Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 16
Slysavarnaskóli sjómanna á tímamótum Fyrir tuttugu árum voru slys um það bil fjórum sinnum algengari um borð í íslenskum skipum en norskum og líkurn- ar á því að togarasjómenn yrðu fyrir óhöppum 8,6% á meðan slysahætta annarra starfsstétta á íslandi var rnetin 1,3%. Hörmu- leg sjóslys, sem urðu á árunum 1983 - '84 og kostuðu 16 sjó- menn lífið, undirstrikuðu töl- fræðina og drógu enn frekar at- hygli almennings að þeirri miklu hættu sem var því sam- fara að vera sjómaður. Öll þjóð- in var sammála um að þetta væri gjörsamlega óþolandi á- stand en til hvaða ráða átti að grípa? Forsvarsmenn slysavarnamála á íslandi vissu svarið og höfðu vitað það lengi: í>að verður að stofna sérstakan skóla fyrir sjó- menn þar sem þeir læra að gæta öryggis síns á hafinu. En hvað gerðist? Víkingur heilsaði upp á Hilmar Snorrason til að fá svar við þeirri spurningu. Skólinn stofnaður „Árið 1984 má segja að hafi orðið gríð- arleg vakning í þessum efnum. Skipuð var þingnefnd sem átti að fara ofan í kjölinn á öryggismálum sjómanna, um haustið var haldin ráðstefna um sama efni og varð ein afleiðing hennar sú að 1. desember réðst Þorvaldur Axelsson, „Slysavarnaskóli sjómanna skal halda námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn um öryggis- og björgunarmál á helstu útgerðarstöð- um landsins og annast öryggis- og slysavarnafrœðslu fyrir nemendur í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi. Aðalkennslugreinar skólans eru: Frœðsla um öryggismál, slysavarnir, björgunaraðferðir, skyndihjálp, flutn- ingur sjúkra og slasaðra, meðferð björgunarbúnaðar, slökkvibúnaðar og reykköfunartœkja. “ Lög um Slysavarnaskóla sjómanna frá 19. mars. 1991, 2. grein. rnóta hugmyndir um tilhögun fræðslu- starfs fyrir sjómenn. Þannig var aðdragandinn í hnotskurn að stofnun Slysavarnaskóla sjómanna. Það var síðan á vormánuðum 1985 sem blásið var til sóknar, skólinn settur á laggirnar og Þor- valdur Axelsson ráðinn skóla- stjóri. Menn greinir að vísu svo- lítið á um hvar og hvenær fyrsta námskeið Slysavarnaskóla sjó- manna var haldið. Skólinn á því engan tiltekinn afmælisdag en stofnárið er óvéfengjanlegt og því fögnum við i ár tvítugsafmæli skólans." skipherra hjá Landhelgisgæslunni, til starfa hjá Slysavarnafélagi íslands og var honum falið að koma öryggisfræðslu sjó- manna i viðunandi horf. Litlu síðar var haldinn mikill fundur í húsi Slysavarna- félagsins á Grandagarði með fulltrúum allra þeirra stofnana og félagasamtaka sem tengdust málinu og í mars 1985 setti þáverandi samgöngumálaráðherra, Matthías Bjarnason, á laggirnar fjögurra manna nefnd er átti rneðal annars að E Idvarnarœfing Þór verður Sæbjörg „Þorvaldur fór utan til Noregs að kynna sér slysavarnaskóla þar í landi. Slökkviliðsmennirnir, Höskuldur Einarsson og Þórir Gunnarsson, fóru líka til útlanda að læra um eldvarnaskóla en Landssamband slökkviliðsmanna sýndi þessu máli mikinn áhuga allt frá byrjun og þegar skólinn tólc til starfa mynduðu þessi þrír, Þorvaldur, Höskuldur og Þórir, kjarnann í starfsliði skólans. Fleiri komu þó að kennslunni. Til dæmis sá Erna B. Antonsdóttir um skyndihjálparnámskeiðin, en hún var starfsmaður Slysavarnafélagsins, og Krist- ín Einarsdóttir, síðar þingmaður, kenndi um ofkælingu og viðbrögð við henni. Landhelgisgæslan lét líka fljótlega til sín taka með fræðslu um þyrlur og notkun þeirra við björgunarstörf. Fljótlega eftir að námskeiðin byrjuðu varð vakning meðal sjómanna. Þeir sáu að þetta var þörf fræðsla og það styrkti þá í trúnni að þegar frá leið tóku að spyrjast út sannar sögur um það hvernig lærdómurinn í Slysavarnaskólanum hafði hjálpað mönnum í erfiðum aðstæðum og jafnvel bjargað þeim úr lífsháska. Það sem gerði þó kannski útslagið var starf björgunarsveitamanna og slysa- varnakvenna út um allt land. Þetta fólk var tengiliður skólans við sjómennina á hverjum stað og það var óþreytandi að fara um borð í skipin og hvetja háa sem lága til að sækja námskeiðin sem voru haldin vítt og breitl um landið. Fyrsta árið urðu þau 15 og fór þriðjungur þeirra fram utan Reykjavíkur. Árið eftir fjölgaði þeim í 35 en af þeim voru 19 haldin í Reykjavík en 16 vítt og breitt um landið. Þátttakendur urðu alls 795 en þeir voru 365 árið á undan. En það var ekki auðvelt fyrir starfs- menn skólans að ferðast á milli staða 16 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.