Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn Frettir Hvað er eitt kíló? Þegar Frakkar skilgreindu metra- kerfið í lok 18. aldar, gengu þeir út frá því að metrinn væri einn tíuþús- undasti af vegalengdinni frá norður- pól að miðbaug eftir lengdarbaug, að sjálfsögðu gegnum París. Frakkar smíðuðu svo kvarða úr platínu og ristu á hann tvö þverstrik, og á milli þeirra var metrinn skilgreindur, samkvæmt nákvæmustu mælingum þess tíma. Síðar kom í ljós að þessi metri er ekki alveg réttur miðað við ummál jarðar, en ákveðið var að elta ekki ólar við leiðréttingar landmæl- ingamanna heldur halda sig við upphaflega platínukvarðann. Seinna var kvarðinn gerður nákvæmari með því að rispa mjög grönn þver- strik niður í miðjur upphaflegu strikanna, og nú hefur platínukvarð- inn verið lagður af og metrinn skil- greindur sem sú vegalengd sem ljós í tómarúmi berst á 1/299.792.458 úr sekúndu, svo menn þurfa ekki leng- ur að ferðast til Frakklands til að staðla málbönd sín. En hversu löng er þá sekúndan? Hún var upphaflega skilgreind sem tiltekið brot af sólarhringnum, um- ferðartíma jarðar um sjálfa sig, en þar sem jörðin snýst ekki alltaf ná- kvæmlega jafnhratt er sekúndan nú skilgreind sem sá tími sem það tekur 9.192.631.770 sveiflur af tiltekinni geislun að berast frá atómi sesíns- 133. Aðrar grunneiningar kerfisins - straumstyrkur (amper), hitastig (kelvín), efnismagn (mól) og ljós- styrkur (kandela) - eru líka skil- greindar án viðmiðunar við ein- hvem áþreifanlegan safngrip. En ekki kílógrammið, gmnnein- ing massa. Þar er enn miðað við ákveðið lóð - hlunk úr blöndu af platínu og iridíni, sem Frakkar settu saman 1889 og varðveita í læstu ör- yggishólfi. Ef stöðlunarfræðingar („metrólógar") vilja vita hversu mik- ið eitt kíló vegur, þurfa þeir strangt tekið að fara til Alþjóðastofnunar- innar um mál og vog í Sévres í Frakklandi og fá aðgang að eina hlutnum í öllum alheimi sem hefur nákvæmlega skilgreindan massa eitt kílógramm. Að sjálfsögðu em all- margar eftirmyndir af þessu fmm- kílói eða staðalkílói geymdar víða um heim, en jafnvel þær mælast ekki allar jafnþungar og eiga auk Frumkílóið var gert uppúr 1880 úr blöndu sem er 90% platína og 10% iridín. Það er sívalningur og geymt í lofftæmi undir tvöfaldri glerklukku. Ljósm. Bureau International des Poids et Mesures, BIPM. þess til að þyngjast eða léttast á milli ára, miðað við staðalkílóið. Stöðlunarfræðingar eru ekki enn komnir niður á neina nothæfa að- ferð til að miða kílógrammið milli- liðalaust við einhverjar aðrar gmnn- einingar metrakerfisins. New Sdentist, 22. febrúar 2003: Weigh to go, eftir Robert Matthews. Ömólfur Thorladus tók saman. Myrkfælni og NÁTTBLINDA Þörfustu UPPFINN- INGARNAR Hvaða uppfinning er það sem við gætum síst verið án? í könnun á vegum þekkts bandarísks tæknihá- skóla, MIT, hlaut tannburstinn flest atkvæði, aðeins fleiri en bíllinn. í næstu sætum vom svo einkatölvan, farsíminn og örbylgjuofninn. Náttblindir menn sjá liti eðlilega, og hafa því fulla sjón á daginn, en þeg- ar rökkvar og litir hætta að greinast sjá þeir ekkert. Augnlæknir í Glas- gow greindi nýlega frá tveimur bömum með arfgenga náttblindu, sem vom afar myrkfælin. Hann mælir með því að læknar og foreldr- ar afgreiði ekki myrkfælni í bömum sem sjúklega þörf fyrir athygli eða óeðlilega fælni. Ömólfur Thorladus rakst á þetta í New Sdenhst: In brief, 1. febrúar 2003. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.