Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 11
NÁTTÚRUFR. 41 Fótsmtiga. Hvað ætli náunginn, sem sýndur er á myndinni, sé að gera?' Varla er hann að gera við sokkana sína, því eins og sjá má er hann dökkur á lit, hann er Afríku- negri, og Afríkunegrar ganga ekki í sokkum. Ónei, það er nú eitthvað skemmtilegra starf, sem hann er að fást við, en að stoppa í sokka, hann er nefnilega að draga orm út úr fætinum á sér. Andlitssvipur mannsins ber það með sér, að hér sé ekkert óvanalegt á ferðinni, hann fer sér að öllu hægt, í augum hans verður hvorki lesinn ótti né undrun. í þeim hlutum Afríku, sem liggja að stórum vötnum og ám, á þessi ormur heima, við skulum nefna hann fót- smugu, um hana hefir aldrei áður verið ritað á íslenzku svo eg viti. Fótsmugan (Dracunculus medinensis) er einn af hinum svo- nefndu þráðormum, náskyldur hárorminum, njálgnum og spólu- orminum. Hann lifir einungis sem sníkjudýr í vöðvum mannsins, einkum í fótunum. 1 sjálfum vöðvunum er ormurinn þó víst sjald- gæfur, langoftast er hann í bandvefnum undir húðinni. Ormarnir eru frekar meinlausir, eftir því, sem kunnugt er, gera þeir ekkert mein, en það hlýtur þó að vera nokkuð óþægilegt að hýsa marga af þeim í einu í fótunum. Þegar negri, sem hefir fótsmugu í fætinum, veður yfir á eða læk, finnur ormurinn á sér, að nú muni tækifæri til þess, að losna við eitthvað af öllum þeim ungum, sem hann gengur með, því ungarnir þurfa endilega að komast í vatn, ef þeir eiga að verða ormar með ormum. En negrinn er líka á verði, þegar hann finn- ur að ormurinn hefir teygt sig út í vatnið til þess að losna við af- kvæmið, tekur hann spítu, á stærð við blýantsbút, og vefur skepn- unni upp á hana, öllu því, sem hann nær. Þess verður vandlega að gæta að slíta ekki orminn, því þá er verkið sem ógert, því aldrei næst það, sem eftir er. Þegar negrinn er búinn að toga það út, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.