Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 28
Birgír Óskarsson, loftskeytamaður. aði undan að láta, og vonin um að kom- ast í land sýndist harla lítil og veik. En oftar en ekki tókst þeim með óbilandi dugnaði og æðruleysi að hafa sigur; þó ekki alltaf fullan. Siglufjörður fór ekki varhluta af þessari miklu sögu. Elliðaslysið, fyrir rúmlega 40 árum, ber m.a. vitni um það. Og eins og Halaveðrið áðurnefnt, gerðist þetta í köldum febrúarmánuði. Hér verður reynt að endursegja þá sögu eftir fréttum í dagblöðum þess tíma, sem og bókum, með þeim fyrirvara, að heimildum ber ekki saman i öllum atrið- um. Einkum eru tímasetningar dálítið á reiki. í þeim tilvikum læt ég frásagnir úr sjóprófunum ráða. Forsagan Forsaga málsins er sú, að eftir síðari heimsstyrjöld þótti mikil nauðsyn á end- urnýjun atvinnuveganna á íslandi. Ríkis- stjórnin sem þá tók við fékk brátt heitið Nýsköpunarstjórnin, eftir helsta við- fangsefni sínu. Eitt af ráðum hennar til lausnar vandans fólst í því að kaupa nýja togara frá Bretlandi, og hljóðaði fyrsta pöntun upp á 30 skip; þetta var árið 1945. Ári síðar var tveimur bætt við, og auk þessa keyptu einstaklingar fjóra aðra, án milligöngu stjórnvalda. Fyrsti „nýsköpunartogarinn”, Ingólfur Arnar- son RE 201, kom til landsins 17. febrúar 1947, og síðan komu hinir einn af öðr- um. Af þessum stóru og nýtískulegu skipum fór það orð, að þau gætu ekki sokkið. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Elliði SI 1 var byggður í skipasmíða- stöð Cochrane & Sons í bænum Selby í Yorkshire á Englandi, skammt frá Hull, árið 1947, og kom til eiganda síns, Bæj- arútgerðar Siglufjarðar, 28. september það ár. Hann var gerður úr stáli, alls 645 brúttólestir og í hann sett 1.000 hestafla Triple Compression gufuvél. Stormur, rok, fárviðri Þessi glæsilegi botnvörpungur lagði í sina hinstu för miðvikudaginn 7. febrúar 1962, kl. 19.00, úr höfn í Siglufirði, og var ferðinni heitið vestur á bóginn, á miðin. Um borð voru 90 tonn af ís og 140 tonn af brennsluolíu. Áhöfnin 28 menn, flestir siglfirskir; ásamt hundinum Bob og dóttur hans, Elly, á fjórða ári. Að morgni laugardagsins 10. febrúar var nánast enginn afli kominn í skipið, enda búið að vera leiðindaveður. Elliði er þá á sunnanverðu Látragrunni eða Breiðafjarðarfláka, á hægri ferð. í bréfi til mín, 10. maí 2003, ritar Trausti Jónsson veðurfræðingur: „Pennan umrædda dag var dœmigert útsynningsillviðri. Mjög hvasst var á sjó, sérstaklega undan suð- vestanverðu landinu, en heldur skárra við Vestfirði. í svona veðrum er oft mun hvass- ara til sjávarins en inni í landi. Gengur þá á með éljahryðjum til sjós og lands og oft- ast er mjög vont sjólag [...] Trúlega hafa verið 9 til 11 vindstig [...], haugasjór með brotum og skyggni takmarkað. ” Um kl. 10.00 var togaranum snúið upp í veðrið; hann var þá 15-25 sjómílur út af Öndverðarnesi. Þannig var lónað til 16.20, þá var ætlunin að snúa undan. En þegar Elliði var hálfnaður í snúningnum og lá flatur í vindinn, reið yfir mikill sjór bakborðsmegin og lagði hann djúpt á stjórnborðssíðuna. Þannig lá hann í um 10 mínútur. Þá tókst loks að snúa honum upp í veðrið aftur og rétti hann sig þá fljótlega. En Kristjáni Rögnvaldssyni skipstjóra fannst togarinn þó ekki haga sér eðlilega og bað mann um að fara niður og athuga hvort sjór hefði komist í fiskilest. Reyndist svo vera, og jókst hann óð- fluga. Kristján skipstjóri lét dæla olíu á milli tanka, í von um að ná að rétta togarann með því við, og á næstu mínút- Patreksfjörður ^q\ Látrabjarg xp BREIÐAFJÖRÐUR * Slysstaður Hellissandur^ Öndverðarnes Stykkishólmur s ' A Sigurður Jónsson, yngsti maðurínn um borð. um hallaðist skipið ýmist á bak- eða stjórnborða. í ljós hafði komið í millitíð- inni, að sjórinn flæddi inn um „ganner- ingu” í afturlestinni, uppi undir dekki stjórnborðsmegin, og var talið útilokað að komast þangað til viðgerða. Hér mætti skjóta því inn, að síðasti túr Elliða, áður en umrædd frásögn gerist, hafði verið sigling til Englands. Á heimleiðinni frá Grimsby var stífur mótvindur, eða „kol- vitlaust veður beint í stefnið”, eins og Jón Rögnvaldsson, 1. matsveinn, orðar það. Er hald manna, að þá hafi eitthvað byrjað að láta undan um miðbik skips- ins. Á nokkrum systurtogara Elliða var búið að setja þykkar járnplötur utan á síðuna, rétt framan við spilið, einmitt þar sem talið er, að Elliði hafi þarna rifnað. En aftur að slysdeginum. Fengu menn nú skipun um að fara í björgunarbelti og hafa alla þrjá gúmbátana tilbúna á einum stað. Þetta voru einn 12-manna RDF-bát- ur í trefjahylki og tveir Eliotbátar í tösk- um og rimlakössum, annar 12-manna og hinn 20-manna. Að auki voru þarna tveir björgunarbátar út tré, en útilokað var að koma þeim við eins og málum var þá háttað. Kristján bað menn sína þó um að losa festingarnar á bátnum stjórnborðs- megin í þeirri von að hann myndi fljóta upp, ef Elliði sykki. Og þegar ljóst varð, að ekki yrði mögulegt að gera við lekann, var ákveðið að senda út neyðarkall í talstöð og loft- skeytatækjum skipsins. Þetta var kl. 17.30. Um kl. 18.15 lagðist Elliði á bakborðs- síðuna og rétti sig ekki eftir það. Júpiter RE 161 kemur til bjargar Laust fyrir kfukkan 19.00 slitnaði ann- ar gúmbáturinn, sem uppblásinn lá þá við skipið, og hvarf út í myrkrið. Urn það og næstu atvik segir í bókinni Þrautgóðir á raunastund, 15. bindi: 28 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.