Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 40
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Fjallasebrinn. - Mountain zebra. Myndir úr/photos from: Desmond Morris 1990: Animal Watching. Crown Publishers, lnc. New York. 9. mynd. Grévyis-sebrinn. - Grevyis zebra. Sebrahestar í Afríku hafa nær eingöngu fundist leifar hesta sem teljast forverar sebrahesta1 og enn eru það þeir sem eru ríkjandi hestakyn á þeim slóðum. Eins og áður hefur komið fram eru tegundimar þrjár. Munur- inn á milli þeirra liggur aðallega í stærð dýrsins, stærð og lögun höfuðs og eyrna og munstrinu á feldinum. Fjallasebrinn (E. zebra) (8. mynd) er minnsta sebrategundin, en grévyis-sebrinn (E. grevyi) sú stærsta (9. mynd). Sléttusebrinn (E. burchelli) (10. mynd) er algengastur, með útbreiðslu um A- og S-Afríku. Undirtegundir sléttusebrans sem enn finnast em grants-sebrinn og damara-sebrinn, en tvær undir- tegundir hans em útdauðar. Önnur þeirra, E. burchelli quagga, var mun minna munstmð en aðrar sebra- tegundir. Síðasti einstaklingur hennar sem vitað er um dó í dýra- garði 1883. Hin var E. burchelli burchelli sem dó út 1918. Af fjallasebranum eru til tvær undir- tegundir, sem báðar hafa komist nærri útrýmingu. Stofnstærð E. zebra zebra, sem er minnsti sebrinn, var komin niður í fáa tugi um 1950. Með markvissri vemdun tókst að bjarga tegundinni svo nú er hana aftur að finna á hluta síns fyrra útbreiðslusvæðis.20 Asnar 10. mynd. Sléttusebrinn. - The common zcbra. Villta asna er að finna á nokkrum svæðum í Asíu og í norðanverðri Afríku. Þær tvær tegundir sem flokkast sem asnar, afríkuasninn og asíuasninn, em mjög ólíkar í útliti. Afríkuasninn (E. africanus) er lítill, grár að lit, með stór eyru og stórt höfuð (11. mynd). Til em tvö af- brigði sem bæði eru á lista yfir teg- undir í útrýmingarhættu. Af afríku- asnanum er runnið ræktaða af- brigðið sem allir ræktaðir og tamdir asnar tilheyra. Asíuasninn (E. hemionus) er að út- liti líkari takhi-hestinum en afríku- asnanum. Nokkuð mörg afbrigði eru til af asíuasnanum og vilja margir flokka þau sem sérstakar 110 Á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.