Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 46
NAUST MARINE býður fullbúin fiskishi Hagstœtt smíðaxerð frá CHING FU SHIPBULD- ING CO. TAIWAN Hagstœð orkunýtni með rafdrifnum xindum Hámarks gceði IS09001 * Á undanförnum mánuðum og árum hefur olíuverð hækkað umtalsvert sem knýr eigendur fiskiskipa, ennfrekar en áður, til að leita allra sparnaðaleiða í rekstrinum. Einn stærsti notandi orku um borð í togskipi eru togvindurnar ásamt öðr- um vindubúnaði og vélbúnaði sem þarf til togveiða. Ching Fu Shipbuilding skipasmíðastöðin er í einkaeigu og best búna skipasmíðastöðin í Taiwan með krana sem lyft geta yfir 200 tonnum. * Sá misskilningur hefur lengi verið út- breiddur að ekki sé hægt að nota raf- magnsvindur um borð í togskipum af minni gerð, jafnvel þótt flestir eða allir togarar sem keyptir voru notaðir eða smíðaðir fyrir íslendinga á fyrstu árum skuttogaraaldar væru með rafdrifnar vindur. Má þar nefna Hólmatind, Hegranes og Barða sem allir voru frek- ar littlir skuttogarar. Einnig voru síðu- togararnir Jón Þorláksson og Hallveigu Fróðadóttur ofl. og allir svo kallaðir „tappatogarar" sem smíðaðir voru í A- Þýskalandi með rafdrifnar togvindur. * Sambyggðar togvindur með ATW stjórnun og snurvoða vindur. Naust Marine í Garðabæ hefur um árabil smíðað og sett niður sjálfvirk rafmagns togvindu- kerfi í íslensk og erlend fisk- veiðiskip og má þar fyrstan nefna togarann Ottó N Þorláks- son sem smíðaður var hjá Stál- vík í Garðabæ á árunum 1981 / 1982. Síðan hefur kerfið sem nefnist ATW verið í stöðugri þróun og er í dag eitt þróaðasta rafmagnsvindu kerfi sem völ er á og hentar jafnvel fyrir stærstu gerðir fiskiskipa og smærri tog- skipa sem veiða með flotvörpu / botnvörpu eða snurvoð. niðursetningu á 22 rafmagnsvindum í skelveiðiskip í eigu Clearwater í Kanada sem er í smíðum hjá Ching Fu skipasmíðastöðinni í Taiwan. * Helstu kostir rafmagnsvindna í fiski- skipum eru minni niðursetningar- kostnaður í nýsmíðum og umtalsverð- ur sparnaður á brennsluolíu við al- menna notkun. Þar er átt við sparnað við keyrslu á togvindum og einnig þegar verið er að nota aðrar vindur um borð t.d. Gilsa og Grandaravindur sem taka til sín orku í þann tíma sem þær eru látnar snúast, en á „stand-by“ tíma taka þær enga orku. * Á síðasta ári hófst samstarf milli Ching Fu skipasmíðastöðvarinnar í Taiwan og Naust Marine sem hefur annast kynn- ingu á stöðinni á meðal íslenskra út- gerða. Ching Fu Shipbuilding hefur getið sér gott orð á alþjóðlegum mark- aði fyrir smíði á margskonar gerðum af skipum fyrir aðila frá m.a. Nor- egi, Hollandi, Kóreu.Japan og nú síðast fyrir smíði á 75 metra skelveiðiskipi í eigu Clearwater Seafoods í Kanada. í samstarfi við Ching Fu Shipbuilding hefur Naust Mar- ine boðið togskip á mjög hag- stæðu verði þar sem leitast við að ná fram sem mestri hag- kvæmni í rekstri, m.a. með notkun á rafnragnsvindum, bæði togvindum og öllum hjálparvindum um borð. Með þessum áfanga má segja að Naust Marine hafi náð því að geta boðið heildarlausnir í smíði skipa þar sem hag- kvæmni í rekstri, hagstætt smíðaverð og hámarks gæði eru höfð að leiðarljósi. Síðan 1993 hefur ATW kerfið verið sett í 46 skip, bæði ís- lensk og erlend, og unnið er að Allar byggingar hjá stöðinni eru nýlegar og notast er við tceknibún- að eins og best gerist í skipasmíðastöðum í Evrópu og viðar. 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.