Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 26
Elliði SI 1. Mynd: Hinrik Andrésson Sigurður Ægisson, Siglufirði HINSTA SJÓFERÐ ELLIÐA Að búa við ysta haf, á mörkum þess sem byggilegt getur talist, hefur í gegnum tíðina krafist mikilla fórna. Þeg- ar fjöll, vindar og haf, leggjast á eitt, verður fátt til bjargar. Þá er maðurinn smár. Þau eru líka mörg heimilin, sem frá öndverðu og allt til okkar daga, hafa misst ástvini sína í veðraham norðursins, litið til himins í angist og spurt um til- gang þeirrar sorgar, er á þurfti að dynja. Já, þau eru mörg, alltof mörg. íslenskur vetur er hvergi sterkari, meiri eða kaldari en einmitt hér. Það að vera togarasjómaður við ís- landsstrendur á fyrrihluta 20. aldar og upp úr henni miðri var ekkert sældarlíf, heldur óþrjótandi barátta við náttúruöfl- in, sem enga vægð eða miskunn sýndu, frekar en áður. Mætti nefna Halaveðrið sem dæmi, í febrúar árið 1925, þar sent fjöldi togara út af Vestfjörðum lenli í hörðum átökum við Ægi konung og dæt- ur hans og hin myrku veðuröfl, og biðu sumir þar lægri hlut. Margar frásagnir eru til af hetjulegri baráttu sjómannanna okkar í álíka aðstæðum, þar sem allt ætl- Hluti áhafnar. Siglfirðingamir eru allir á myndinni nema Steingrímur Njáisson. Mynd: Hannes P. Baidvinsson 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.