Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 26
5'6: NÁTTÍTRUTR. dýr, sem er hárautt á lit, það myrmír að öllu; leyti mjög á blóm sumra brönugrasa. I>ótt þetta skordýr lifi á ránum, þarf það ekki að hafa mikið fyrir lífinu, því hin og þessi skordýr, sem vitja blómanna sér til bjargar, fljúga beint í greipar þess. Dularbúningur. Bæði meðal hryggdýranna og hrygg- lausu dýranna eru til fjölda margar tegundir, sem lifa mest- megnis af skordýrum. Skordýrin eru flest svo lítil fyrir sér, að þau eru auðvelt vígi að vinna, enda er nóg af þeim allsstaðar. Þó eru til skordýr, sem flestar skordýraætur sneiða framhjá, ein- hverra hluta vegna. Mörg þeirra geta stungið eða bitið og spúið eitri í blóðið, sum eru vond á bragðið, af nokkrum leggur þef, sem óvinirnir hafa andstyggð á, o. s. frv. Þessi skordýr geta far- ið óhult ferða sinna, hvar sem er, það er að segja, ef þau dýr, sem glöðu geði myndu hirða þau, ef þau væru ,,æt“, geta þekkt þau. Fyrir þau myndi því verndarlíking eða samlitni vera skað- leg, óvinirnir myndu þá ekki þekkja þau frá ætu dýrunum, en ef til vill eyða kröftum sínum á þeim til einskis, báðum aðilum til skapraunar og skaða. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, hafa þessi ,,óætu“ skordýr vanalega mjög sterka liti, og gera ekkert til þess að leyna sér. Þau sjást oft langar leiðir, sitja vanalega yzt á greinarendunum, þar sem bezt er að sjá þau, enginn kærir sig um að hirða þau, því þau eru ekki eftírsóknarverð. En svo eru til mörg skordýr, sem ekkert hafa sér til varn- ar, og sem að öllu leyti væru bezti fengur fyrir öll þau dýr, sem skordýr eta, ef þau heí'ðu ekki eitt til síns ágætis, nefnilega dul- arbúning. Þessi skordýr líkjast nefnilega oft alveg nákvæmlega ýmsum þeirra skordýra, sem dýrin einhverra hluta vegna sneiða hjá, og því er þeim borgið, enda þótt þau séu varnarlaus með öllu, og stingi mjög í stúf við umhverfið, hvað litinn snertir. Það kveður svo rammt að þessum eftirhermum í skordýrarík- inu, að ekki er nóg með að t. d. einhver fiðrildistegund hermi lit annarrar, heldur herma tegundirnar lit og lögun allt ann- arra, öldungis óskyldra tegunda, úr allt öðrum ættbálkum. Og alveg það sama endurtekur sig hjá íuglum, skriðdýrum o. fl. dýrum. Allir kannast við gaukinn af afspurn. Hann er mesti friðsemdarfugl, að því undanskyldu, að hann verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla. Ránfuglum væri því mjög hæg- ur leikur að leggja hann að veiíi, en þeir eiga ekki undir því, að ráðast á hann, af því að hann líkist ránfuglum á litinn, þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.