Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 52
Sæplast, tómlæti eyjaskeggjans Hilmar Guðmundsson (til vinstri) og Valur Traustason. Tvímenningana er aðfinna á bás F40 á Sjávarútvegssýningunni þar sem þeir kynna meðal annars tölvuflöguna RFID, kerfyrir krækl- ingaeldi og önnur til aðflytja í lifandi seiði en síðast en ekki síst, 1000 lítra PE-einangraða kerið. Aðdáun, er fyrsta orðið sem mér kem- ur í hug. Ég veit vel að ég er bæði einfaldur og auðtrúa. Ég veit líka að tunguliprir sölumenn eiga allskostar við slíkar sálir. En setjið ykkur i mín spor og berið söguna saman við nútímann. Snemma árs 1984 var sótug járnahrúga keyrð sunnan úr Garðabæ norður á Dal- vík. Petta voru tæki til framleiðslu fiski- kera og vörubretta úr plasti. Framleiðslu- getan voru 12 ker á sólarhring. Og tap á öllu saman. Slyngir bankastjórar hristu kollinn yfir uppátækinu og neituðu að lána fé i þessa vitleysu. Þeir létu skynsemina ráða. Þá hljóp Sparisjóður Svarfdæla undir bagga. Vélarnar voru settar niður í þröngu leiguhúsnæði og sex karlar tóku til starfa hjá fyrirtækinu sem hafði fengið nafnið Sæplast. Svo liðu rúm 26 ár og á þeim tíma gat „járnaruslið" af sér verksmiðjur á Dalvík, Indlandi, Noregi, Spáni, Kanada og Hollandi - og nú vilja allir bankar lána Sæplasti. Þetta eru staðreyndirnar. Sölumennirnir þurfa ekki að fegra hiutina. Sumt hefur gengið ver, annað betur. Til dæmis hafa umsvifin í Kanada verið erfið en það gæti átt eftir að breyt- ast í náinni framtíð og þá allverulega til hins betra. Ég horfist í augu við Hilmar Guð- mundsson og Val Traustason, sölumenn hjá Sæplasti, og ég trúi þeim. * „Sæplast framleiðir 50% allra fiskikera í heiminum og við eigum eftir að stækka. Við framleiðum 120 tegundir af kerum en af þeim eru um 30 framleidd hér á Dalvík,“ útskýrir Hilmar og undirstrikar ÍSPÓLAR íspólar ehf. Tunguhálsi 19, Rvík. Sími: 517 8880 Email: einar@sea.is að hann vilji ekki kasta neinni rýrð á aðra, „ ... en verksmiðjan okkar hér á Dalvík er ein sú fullkomnasta í heimin- um á sínu sviði. Þegar ég segi þetta þá má ekki einblína á tækjabúnaðinn. Við verðum líka að átta okkur á að íslenski markaðurinn er af- skaplega kröfuharður og persónulegur. Við erum í nánu sambandi við markað- inn sem gefur mörg og góð tækifæri til vöruþróunar. Þessi þekking flæðir á milli verksmiðja okkar um allan heim og vitaskuld njót- um við einnig góðs af ýmsu sem þeir í útlandinu hafa verið að fást við. Hér heima höfum við einnig tekið höndum saman við islensk fyrirtæki til að þróa búnað fyrir llotann. í þvi sam- bandi vil ég sérstaklega nefna það sem við köllum kerfi til rekjanleika. Þetta er á margan hátt svipaður búnaður og strika- merkin sem notuð eru í verslunum, á bækur, mjólkurfernur og raunar allar vörur, til að auðkenna þær fyrir kerfið og flýta fyrir afgreiðslu. Litil tölvuflaga, sem við köllum RFID og stendur fyrir Radio Frequency Identification er komið fyrir i fiskikarinu og matað á öllum þeim upp- lýsingum sem eiga við um fiskinn í kar- inu. f landi geta útgerðarstjórarnir svo lesið upplýsingarnar í tölvunum sinum. Þetta er viðamikið verkefni og ekki á færi neins eins að ráða við það. Þannig hefur Maritech séð um hugbúnaðinn en þeir á Sauðárkróki, FlSk Seafood, verið óþreytandi að prófa búnaðinn og koma með hugmyndir um betrumbætur á hon- um. Raunar má segja að elja þeirra Sauð- krækinganna hafi drifið þetta verkefni á- fram sem hefur staðið í allmörg ár. Kerin sjálf eru llka í stöðugri þróun. Fyrir tveimur árum voru til dæmis 60% kera okkar einangruð með polyurethane en 40% með polyethylene. Nú hafa hlut- föllin snúist við og 60% keranna eru með polyethylene, eða PE-einangrun. Við erum jafnvel komnir með 1000 lítra ker með slíkri einangrun. Ástæðan er einföld. PE-kerin eru mun sterkari, þurfa minni viðgerðarkostnað og endast þar af leiðandi töluvert lengur en hin. Kannski er þó stærsti plúsinn sá að þau draga ekki í sig raka þannig að ef kemur sprunga eða gat á kerið þá lekur blóðvatnið ekki inn í þau eins og gerist með polyurethanið. Þróunin er þó ekki eingöngu í gerð keranna heldur tekur hún líka mið af væntanlegri notkun þeirra. Á Sjávarútvegssýningunni næstu ætl- um við til dæmis að sýna ker sérstaklega ætluð fyrir krækling, sem er nýjung á ís- landi, og ker sem eru sérstaklega ætluð til að flytja í seiði.“ * Þegar ég kveð þá Hilmar og Val og Sæplast eru hugsanir mlnar komnar í eina bendu. Hvernig má það vera að tæp- lega 300 þúsund manna þjóð geti gert sig svona breiða á alþjóðavettvangi? Og Sæplast er ekki eitt um útrásina. En ég er eyjaskeggi og læt mér fátt um finnast. Sumir mistaka þetta fyrir minni- máttarkennd. En það er mikill misskiln- ingur. Það er 1 eðli eybúans að gera sér upp tómlæti þegar aðrir væru löngu sprungnir úr monti og þjóðarrembu. 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.