Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 13
hann naut nokkurrar virðingar í sam- ræmi við það. Hrokkinhærði hásetinn hafði verið á togurum frá fjórtán ára aldri, langsjóaður á þessu veiðarfæri, hann var líka pokamaður vaktarinnar. Hann var vegna reynslu sinnar og emb- ættis jafn bátsmanni að virðingu. Aðrir voru skör neðar. Þessi stéttaskipting kom vel í ljós í samtölum í messanum og þeg- ar fyrirskipanir voru gefnar á dekkinu. En hvort sem það var vegna þrengslanna í bátsmannsklefanum eða af einhverjum öðrum orsökum þá virtist nú ríkja æ meiri jöfnuður innan hópsins. „Híf opp æpti karlinn ...” Kúturinn með miðinum dýra stóð á gólfinu á milli okkar og við sátum með könnurnar og dýfðum þeim ofan í vökvann og drógum þær upp aftur fullar af sæluvímu. Umræðurnar urðu æ inni- legri og persónulegri. Þingeyingurinn fór með vísu sem hann hafði ort um það hvernig það væri að vera bæði listamaður og skáld en fá ekki að njóta sín. Við hinir vorum snortnir. Þetta var hringhenda, rétt gerð en svolítið samanbarin. Þingey- ingurinn átti senuna um stund. Nála- blókin orti vísu á staðnum í tilefni stundarinnar. Þetta var nokkuð vel gerð ferskeytla, ort upp á eyfirsku með ófyrir- sjáanlega og fyndna lokalínu sem vakti mikinn hlátur í hópnurn. Nálablókin var komin í álit. „Skál, skáld,” sagði bátsmaðurinn þvoglumæltur og þeir slógu saman drykkjarkönnunum og jafnvel hrokkin- hærði pokamaðurinn tók undir. „Skál fyrir þér, rítalínætan þín,” sagði hann grínaktugur og vísaði til nýafstað- innar Þýskalandssiglingar þar sem sumir höfðu ruglað saman sjóveikispillum og spítti. Nálablókin lét sér vel líka, upp með sér af því að vera „einn af oss” og skálaði á báða bóga. „Híf opp æpti karlinn ...” Það hafði ekki farið fram hjá öðrum skipverjum að bátsmannsvaktin var í ó- venjulegu hátíðaskapi. Brátt urðum við varir við það að eins og eins dauði er annars brauð getur eins gleði verið ann- ars óánægja. Skyndilega var bankað á hurðina. Einn af þeim sem næst sat bankaði á móti, nákvæmlega jafnmörg h°gg og með sama hraða og sá sem fyrr barði, dyrnar voru læstar og lykillinn stóð í skránni að innanverðu. Þeim sem fyrir utan stóð þótti sér greinilega mis- boðið því að nú var slegið fast í hurðina °g við heyrðum rödd fyrsta stýrimanns sem skipaði okkur að opna þegar i stað. hað var liðið á kvöld og nú var hann kominn í brúna og orðinn æðsta ráð um borð en skipstjóri farinn að hvílast. Einn úr hópnum skipaði á móti fyrsta stýri- n'anni að grjóthalda kjafti og druslast UPP í brú þar sem hann ætti að vera. Það varð stutt þögn, svo heyrðist í yfirmanni °kkar. „Opnið eins og skot eða ég brýt hurð- ina.” Við heyrðum við að hann bað um að sér yrði færð öxi. Hann var auðheyrilega mjög reiður. Talsmaður okkar svaraði honuin á þá lund að hér væru saman- komnir sex fílefldir menn og hann myndi engu fyrr týna en lífinu ef hann kæmi nálægt okkur. Við vorum líka reið- ir. Andskotans ósvífni að geta aldrei séð mann í friði. Stýrimaðurinn var ekki vin- sæll um borð og stundum hafði ég orðið vitni að því að hásetar sem voru að skemmta sér höfðu þeir gert tilraunir til að taka hann af lífi en mistekist „bibend- um causa” eða þannig. Ég hafði einu sinni séð hrokkinhærða pokamanninn henda honum gegnum millivegg í vistar- verum yfirmannanna en stýrimaður lifði það þó af sem betur fór þvert gegn yfir- iýstum áformum mótstöðumanns hans. Eftir þessa yfirlýsingu talsmanns okkar heyrðum við ekki nieira í stýrimanni. Um stund ríkti skilyrðislaus gleði í báts- mannsklefanum, vísur, trúnaðarsamtöl, söngur. „Híf opp æpti karlinn ...” En nú gerðist það að bátsmanninum varð mál að létta á sér. Hann fór þó að öllu með gát og ætlaði svo sannarlega ekki að skemma stemninguna. Eftir að hafa hlustað vel og komist að því að eng- inn væri á ganginum frarnan við dyrnar sneri hann lyklinum, smeygði sér fram og læsti dyrunum að utan til að stýri- mannsafstyrmið skyldi nú ekki kornast inn til að spilla jólagleðinni, stakk svo lyklinum í vasann. Að því búnu fór hann upp á salernið og kastaði af sér vatni, sneri svo aftur í glauminn. Þegar hann kom niður stigann stóð skipstjórinn sjálfur framan við dyrnar á klefanum og var óárennilegur að sjá. Hann hafði greinilega látið í sér heyra því að nú höfðu söngmennirnir sem sátu læstir inni í bátsmannsklefanum breytt um texta, sungu dónalega vísu um skipstjór- ann og konu hans, lagið var það sama og áður og viðlagið eins, „Híf opp æpti karl- inn ...” Skipstjórinn sneri sér að báts- manninum og heimtaði lykilinn. Báts- maður harðneitaði að hafa nokkurn and- skotans lykil en skipstjóri trúði því mátulega og réðist þegar í stað á báts- mann og hnoðaði honum í gólfið og upp að vegg, tókst með harðfylgi að komast ofan í vasa hans og fann þar lykilinn sem hann stakk þegar í stað í skrána og svo opnaði hann þetta hús gleðinnar þar sem hásetar hans sátu í upphöfnu ástandi utan urn álbrúsann. Aldrei verð ég svo garnall og ruglaður að ég gleymi þeirri sjón þegar skipstjór- inn stökk inn í bátsmannsklefann. Þessi annars hægláti maður var ótrúlega við- bragðssnöggur og fylginn sér þegar á reyndi. Á örfáurn sekúndubrotum tókst honurn að ryðjast inn í hópinn og grípa um annað handarhaldið á álbrúsanum, sveifla honurn á loft, slá hinni hendinni Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.