Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags bil 700 þúsund ára gömul.3,4 Ætla má að setlögin í kringum Ólafsvík hafi myndast í lok síðasta jökul- skeiðs á Matuyama-segulskeiði, svo líklegt er að setlögin í Búlandshöfða og nágrenni og umhverfis Ólafsvík hafi ekki myndast á sama jökul- skeiði þótt myndunarsaga set- laganna sé svipuð.2 Þetta má útskýra á þartn veg að setið hafi safnast fyrir í dæld sem lá lægst við Grundarfjörð en hæst við Skarðs- læk. Hraun hafi síðan rurtnið út yfir setið úr austri og suðaustri og því yngjast hraunlögin og einnig set- lögin til vesturs að Skarðslæk.8 FAnusamfélög Við rannsókn á fánusamfélögum í setlögum á norðanverðu Snæfells- nesi fundust 42 tegundir sjávar- hryggleysingja: 17 sniglategundir, 20 tegundir samlokna og 5 hrúður- karlategundir.2 Árið 1998 fundust steingervingar á einum nýjum stað, í Kirkjufelli, en þar höfðu ekki fundist steingervingar áður.2 Allar tegundirnar sem fundust í set- lögunum lifa við strendur fslands í dag nema fjörudoppa (Littorina litt- orea), turnrósi (Tachyrhynchus eros- us), jökultodda (Portlandia arctica), legskel (Tridonta placenta) og af- brigði af lambaskel (Tridonta montagui var. warhami). Allar tegundimar sem fundust lifa við strendur Norður-Ameríku og Evrópu í dag, en einungis þrjár þeirra lifa ekki við Grænland; fjörudoppa, sarskóngur (Colus sarsii) og kúskel. Af þessu má ætla að fánan í ísaldarlögunum á Snæfells- nesi sé dæmigerð Norður-Atlants- hafsfána. Alls lifa 36 af hinum fundnu tegundum á heimskauta- 2. mynd. ]arðlagasnið úr Búlandshöfða og Stöð á norðanverðu Snæfellsnesi. - Geological sections from Stöð and Búlandshöfði, Snæfellsnes, West lceland. I. Tholeiitic Tertiary lava. 2. Doleritic lava from the Pleistocene. 3. Conglo- merate. 4. Diamictite. 5. Sandstone, 6. Siltstone. 7. Cross bedding. 8. Laminated sediment. 9. Load casts. 10. Trace fossils. II. Marine shells. 12. Plant remains, mainly leaf impressions. Jarðlagasnið úr Stöð (131 m.y.s.) 1 11 l*| þóleiít 2 EZEH Grágrýti 3 I, I Völuberg 4 I " I Tvistberg 5 n Sandsteinn 6 I 1 Siltsteinn Jarðlagasnið úr Búlandshöfða (148 m.y.s.) 7 KXÍ Skálögun Lagþynnur 9 Fargför 10 I I Lífhreyft U © Skeljar, fleiri-færri .2 4=4= 4» Plöntuleifar, mikið-lítiö Jarðlagasnið úr Búlandshöfða og Stöð 81

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.