Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 6
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Spdnarsnigill (Arion lusitanicus) í Ártúnsholti í Reykjavík 2. september
2004. - Iberian slug (Arion lusitanicus), Reykjavik, 2 September 2004. Ljósm./Photo
Erling Ólafsson.
hefur verið landlæg hér um aldir en
þeir félagar Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson5 geta hans í ferðabók
sinni árið 1772. Svartsnigill (3.
mynd) hefur fundist víða um land
en er algengastur á landinu sunnan-
verðu, einkum í gróðurríkum
brekkum og hlíðum sem vita mót
suðri. Hann er að öllu jöfnu svartur
á lit, 10-15 cm langur, stundum allt
að 20 cm í nágrannalöndunum.
Hérlendis nær hann ekki þvílíkri
stærð.
I nágrannalöndum okkar er
spánarsnigill 7-15 cm langur. Hann
er nokkuð breytilegur á lit, oftast
rauðbrúnn en finnst einnig í ýmsum
öðrum brúnum og rauðum litum.
Rauðsnigill (Arion rufus (Linnaeus,
1758)) er tegund nauðalík spánar-
snigli, svipaður á stærð og lit. Harrn
finnst einnig í nágrannalöndunum
en hefur enn ekki fundist hér á landi.
Eins og spánarsnigill er hann upp-
runninn í surtnanverðri Evrópu og
er talið að hann hafi borist norður
eftir álfunni um miðja 19. öld. Þessar
tvær stóru, rauðu tegundir geta
verið svo líkar útlits að kryfja þurfi
sniglana og skoða kynfæri þeirra til
að greina þá í sundur.
Þessar stóru tegundir af ætt-
kvíslinni Arion eru gjaman kallaðar
skógarsniglar á norrænum tungum.
Spánarsnigill kallast t.d. iberisk
skovsnegl (DK), spansk skogsnigel
(SE) og fberiaskogsnegl (NO). Að
auki á hann sér „gælunöfn" sem
gefa sterklega til kynna hversu illa
þokkaður snigillinn er í nýjum
heimkynnum, s.s. „dræbersnegl",
„mördarsnigel" og „killer slug" og
samsvarandi heiti á öðmm tungum.
Uppruni OG DREIFING
Upprunaleg heimkynni spánar-
snigils eru á vesturhluta Spánar, í
Portúgal og Suður-Frakklandi. Upp
úr 1960 fór hans að verða vart víðar,
t.d. á Italíu, í Sviss, Austurríki,
Búlgaríu, Vestur-Þýskalandi, þá-
verandi Júgóslavíu og Alsír. Eftir að
járntjaldið féll og samskipti milli
Austur- og Vestur-Evrópu jukust
hefur hann einnig breiðst út um
Austur-Evrópu. Nú virðist spánar-
snigill hafa náð fótfestu víða um
álfuna, allt norður til Norðurlanda.
Að auki fannst hann suður á Falk-
landseyjum árið 1986.
Á Norðurlöndum varð spánar-
snigils fyrst vart á Skáni í Svíþjóð
árið 1975. Eins og algengt er með
landnema fór lítið fyrir kvikindinu
fyrstu tíu árin en næsta áratug þar á
eftir var fjölgunin gífurleg og út-
breiðsla snigilsins í Svíþjóð jókst
umtalsvert. Árið 1994 var spánar-
snigill orðinn algengur víða í
bæjum í Svíþjóð og hafði náð allt
norður til Ángermanland (63°17'N).
Spánarsnigils varð fyrst vart í
Noregi árið 1988 og í Danmörku
1991 en hann er þó talinn hafa
komið þangað mun fyrr. Nú finnst
hann einnig í Finnlandi og á
Álandseyjum og árið 1996 fannst
hann fyrst í Færeyjum. Þar hefur
hann verið að festa sig í sessi
undanfarin ár.6 Nú hefur spánar-
snigill náð að berast til Islands en
það á eftir að koma í ljós hvernig
honum reiðir af hér á landi.
Spánarsnigill dreifist nær ein-
göngu af mannavöldum. Algengast
er að hann berist sem egg eða
ungviði með plöntum og jarðvegi
og er því að öllum líkindum
stöðugt að flytjast á milli landa. í
löndum utan upprunalegra heim-
kynna sinna er hann langalgeng-
astur í húsa- og matjurtagörðum,
gróðrarstöðvum og grasagörðum
þar sem mikið er um innfluttar
plöntur. Innan svæðis getur snigill-
inn svo breiðst út með því að skríða
sjálfur en eins og aðrir sniglar
kemst hann ekki tiltakanlega hratt
yfir þannig. Hann getur auðveld-
lega komið sér fyrir í feldi dýra sem
lagst hafa fyrir á döggvotu grasi,
hangið þar fastur vegna þess hve
slímugur hann er og fengið far með
þeim. Auk þess getur hann borist út
í rennandi vatn og flotið með því
langar leiðir.
LÍFSHÆTTIR
Sniglar eiga það sameiginlegt að líka
lífið best þegar loftraki er hár og
dögg fellur á jörðu. Þeir eru því mest
á ferli að nóttu til en einnig á
rigningardögum. Þegar þurrt er
halda þeir sig þar sem rakast er,
koma sér fyrir í skugga eða ofan í
jarðveginum og eru blómapottar
gjarnan notaðir. Þegar veðurfar er
hagstætt getur sniglunum fjölgað
hratt og í Svíþjóð eru dæmi um að
fjöldi spánarsnigla hafi verið 5-10 á
fermetra, í Danmörku allt að 50.
76