Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 60
Nýjar og framsæknar lausnir
Marel kynntar á íslensku
sjávarútvegssýningunni 2005
Asjávarútvegssýningunni 2005 kynnir
Marel nýjar og framsæknar lausnir
fyrir fiskiðnaðinn á sviði flokkunar, bita-
skurðar, snyrtingar og pökkunar. Helstu
nýjungarnar eru á sviði sjálfvirkni við
skömmtun og pökkun, sem og á sviði
gæðaskoðunar og formflokkunar.
Marel kynnir einnig í fyrsta sinn þró-
unarstarf sitt við hagnýtingu róbótatækni
við matvælavinnslu. Fyrirtækið hefur ný-
lega hafið þróun á því sviði og verður ró-
bóti til sýnis á básnum í Fífunni
Meðal þeirra tækja sem Marel kynnir í
Fífunni er sjónflokkari, hraðpökkunar-
kerfi, skurðarvél, samvalsflokkari, þjarki
til pökkunar á fiskstykkjum auk Marel
hugbúnaðarkerfa og úrvals af land og
sjóvogum.
Marel sjónflokkarinn Vision Grader er
útbúinn háþróaðri tölvusjón sem flokkar
hráefnið eftir þyngd og lögun. Sjónflokk-
arann má ýmist nota til flokkunar á mat-
vælum eftir formi eða í sjálfvirkt gæða-
mat. Skurðarvélin IPM III LaserEye
byggir einnig á tölvusjón og sker matvæli
í bita eftir formi og þyngd. Skurðarvélin
hefur hugbúnað sem hámarkar verðmæti
hráefnis og er notuð í fisk-, kjöt- og
kjúklingavinnslu víða um heim.
Marel kynnir jafnframt tvær lausnir,
SpeedBatcher og CheckBin, fyrir
skömmtun á matvöru eftir þyngd til
pökkunar í neytendaumbúðir. Hraðpökk-
unarkerfið SpeedBatcher hentar einkum
við pökkun á mörgum smáum stykkjum
í skammt, en CheckBin flokkarinn hefur
þá kosti að geta valið saman stykki eftir
þyngd, formi og fjölda.
M1100 og M2200 land- og sjóvogir
með M6000 stýriborðum verða einnig til
sýnis, ásamt MPS hugbúnaði. Tugir
manna koma að þróun og innleiðingu
hugbúnaðar hjá Marel og er þar að finna
sterkan vaxtarbrodd hjá félaginu.
Meðan á sýningunni stendur mun Mar-
el bjóða viðskiptavinum að heimsækja
höfuðstöðvar fyrirtækisins í Garðabæ. Par
verður m.a. hægt að skoða flæðilínu fyrir
bolfisk og nýja sjálfvirka laxasnyrtivél,
Intelligent Trimming Maching, sem út-
línusnyrtir laxaflök á miklum hraða.
Laxasnyrtivélin notar háþróaða tölvusjón
með litgreiningu til að ákvarða skurðar-
mynstur. Nákvæmur skurður vélarinnar
tryggir hámarks nákvæmni og eykur
framleiðni við vinnslu. Marel ITM tryggir
jöfn gæði flaka og allt að 2% meiri nýt-
ingu en handvirk snyrting og getur auk
þess unnið allt að 40 flök á mínútu.
Stella Björg Kristinsdóttir
Við þekkjum
Sjávarútveginra
Kæiivélar hafe mikla reynslu í uppsetningu,
viðhaldi, hönnum og smíöum fýrir sjávarútveginn.
Hvort sem er um borð eða I landi.
KÆLlVÉLAR"
KÆLIVÉLAVERKST Æ ÐJ
587 4530 • 893 1906
Donaldson.
Filtration Solutions
VOKVAKERFISSIUR
SMUROLIUSIUR
HRÁOLÍUSÍUR
KÆLIVATNSSÍUR
LOFTSIUR
Reki hf • Fiskislóð 57-59 • 101 Reykjavík
Sími 562 2950 • Fax 562 3760
E-mail: bjorn@reki-ehf.is • Vefsíða: www.reki-ehf.is
60 - Sjómannablaðið Víkingur