Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Er NÚ EKKI KOMIÐ AÐ NATTÚRUHÚSI? Á vordögum var vígt nýtt kennslu- húsnæði Háskóla ísland: Askja er það nefnt og hýsir kennslu í öllum grein- um raunvísinda, þ.á.m. hefðbundinni náttúrufræði, þ.e. líffræði og jarðfræði. Ástæða er til að óska Háskólanum og öllum unnendum og iðkendum náttúrufræða til hamingju með þennan stóra áfanga sem lengi hefur verið beðið. Þeirri sem hér hamrar á tölvu er mjög minnisstætt aðstöðu- leysi keruiara og nemenda við líffræði- skorina fyrstu árin þegar kennslan fór fram í þremur borgarhlutum. En það er fleira gleðilegt sem er að gerast á Háskólareitnum. Þjóðminja- safnið verður væntanlega opnað eftir gagngerar endurbætur á haustdögum. Þá hefur verið séð bærilega fyrir framtíðarþörfum þriggja af fjórum meginsöfnum sem stofnuð voru á 19. öldinni: Þjóðminjasafnið sem fyrr er nefnt var stofnað 1911 (áður Forn- gripasafn frá 1863); árið 1994 var Landsbókasafnið (sem var stofnað 1881, áður Stiftsbókasafn frá 1818) flutt í nýja Þjóðarbókhlöðu og 1987 var Listasafn íslands (stofnað 1884) opnað í endurbyggðu húsnæði við Fríkirkju- veg. Þá er aðeins eitt höfuðsafn eftir á hrakhólum: Ndttúrugripasafn íslands. Hið íslenska náttúrufræðisfjelag var stofnað 16. júlí 1889 til að „koma upp sem fullkomnustu ndttúrugripasafni d íslandi", eins og segir í stofnskrá. Aðeins sex árum síðar var Náttúru- gripasafn fslands opnað almenningi og hélt félagið sýningarhaldinu úti af mikilli þrautsegju í nær 60 ár eða fram til 1947. Það ár var ríkinu afhent safnið til eignar og frá 1965 hefur það verið hluti af Náttúrufræðistofnun íslands. Á heilli öld og fimmtán árum betur hefur margt breyst og margir draumar ræst. Þó ekki draumurinn um mynd- ugt náttúrugripasafn. Það er enn í húsnæði „til bráðabirgða" og hefur svo verið alla tíð. Fyrst var safnið til húsa á heimili Benedikts Gröndals, náttúru- fræðings og skálds, á Vesturgötunni. Fram til ársins 1908 var safnið flutt milli simm eða sex staða en fékk þá inni í nýreistu Safnahúsi við Hverfis- götu - "til bráðabirgða!". Eftir um 50 ára dvöl þar var safninu pakkað ofaní kassa árið 1960. Kassarnir voru ekki opnaðir aftur fyrr en sjö árum síðar og þá í 100 fernetrum á 3. hæð við Hlemm. Annar jafnlítill salur var opnaður á sama stað á aldarafmæli félags og safns árið 1989 og þar hírist þetta gamla og merka sýningarsafn í lyftulausu skrifstofu- og íbúðarhús- næði og bíður enn síns tíma. Þær eru orðnar a.m.k. 15 nefndimar sem hafa fjallað um framtíð safnsins og HÍN og áhugahópar hafa lagt á sig mikla vinnu vegna þessa baráttumáls. Á ámnum uppúr 1990 vom menn vongóðir um að eitthvað færi að gerast en þá náðist samkomulag milli Reykjavíkurborgar, ríkisins og Há- skólans um sameinað átak til bygging- ar Náttiíruhúss. Náttúmhúsi var valin lóð á Háskólareitnum, rétt við hina ný- byggðu Öskju. Þetta var um fortíðina og nútíðina, en hver verður framtíð Náttúrugripa- safnsins? Þurfum við á slíku safni að halda, kynni nú einhver að spyrja, - og þá til hvers? Er ekki nóg að hafa steinasýningu hér og fuglasýningu þar og svo fiskasýningu í þriðja lands- hlutanum? Því er til að svara að fáum þjóðum er það meiri nauðsyn en þeirri sem byggir alla afkomu sína á náttúmnni að þekkja hana, skilja og virða. Það er því ekki vansalaust að við íslendingar skulum ekki geta boðið börnum okkar og gestum upp á nútímalega og spennandi fræðslu um aðskiljanlegar náttúmr landsins. Baráttan fyrir Náttúmhúsi snýst ekki um klassískt náttúrugripasafn með endalausum glerskápum og skúffum troðfullum af ótrúlega svipuðum eggjum eða steinasýnum. Nei, hér þarf að rísa nútímalegt náttúru- og vísindasafn sem nýst getur almenningi jafnt sem fræði- mönnum, ferðamönnum jafnt sem forvitnum krökkum, - safn sem hefur faglegan bakhjarl, sem beitir nýjustu sýningartækni við kynningu á niður- stöðum rannsókna á náttúm Islands og miðlar markverðum erlendum náttúm- og vísindasýningum á öllum sviðum raunvísinda að ógleymdum manninum sjálfum og tengslum hans við náttúmna. Við þurfum veglegt Náttúruhús með metnaðarfullu sýningarsafni þar sem litið er heildstætt á náttúmna og samhengi þeirra ferla sem þar em í gangi. Verklok við Öskju og Þjóð- minjasafnið, safnalög frá árinu 2001 og loks nýsamþykkt þingsályktun um könnun á kostum þess að byggja upp veglegt sædýrasafn, - allt vekur þetta vonir um að landslagið sé kannski að breytast. Röðin er svo sannarlega komin að Náttúmgripasafni Islands eftir 115 ár. En til þess að árangur náist og ráða- menn þjóðarinnar leggi við hlustir, þurfum við öll, áhugamenn um byggingu Náttúruhúss, að leggja okkar af mörkum og reisa merkið á ný. Álfheiður Ingadóttir ritstjóri Náttúrufræðingsins Leiðrétting Þau mistök urðu því miður í siðasta hefti Ndttúrufræðmgsins, 71. drg. 1.-2. hefti, að Ijósmyndir ígrein Sigurðar Björnssonar um Skeiðard og Skeiðardrsand voru ranglega eignaðar Oddi Sigurðssyni. Hið rétta er að Sigurður tók sjálfur allar Ijósmyndir sem fylgdu grcininni. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.