Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 12
Gert að á þilfari. Næst á myndinni, aftan við borðið, eru þeir Sigurður Friðriksson og Brynjar Sigfússon (með einhverskonar loðhúfu á höfðinu) að blóðga fiskinn og rista á kviðinn. Framan við borðið eru Óli Sœmundsson (til vinstri) og Konráð Jóhannsson og slíta innan úr og skila lifrinafrá. Við hitt borðið má þekkja Harald Jónsson, húfulausan i sjóstakk, og Trausta Berg- land lengst til hægri. hendinni en með hinni veifaði hann drykkjarkönnu. Hreyfingarnar voru hæg- ar og ómarkvissar og báru greinileg merki um þá óumræðilegu hamingju sem fylgir því þegar alkóhólið yfirtekur bæði sál og líkama, augun flutu i sælu- vímunni. „Þetta er orðið fínt,” sagði hann kok- mæltur af afslöppun og vellíðan. „Helviti gott bara.” Þessu til sannindamerkis bar hann könnuna að vörum sér og saup á og dæsti svo af ánægju. Það var eins og spilamennirnir hefðu Það var gert að á tveimur borðum. orðið fyrir skotárás. Eftir augnablik ruddust þeir allir fjórir fram á ganginn vopnaðir drykkjarkönnum. Á eftir þeim hljóp nálablókin og fór mikinn. Á borð- inu i messanum lágu spilin í óreglulegri hrúgu og ofan á þeim velkt og lúið danskt myndablað. í stakkageymslunni var hins vegar mikið um að vera. Hver eftir annan sökktu menn könnunum ofan í kútinn og drukku mjöðinn. Það kom þá í ljós að hér hafði Þingeyingur- inn haft lög að mæla. Sýran í stakka- geymslunni, sem ætluð var til að svala þorsta hásetanna og var reyndar vin- sælust fyrstu dagana í túrnum meðan menn voru að jafna sig eftir inniveruna, hún var nú orðin að rótáfengu öli, sterkara en Lövenbrá. „Híf opp æpti karlinn, inn með trollið, inn. Hann er að gera haugasjó, inn með trollið inn.” Þessi texti Jónasar Árnasonar var ein- hvern veginn svo einstaklega viðeigandi undir þessum kringumstæðum. Okkur datt ekkert annað í hug til að syngja. I minningunni finnst mér að veðrið hafi stöðugt haldið áfram að versna þegar leið á kvöldið. Það var kominn haugasjór, að minnsta kosti gekk okkur illa að fóta okkur í stakkageymslunni. Gólfið var líka blautt og hált. Bátsmaðurinn stakk upp á því að við færðum okkur í betra pláss. „Við skulum koma niður í klefa til mín,” sagði hann. „Maður veit ekki nema yfirmennirnir fari að rífa einhvern kjaft yfir þessu.” Þetta var skynsamlega mælt og tillagan var samþykkt án mótatkvæða. Bátsmað- urinn og bróðirinn brosmildi tóku kút- inn á milli sín. Kúturinn sem svo var kallaður var reyndar bara venjulegur mjólkurbrúsi úr áli, með handarhöldum á hliðunum þar sem þeir félagar gripu um og svo drösluðu þeir þessum dýr- mæta gleðigjafa fram ganginn og niður stigann sem lá að vistarverum yfirmann- anna. Þeir hlógu með miklum sköllum og fannst þetta óumræðilega fyndið og skemmtilegt. Hinir fylgdust með og réttu hjálparhönd þegar með þurfti. Nálablókin var þar fremst í flokki, skyndilega orðin gjaldgeng í hópnum og fann til sín. Hér hafði þessi uppgjafa- námsmaður, sem svo illa passaði inn í umhverfið, loksins fengið tækifæri til að sýna hvað í honum bjó. Mér er ennþá fullkomlega óskiljanlegt hvernig við komumst allir inn í klefa bátsmannsins. Þetta var ekki meira en fletið hans og svo örmjó renna fram með veggnum þar sem hægt var að koma fót- unum niður þegar stigið var fram úr koj- unni. En fullir kunna flest ráð, segir gamal íslenskt spakmæli. Og þarna sát- um við þessir sex og fór vel um okkur. Bátsmaðurinn var yfirmaður okkar og 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.