Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 30
Mátti ekki tæpara standa Um kl. 21.20 var Júpiter beðinn um að koma nær og senda gúmbjörgunarbát yfir í Elliða. í því skyni var ákveðið að freista þess, að skjóta línu frá Elliða yfir í hinn togarann og draga bátinn síðan yfir. Aðstæður til þessa voru allt annað en góðar, 9-11 vindstig, stormur, rok eða ofsaveður, eins og áður er getið, og um 150 metra vegalengd, en Kristján skip- stjóri hitti þó í mark í fyrstu atrennu. Var gúmbátur Júpiters nú blásinn upp i skyndi og festur við línuna. Og það var ekki fyrr en að hann var lagður af stað yfir í Elliða, að loftskeytamaðurinn þar um borð yfirgaf tæki sín og kvaddi, eftir dygga og óttalausa stöðu í hinum erfiðu aðstæðum. Þegar menn sáu að þriðji gúmbáturinn myndi ekki blása sig út að fullu, hvarfl- aði að einhverjum þeirra að synda yfir i Júpiter, enda ljóst, að Elliði héldist ekki á floti nema örfáar mínútur í viðbót. Vel gekk hinsvegar að draga björgunarbátinn BJÖRGUN ÁHAFNARINNAR: •16.20 Elliði fær á sig brot og leggst við það djúpt á stjórnborðs- síðuna. Sjór flæðir einhverra hluta vegna í lestina. •17.30 Elliði sendir út neyðarskeyti; Slysavarnarfélagið biður skip að aðstoða Elliða. •18.15 Elliði leggst á bakborðssíðuna og réttir sig ekki eftir það. •18.53 Tveir gúmbátar slitna frá Elliða, annar með tveimur mönnum. Áhöfnin segist ekki yfirgefa skipið fyrr en allt um þrýtur. •18.55 Bátar tilkynna að þeir séu að leggja upp frá Sandi, Ólafs- vík og Grundarfirði til aðstoðar. •18.58 Korkfleki með tveimur mönnum losnar frá Elliða og hverfur út í sortann. •19.15 Júpiter kallar Elliða, en fær ekki svar. •19.23 Elliði svarar loks: „Erum á floti enn. Skipið á hliðinni og við ljóslausir. Sendum með neyðartækjum.” •19.30 Snæfellsbátar búa sig undir að raða sér upp til leitar að gúmbátnum. •20.15 Mennirnir á korkflekanum nást um borð í Elliða. •20.20 Júpiter sér Elliða í ratsjá; hann er þá í 5 sjómílna fjarlægð. •20.57 Togararnir sjá hvor til annars. •21.05 Vélbáturinn Runólfur spyr, hvort einhver bátanna eigi að halda á slysstað, en Júpiter og Elliði svara neitandi. •21.16 Júpiter spyr, hvort þeir séu að fara frá borði núna (í þriðja gúmbátnum), en fær það svar, að hann sé ónýtur. •21.20 Elliði biður Júpiter um bát. Júpiter kveðst munu reyna að senda hann. •21.27 Elliði biður Júpiter að koma nær. Gúmbátur tilbúinn um borð í Júpiter. •21.45 Júpiter spyr: „Ætlið þið að skjóta línunni yfir núna?” •21.47 Júpiter: „Náðum línunni. Látum ykkur vita þegar þið eig- ið að hala í.” •21.56 Júpiter: „Halið í.” •22.01 Elliði segir 26 menn um borð. Júpiter svarar: „Báturinn tekur ca. 20 menn.” •22.15 Júpiter spyr, hvort hala megi í. •22.20 Skipverjar yfirgefa Elliða; hann sekkur 5 mínútum síðar. •22.36 Júpiter kallar Elliða án árangurs. •22.37 Júpiter tilkynnir: „Gúmmíbáturinn að koma að síðunni hjá okkur.” •23.08 Júpiter tilkynnir: „Búnir að taka alla mennina um borð.” yfir að hinu sökkvandi fleyi og gaf Kristján mönnunum þá skipun um að fara í hann, sem þeir og gerðu. Upphaf- lega hafði verið ráðgert að skipta hópnum, enda gúmbáturinn einungis 20-manna, en vegna hinna tvisýnu að- stæðna var ákveðið að allir færu i hann samtímis. Þegar Kristján skipstjóri yfirgaf togarann síðastur manna, gekk hann á láréttri síðunni. Gúmbátinn bar aftur með Elliða, og virtist um tíma að hann myndi lenda undir skrúfu togarans, en bátsmaður gat með naumindum forðað því. Og þegar draga átti svo bátinn yfir í Júpiter, vildi það óhapp til, að dráttarlínan flæktist í skrúfublaði Elliða, og náðist ekki að losa hana. Urðu skipverjar þá að skera á lín- una og rak bátinn við það hægt frá skips- flakinu. Á sama tíma dældi Júpiter olíu í sjóinn til að lægja öldurnar, og virtist það bera nokkurn árangur. Um 5 mínútum eftir að áhöfnin yfirgaf skipið, hvarf það i djúpið og áttuðu menn sig nú á því, að líklega hefði eng- inn af Elliðamönnum verið til frásagnar, ef linuskot Kristjáns yfir í Júpiter hefði geigað. í Morgunblaðinu, 13. febrúar 1942, segir t.d. orðrétt um þetta atriði: „Blaðið ajlaði sér upplýsinga hjá kunnug- um mönnum um meðferð línubyssa. Var okkur sagt að erfitt væri að miða þessum byssum náhvœmlega, enda geti veðurstaða breytt stefnunni. Oftast erfyrsta skotið not- að til reynslu til þess að kanna hvemig vindurinn ber línuna.” Um kl. 22.40 var gúmbáturinn lagstur upp að síðunni á Júpiter, og kl. 23.08 voru skipverjarnir 26 komnir um borð þangað, flestir nokkuð vel á sig komnir, nema helst þeir tveir, sem lent höfðu á korkflekanum. Mannanna tveggja leitað Eftir þetta hóf Júpiter leit að gúmbátn- um með skipverjunum tveimur. Pá voru alls 16 bátar frá Snæfellsnesi á leið á vett- vang, ásamt varðskipinu Óðni, strand- ferðaskipinu Esju og flutningaskipinu Jökulfelli. Skömmu eftir kl. 02.00 um nóttina, sunnudaginn 11. febrúar, rakst Óðinn á einn gúmbátanna af Elliða, en hann var mannlaus. Þetta var um 8,5 sjómílur norðvestur af Öndverðarnesi. Var leitin nú hert á þeim slóðum, en ekkert meira fannst þar um nóttina. Um morguninn var leitarskipunum raðað upp og haft það stutt á milli, að útilokað var að þau sigldu fram hjá gúmbátnum, ef hann væri á floti. Um kl. 08.30 lögðu TF Rán, flugvél Landhelgis- gæslunnar, og björgunarflugvél frá Kefla- víkurflugvelli, af Neptun-gerð, ásamt 10 manna áhöfn, af stað til leitar. Kl. 11.00 tilkynnti bandaríska vélin, að hún sæi eitthvert brak á sjónum. Óðinn var þar nærstaddur og fann brotinn trébát og 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.