Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Side 40
Bæði Anton og Karl voru kallaðir á fundi með þingmönnum og slysavarnar- mönnum þar sem þyrlumálin voru rædd fram og til baka. „Mér fannst til skammar að þurfa að fara bónarveg að Alþingi þar sem menn gerðu ekki annað en að rífast um þyrl- una,“ rifjar Karl upp. „Á einhverjum þessara funda, sem við Anton vorum boðaðir á, spurði mæt kona - ég ætla ekki að nefna hana á nafn enda hefur hún unnið vel að slysavarnarmálum - hvort helikopter hefði getað komið að gagni við björgun mannanna sem komust upp á Faxasker við Vestmanna- eyjar þegar vélbáturinn Helgi fórst? Þetta var mikill harmleikur. Tveir af tíu mönnum, er voru um borð, komust upp á skerið en hinir týndust strax í haf- ið. Þetta var um miðjan dag. í landi fylgdist fólk skelfingu lostið og hjálpar- vana með tvímenningunum. Annar mannanna sást rölta um en hinn hreyfði sig lítið. Aftakaveður var og fór versn- andi og tókst engum að komast út í sker- ið þeim til bjargar. En þegar veðrið gekk loks niður voru þeir báðir látnir. Eg svaraði konunni að ekki einu sinni fuglar hefðu verið á flugi þennan dag og engin mannleg smíði hefði getað komið þarna að gagni. Þá sagði þessi ágæta kona: Þá þýðir ekkert að hugsa um þetta. En henni var óðara svarað, líklega af Pétri Ottesen, sem var mjög áfram um að við keyptum þyrluna: Er ekki jafnmikil ástæða til að ná í bónda í Þingvallasveit sem er tepptur í snjó og koma honum á spítala með sprunginn botnlanga eins og að bjarga sjómanni? Mér er það einkar minnisstætt að við þessi orð sló þögn á mannskapinn.“ „Blikkdós“ Argaþrasið hélt áfram á Alþingi þar sem andstæðingar Bell-þyrlunnar köll- uðu hana ýmist „rusl“, „blikkdós“ eða „ónýtt tæki“. Það sem stóð þó upp úr voru tvær á- litsgerðir, önnur frá flugráði, undirrituð af Agnari Kofoed Hansen, formanni ráðs- ins, en hin frá Skipaútgerð rikisins, unn- in af Þórarni Björnssyni skipherra. Agnar tíundaði ýmsa galla vélarinnar. Sem björgunarvél skorti hana flughraða og flugþol hennar væri of lítið „ ... jafn- vel þótt fyrir sé komið aukaeldsneytis- geymum.“ Enginn vinduútbúnaður væri í þyrl- unni, sem væri þó öllum björgunarvélum nauðsynlegur, auk þess sem hún væri heldur ekki ákjósanleg fyrir landhelgis- gæsluna en þá ágalla átti Þórarinn eftir að tíunda nákvæmlega. Agnar kvað þó flugráðið alls ekki þeirrar skoðunar að Bellinn væri óalandi og óferjandi, síður en svo. Hann gæti hentað vel til sjúkraflutninga, til leitar að týndu fólki, til póstflutninga og ekki síst ef flytja þyrfti nauðstöddu fólki vistir. Þá mætti heldur ekki gleyma því að Bell-47 væri afbragðs vél til þjálfunar þyrluflug- manna. Flugráð tók því ekki af skarið fyrir al- þingismennina en benti á kosti og galla þyrlunnar. Þórarinn var afdráttarlausari. Vissulega ættu íslendingar að eignast þyrlu en Bell-47 er of lítil til að gagnast okkur, var niðurstaða Þórarins. Dómur hans byggðist á möguleikum þyrlunnar til að verja fiskveiðilögsöguna. Það er vissulega auðvelt að gera staðarákvarðan- ir úr þyrlunni, staðfesti Þórarinn, og varla við því að búast að hún yrði vé- fengd þar sem flugvélin getur staðið kyrr beint yfir sökudólgnum. Vandinn er hins vegar sá að vélin tekur aðeins tvo menn, annar myndi þá mæla en flugmaðurinn verður ávallt að hafa að minnsta kosti aðra hönd á stýrinu. Hann getur því ekki framkvæmt sjálfstæða mælingu en með því að bera sextantinn upp að auganu getur hann staðfest hvort hornið sé rétt. Þegar varðskip grípur skip i landhelgi gera tveir menn staðarákvörðun og bera sig saman. „Skal ég ekki segja um,“ skrifaði Þórar- inn, „hvort tekið yrði gilt í rétti, að einn maður gerði staðarákvörðun." í öðru lagi, benti Þórarinn á, hefur reynslan kennt okkur að ef ekki tekst að koma manni eða mönnum um borð í er- lenda landhelgisbrjóta þá tekst aldrei að innheimta hjá þeim sektarfé. Þetta verð- ur aldrei gert með Bellnum, staðhæfði Þórarinn. Þá þyrfti að útbúa þyrluna með ljós- myndavélum og vopna hana, kannski með litlum bombum eða vélhandbyssu. Á Alþingi var málið komið í hnút. Meirihluti fjárveitinganefndar vildi sam- þykkja tillögu ríkisstjórnar íslands um að ríkið tæki að sér rekstur þyrlunnar. Minnihluti nefndarinnar vildi á hinn bóginn senda Bellinn aftur til Ameríku en panta í hans stað stærri þyrlu sem rík- ið sæi um reksturinn á. Var svo þrefað fram á vor en í apríl 1950 er bókað formálalaust í Alþingistíð- indum: „Forseti tók málið af dagskrá, og var það ekki á dagskrá tekið framar. “ Með öðrum orðum, engin niðurstaða fékkst á Alþingi, eða öllu heldur engin formleg niðurstaða, en í reynd þýddi þetta auðvitað að vélin var tekin í sund- ur, sett í kassa og send aftur mister Bell. „Auðvitað þótti okkur sárt að horfa á eftir Bellnum,11 segir Karl. „Við höfðum flogið henni í sjálfboðaliðsvinnu þegar við vorum í fríi frá hinu venjulega áætl- unarflugi. Við vorum ungir og bjartsýnir og héldum að við gætum bjargað manns- lífum en eftir á að hyggja er ég ekki viss urn að Bellinn hefði komið að góðu gagni. Þyrlan var með tréspaða og mátti ekki fljúga í meira en 15 hnúta vindi en hefði svo sem þolað 25 til 30 hnúta í neyð, um það efast ég ekki. En sjálfsagt hefðum við að lokum ofreynt hana og brotið spaða. Hefðu aftur á móti góðir menn passað upp á að hún færi ekki út fyrir takmörk sín þá hefði þetta verið í lagi. Hinn kaldi dómur sögunnar er þó sá að það var ekki fyrr en Páll Halldórsson réðst til Gæsl- unnar að sá agi komst á sem er nauðsyn- legur til að tryggja öryggi í flugi. Menn verða undir öllum kringumstæðum að fara eftir reglunum, lesa sína tékklista, og fylgja þeim út í æsar. En hin stranga hugsun Páls var Iangt undan árið 1949 og ég verð að segja eins og er að þegar þyrlan var farin út aftur hugsaði ég með mér: Jæja, þá drepur maður sig ekki á þessu.“ VERIÐ VELKOMIN TIL OKKAR í BÁS P-23 l>Q FRYSTIKERFI ehf Viðarhöfði 6 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1444 • Fax:577 1445 Suðurgata 9 • 400 ísafirði • Sími: 456 5711 • Fax: 456 4701 Netfang: frystikerfi@frystikerfi.is • Veffang: www.frystikerfi.is 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.