn fyrsti for-
maður félagsins. í fyrstu fundargerð fé-
lagsins voru færð inn þau lög sem sam-
þykkt voru fyrir það. 2. grein þessara
laga hefur staðið nær óbreytt allar götur
síðan og er hún þannig:
Tilgangur félagsins er efla hag og
vernda réttindi skipstjóra og stýrimanna,
svo sem með því að:
a) Stuðla að því að meðlimir fái viðun-
andi kaup fyrir vinnu sína og sjá um
að ekki sé gengið á rétt þeirra.
b) Stuðla að umbótum og auknum vitum
og sjómerkjum við strendur landsins
og hverskonar slysavörnum.
c) Með því að hafa slysatryggingasjóð
fyrir meðlimi sína og styrkja þá þegar
slys ber að höndum eða veikindi,
samkvæmt reglugerð sjóðsins.
Strax á fyrstu fundum félagsins hófust
umræður um launakjör skipstjóra og
stýrimanna. En framan af mun sá háttur
hafa verið hafður á, að útgerðarmenn
auglýstu þann taxta er þeir hugðust
greiða þessum mönnum. Eftir stofnun fé-
lagsins fór það fljótlega að blanda sér í
kjaramálin og vinna að því að fá samn-
inga við útgerðarmenn og tókst þetta
fljótlega.
Ýmis framfaramál
Ýmisleg framfaramál voru rædd á
fundum félagsins strax fyrstu árin. Má
þar nefna að fljótt var vakin athygli á
þörf fyrir skipakví á Akureyri. Einnig á
þörf fyrir þokulúður eða hljóðbauju við
innsiglinguna til Siglufjarðar. Hins vegar
voru deildar meiningar um hvort
þokulúðurinn ætti að vera austan eða
vestan við fjarðarmynnið. Félagið hafði
forgöngu um að á Akureyri væri maður
sem leiðrétti áttavita. Tók einn féfags-
manna að sér að læra þetta og hafði þann
starfa um áratugi. Skipaskoðun og léleg
frammistaða í henni var mikið rædd og
taldi félagið fráleitt að útgerðarmaður
sinnti starfi skoðunarmanns.
Réttindamál skipstjórnarmanna og
undanþágur voru snemma á dagskrá í fé-
laginu og 1935 voru miklar umræður um
málið vegna kröfu smáskipaprófsmanna
að fá aukin réttindi með lítt auknum lær-
dómi. Deilt var hart um málið.
Um 1970 var starfsemi félagsins í
nokkurri lægð og höfðu menn áhyggjur
af framtíð þess. Kom þá fram hugmynd
um að ná samstarfi við skipstjóra og
stýrimenn á Siglufirði. Fór svo að félagið
á Siglufirði var lagt niður og gengu fé-
lagsmenn í Skipstjórafélag Norðlendinga.
Það var svo árið 1972 að félagið opnaði
skrifstofu á Akureyri til að sjá um ýmsa
fyrirgreiðslu og upplýsingamiðlun lil fé-
lagsmanna, sem og innheimtu fyrir félag-
ið og sjóði þess. Reyndist þetta mikið
happaspor.
Þessar upplýsingar eru úr ágripi af
sögu félagsins semjónas Þorsteinsson
tók saman á sínum tíma.
Formaður Skipstjóra- og stýrimannafé-
lags Norðlendinga við sameininguna er
Árni Bjarnason forseti FFSÍ.
Ryðfríir
stálbarkar
Barkasuða Guðmundar ehf.
Vesturvör 27 • 200 Kópavogur
Sími: 564 3338 • Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 • 898 2773
fyrir
Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir
Viðgerðir og smíði á þenslumúffum
Kt. 621297 2529
Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga
Stofnað í skugsa
hafíss og styrjcmar
16 - Sjómannablaðið Víkingur