Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 19
ræðis breyting að fara af gamla Þór, sem var 628 tonn, yfir á Akraborgina, sem er 1.774 tonn. Vissulega er þetta mikið rými en sannleikurinn er sá að það hef- ur nýst virkilega vel. í skipinu voru þrír salir, tveir á bátaþilfari og einn undir bílaþilfarinu en þeim sal erum við nýlega búnir að breyta í tvær kennslustofur. Annar hinna tveggja er þriðja kennslu- stofan en í hinum salnum er kaffiaðstaða fyrir nemendur og kennara. Bílaþilfarið er gjörnýtt sem æfinga- svæði en þar er meðal annars líkan af innviðum skips sem nýtt er til reykköf- unaræfinga. Þarna er líka að finna aðstöðu fyrir nemendur til að skipta um föt en í gömlu Sæbjörginni var ekkert slíkt og menn bjástruðu við það á göngum hálf- naktir og allsnaktir að skipta um föt. Þar voru ekki heldur neinar geymslur fyrir búnað skólans.“ Skóli á nýrri öld „Slysavarnaskóli sjómanna, sem vel að merkja er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er alfarið unr borð í Sæ- björgu. Þetta er framhaldsskóli og ég kalla mig skólameistara enda er ég með kennararéttindi fyrir framhaldsskóla. Kennarar við skólann eru fimm, á skrif- stofunni er ein kona og ennfremur erum við með einn verkefnisstjóra sem vinnur meðal annars að öryggisstjórnunarkerf- um fyrir fiskiskip og verkefnum tengd- um áætlun í öryggismálum sjómanna. Við erum því alls sjö sem vinnutn um borð í Sæbjörginni þar sem við erum með okkar eigin skrifstofur og annað sem þarf til skólahalds. Við höfum það reyndar umfram kenn- ara í landi að í skipinu erum við einnig með svefnaðstöðu, klefa og fínar kojur. Við erum nefnilega ekki aðeins ráðin sem skólafólk heldur einnig sem sjó- menn og erum öll með stöðuheiti þegar Sæbjörgin leysir landfestar. Ég er skip- stjórinn um borð, aðstoðarskólameistar- inn er bátsmaður, þrír kennarar eru í stöðum yfirstýrimanns, yfirvélstjóra og 2. vélstjóra, og skrifstofukonan okkar og verkefnisstjórinn eru hásetar. Okkur vantar því bara kokkinn þegar við sigl- um. Þetta er sannarlega mikil breyting frá því sem var þegar skólinn var stofnaður og Þorvaldur forveri minn þurfti að hlaða öllu sínu hafurtaski á bíl þegar átti að halda námskeið utan Reykjavíkur. Reyndar hefur allur skólinn tekið gífur- legum stakkaskiptum síðan þá og er raunar alltaf í þróun sem er eðlilegt og nauðsynlegt. í þessu sambandi langar mig til að nefna að stóru tímamótin á þessu ári eru ekki aðeins tvítugsafmælið heldur einnig að Slysavarnaskólinn fékk gæðavottun samkvæmt alþjóðlegum staðli, ISO 9001/2000, fyrstur íslenskar skóla. Fjöl- tækniskóli íslands kom í kjölfarið en þessir tveir skólar eru þeir einu á íslandi sem hafa hlotið slíka vottun. Það er hins vegar fyllilega tímabært að til dæmis Verkmenntaskólinn á Akureyri hyggi að slíkri vottun fyrir vélstjórnarnám sitt og einnig aðrir skólar er sinna vélstjórnar- námi. Við byrjuðum fyrir fjórum árum að koma þessu gæðakerfi á hjá okkur. Það er reyndar hægur vandi að koma því upp en erfiðara að temja sér að vinna eftir því og laga að þörfurn skólans. Því kerfið á ekki að stjórna skólanunr heldur skólinn kerfinu. Kosturinn við hina alþjóðlegu vottun er ótvíræður. Hún er viðurkenn- ing þess að aðferðir okkar við þekk- ingaröflun og kennslu eru áreiðanlegar og traustar. Einnig allt umsýslukerfi okk- ar í kringum námskeiðin og aðföng. Með öðrum orðum, þegar menn sjá að við erum vottaðir samkvæmt ISO 9001/2000 þá vita þeir að við höfum allt okkar á hreinu og byggjunr á viðurkenndum að- ferðum en ekki einhverju húmbúkki. Við miðum allt okkar starf við alþjóða- kröfur STCW sem gerir það að verkum að fiskimenn og farmenn fara í gegn um sama prógramm en í sumum löndum er farið að gera þær kröfur til fiskimanna að þeir hafi skírteini um öryggisfræðslu samkvæmt alþjóðlegum kröfum líkt og gert er til sjómanna á kaupskipum Hér á íslandi hefur það verið þannig síðan 2003 að sjómenn eiga ekki að fá lögskráningu nema þeir hafi lokið nám- skeiði hjá okkur. Þetta eru fimrn daga grunnnámskeið sem veita alþjóðlegt skír- teini og eru menn þá orðnir gjaldgengir á allar tegundir skipa. Á fimm ára fresti ber mönnum svo að endurnýja kunnáttu sína hér hjá okkur eða við sambærilega skóla. Sjómenn hafa verið duglegir að sækja til okkar sem endurspeglast í því að á seinasta ári stóðum við fyrir 92 nám- skeiðum, sem er met, og nemendur voru alls 1.268. Allt hefur þetta orðið vegna velvilja og rnikils stuðnings landsmanna, sérstaklega sjómanna. Stjórnmálamenn hafa sannarlega ekki látið sitt eftir liggja. Þó held ég að ekki sé á neinn hallað þótt Sturla Böðvarsson, núverandi samgöngumála- ráðherra, sé sérstaklega nefndur í þessu sambandi en hann hefur veitt skólanum afar nrikinn stuðning og verið mikill á- hugamaður um að efla öryggismál sjó- manna sem allra nrest og best. Má þar sérstaklega nefna átak sem hann setti á laggirnar og var langtímaáætlun í örygg- ismálum sjómanna senr nú kallast ein- ungis áætlun í öryggistnálum sjómanna. Sú áætlun gerir ráð fyrir árlegum fjár- upphæðum til að hrinda í framkvæmd fræðslu og miðlun þekkingar til sjó- manna um öryggismál svo stenrma megi stigu við slysum á sjó og gera atvinnu- greinina eina hina öruggustu sem hugs- ast getur.“ Sœbjörg á Homafirði. Sjómannablaðið Víkingur - 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.