Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 8
LANDHELGISC Landhelgisgœslan á ejtir að njóta góðs af Arun-bátunum við veigaminna eftirlit með smcerri skipum, skútum og slikum, sem koma siglandi til ís- lands. helgisgæslan sá hins vegar um hafsvæðin fjær. Nú virkar kerfið þannig að Neyðarlín- an sér um daglegan rekstur Vaktstöðvar- innar en þegar slys ber að höndum fer Landhelgisgæslan með faglega stjómun i leit og björgun.” Hvað með átakið Lokum hringnum, verður það kynnt? ,Jú, það verður kynnt, enda er þetta stærsti liðurinn í að efla sjóbjörgunar- þáttinn í starfi okkar, en á hann höfum við lagt mikla áherslu undanfarin ár. Til að gera kynninguna enn meira spenn- andi og lifandi langar okkur til að koma einum björgunarbátanna fyrir á sýningar- svæðinu og bjóða gestum um borð. Hvort okkur tekst þetta á eftir að koma í Ijós. Annars hefur verkefnið gengið mjög vel og notið mikils stuðnings meðal al- mennings og stjórnvalda. Við erum þegar búnir að panta bátana þrjá sem vantar upp á til að við getum lokað hringnum en þeir eiga að vera á Vopnafirði, Siglu- firði og Patreksfirði. Þetta eru gríðarlega öflugir 50 tonna bátar, sérstaklega hannaðir og smíðaðir sem björgunarskip. Þeir eru 1.100 hest- öfl, ná 18 hnúta hraða, sextán og hálfur metri á lengd með sex manna áhöfn. Þeir geta farið 230 sjómílur án þess að taka aukaolíu og hafa þann gríðarlega góða eiginleika að ef þeir fara á hvolf rétta þeir sig við sjálfir. Raunar er það þannig að fyrsta verk áhafnar sem tekur við nýjum báti er að fara um borð og láta þar fyrir- berast á meðan honum er hvolft. “ Eru þessir bátar alfarið á vegum Slysa- vamafélagsins Landsbjargar? ,Já. Þeir eru okkar eign og við sjáum um þá. Búið er að stofna, í samvinnu við heimamenn á hverjum stað, rekstrarfélag um hvern bátanna fjórtán. Áhafnirnar eru skipaðar sjálfboðaliðum nema hvað vélstjórarnir eru í hlutastarfi við reglu- bundið og fyrirbyggjandi viðhald. Það mun hjálpa okkur við rekstur bát- anna, og seinna meir við að endurnýja þá og jafnvel að fjölga þeim, að í vor gerð- um við þríhliða samning við Landhelgis- gæsluna og dómsmálaráðherra um að Gæslan fengi að nota bátana til eftirlits sem henni er gert að sinna gagnvart er- lendum skipum, skemmtibátum og minni fleyjum, er hingað koma. Hún hef- ur stundum neyðst til að nota varðskip til þessa eftirlits sem er dýrt og þar af leiðandi óhagkvæmt.” Hvaðan koma þessir björgunarbátar? „Þetta eru breskir Arun-bátar sem við fáum frá systursamtökum okkar á Bret- landseyjum á mjög góðu verði sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta. Við fengum þann fyrsta í nóvember 1998 en það var Oddur V. Gíslason sem hefur verið í Grindavík. Hér er þó rétt að staldra örlítið við því að bátarnir 14 eru ekki allir af Arun- gerð. í Sandgerði er stærri bátur, sem helgast af þvi að þar eru sérlega erfið veðurskilyrði, og í Vestmannaeyjum er annar minni en þessa báta báða fengum við frá þýsku sjóbjörgunarsamtökunum. Fyrstu bátunum sigldum við heim en hinir hafa verið fluttir með Samskipum sem taka ekki krónu fyrir flutninginn og hafa auk þess styrkt átakið myndarlega með beinu fjárframlagi. Fyrir þetta erum við afskaplega þakk- látir.” ffSKflægrilaTáriM ^nnsðknitfsvn'aT; ■MRneöaíitogarp glussav.indál qs issQsíSDgiítosQsEjaŒp c F_BAMTIÐIN-ER!R!SBBBlaWl-. , NflöSt'tMÍM Sjáumst á Sjávarútvegssýningunni Verið velkomin á BÁS P69 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.