Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 66
Samtak og Víkingur Bátagerðin Samtak ehf var stofnuð 1985 og var því tuttugu ára í mars s.l. Fyrsta húsnæði Samtaks var að Skútahrauni 3 í Hafnarfirði, tæplega 200 2m leiguhúsnæði. Þá hófst framleiðslan á „Viking 700 „ en það er skarsúðaður fiskibátur, 7,65 á lengd og 2,68 m á breidd. Þessi bátur var hannaður til hand- færaveiða og varð strax svo vinsæll að enganveginn var hægt að anna eftirspurn og var því gripið til þess ráðs að selja bát- inn á öllum framleiðslustigum, frá plast- klárum bát (skrokkur og yfirbygging) uppí fullinnréttaðan bát tneð haffæris- skírteini. Var þá bætt við húsnæðið 400 2m að Smiðsbúð 12 í Garðabæ. Samtak flutti í eigið húsnæði að Skúta- hrauni 11 í Hafnarfirði 1987 þar sem fyr- irtækið er enn og fyrir tveim árum var enn bætt við húsrými með kaupum á 1000 2m að Skútahrauni 2 i Hafnarfirði. Við þau tímamót 1987/1988 hannaði Samtak „VÍKING-900" alhliða fiskibát, 9,60 á lengd og 3,45 á breidd. Einn af þessurn bátum fór til Færeyja aðrir eru enn í útgerð við Austurland. í framhaldi af þessari smíði smíðaði Samtak farþega- ferju fyrir Pál Helgason í Vestmanneyj- um, þessi ferja er 15m löng. Hönnun á hraðfiskibátnum „VÍKING- UR-800“ hófst 1990 og var fyrsti bátur- inn afhentur árið eftir. Þessi bátur var og er mjög vinsæll og eftirsóttur og var mest seldi hraðfiskibáturinn um tíma. Árið 2000 afhenti Samtak Víkingur 1340 farþegaferju til ísafjarðar. Við hönnunina var það haft í huga að skrokkur bátsins mundi nýtast til fram- leiðslu á fiskibátum sem og varð raunin. Árið 2001 hannaði Samtak „VÍKING 11,35“ alhliða hraðfiskibát og var fyrsti báturinn afhentur í október árið eftir. I ár hefur Samtak verið að afhenda þennan bát og einnig Víking 1340 og far- þegaferju til Færeyja. í dag er Samtak að hanna yfirbyggingar á 2 Víking 1135 báta sem verða útbúnir með beitningar- kerfum frá Mustad. Mikill áhugi er fyrir því að setja slík kerfi í báta af þessari stærð og er áætlað að gera það á næstu misserum við báta sem eru í smíðum. Mikill áhugi er á Krókaaflamarksbátnum Víkingur 1135, sem hefur reynst mönn- um einstaklega vel, er með mikla burðar- getu og frábæra vinnuaðstöðu og eru nokkrir slíkir bátar í smíðum hjá okkur. í dag erum við að setja upp nýja að- stöðu fyrir framleiðsluna og verða bát- arnir steyptir í framtíðinni með Vacum aðferð sem gefur einstakan styrk og allt annað framleiðslu umhverfi. Samtak hefur tekið þátt í Sjávarútvegs- sýningunni frá upphafi og í ár munum við sýna „VÍKING-1135“ og bjóðurn við gesti velkomna um borð. Saga Skaftfellings VE Um þessar mundir er verið að vinna að heimildarmynd um sögu skipsins Skaftfellings VE33 sem þjónaði Skaftfell- ingum og Vestmannaeyingum um fjög- urra áratuga skeið. Fátítt mun ef ekki einsdæmi, að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafnlengi gegnt hlutverki farþega og flutningaskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafell- sýslu á árunum 1918 til 1939 og síðan á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur fram til ársins 1959. Myndin Skaftfellingur fjallar um tíma- bil í sögu íslenskra siglinga sem lítið hef- ur verið fjallað um, þ.e. siglingar ís- lenskra skipa milli íslands og Bret- landseyja í seinni heimstyrjöldinni. Þetta voru hættutímar fyrir þá íslensku sjó- menn sem tóku þátt í þessum siglingum. Mörg veiði-og flutningaskip voru skotin niður af þýskum kafbátum, flugvélum og herskipum. Margir sjómenn fórust í þessum árásum. Skaftfellingur VE-33 var oft hætt kominn en lifði þó stríðið af. Þann 19.ágúst 1942 var Skaftfellingur á leið til Fleetwood þegar áhöfn hans varð vör við kafbát sem sigldi þvert á stefnu Skaftfellings. Áhöfn kafbátsins veifaði rauðum fána og í ljós kom að kaf- báturinn hafði laskast og áhöfnin var hjálparþurfi. Áhöfn Skaftfellings bjargaði áhöfn kafbátsins, einum 52 mönnum, um borð og flutti þá til Bretlands. Tveir eru eftirlifandi úr áhöfn Skaftfell- ings og finnn úr áhöfn kafbátsins. Við höfum verið í sambandi við þessa menn og fengið frá þeim greinagóðar upplýs- ingar um það sem gerðist þessa örlaga- ríku nótt. Skaftfellingur, skipið sjálft var flutt frá Vestmannaeyjum til Víkur í Mýr- dal þar sem það er nú geymt. Þrátt fyrir að Island hafi ekki verið beinn aðili að síðari heimstyrjöldinni þá hafði stríðsreksturinn samt sem áður miklar og oft dramatískar afleiðingar fyr- ir íslenska sjómenn. Við munum leitast við að varpa ljósi á nokkrar slíkar sögur og erum að reyna að komast í samband við fólk sem getur sagt okkur þær frá fyrstu hendi. Þeir sem hafa áhuga á að verða höfundi myndar til hjálpar eru ein- dregið beðnir að hafa samband við Helga Felixson í síma 004670 396 22 55 (Sví- þjóð) einnig er hægt að senda lölvupóst á: helgi@felixfilm.se heimasíða: www.felixfilm.se Helgi Felixson J ö L Kópavogshöfn Veitum alhliða þjónustu við skip og báta. Verið velkomin. Sími: 564 1695 66 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.