Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn liðarinn) einungis eftirmyndað annan þáttinn samfellt. Hinn er eftir- myndaður í stuttum bútum sem síðan eru tengdir saman (2. mynd). Það merkilega er að eftirmyndun allra bútanna hefst á stuttri RNA-röð sem mynduð er af sérstöku ensími, svonefndum prímasa. RNA-röðin verkar sem vísir fyrir DNA-fjölliðun og DNA-fjölliðarinn getur ekki hafið verk sitt án hennar. Hún er svo fjar- lægð áður en DNA-bútarnir eru tengdir saman. Geta má sér þess til að þessi aðferð sé leif frá þeim tíma þegar RNA gegndi hlutverki erfða- efnis. Ætla má að lífvísar RNA- skeiðsins hafi haft góð tök á eftir- myndun RNA-sameinda. Uppruna- lega hafi fjölliðunin verið hvött af RNA, en áður en DNA kom fram hafi prótín verið búin að taka við hlutverki RNA-fjölliðunar. Þá hefur aðferð þeirra til að hefja eftirmynd- un væntanlega verið tekin að láni og ekki verið sleppt allt til þessa dags. Það má því líta á RNA-vísana sem fornminjar í frumum núlifandi lífvera. RNA í NÚTÍMAFRUMUM Eins og drepið var á í fyrri grein1 gegnir RNA í nútímafrumum veiga- miklum hlutverkum við prótínsmíð, en RNA-sameindir koma víðar við sögu. Við prótínsmíðina er hlutverk RNA þríþætt. Það fyrsta er að öll prótín eru mynduð eftir forskrift RNA-sameinda, mRNA, sem eru afrit af DNA-röðum gena. Annað er að litlar RNA-sameindir, tRNA, flytja byggingareiningar prótínanna, amínósýrurnar, og raða þeim í keðjur eftir forskrift mRNA-sam- eindanna. Loks er RNA (rRNA), ásamt prótínum, byggingarefni ríbósóma sem eru prótínsmiðjur frumunnar (3. mynd). Ríbósómin eru sett saman úr tveimur ögnum og hefur þrívíð bygging þeirra nú verið skilgreind. Jafnframt þykir hafa sannast að það er RNA stærri agnar- innar, en ekki prótín hennar, sem hvetur samtengingu amínósýra við prótínsmíð.3,4 Telja má víst að RNA hafi gegnt þessu hlutverki frá önd- verðu. Því má telja líklegt að rRNA eigi uppruna að rekja allt til RNA- skeiðsins. Nánar verður fjallað um upphaf prótínsmíðar síðar í þessari grein. Bæði í dreifkjörnungum (bakter- íum) og heilkjörnungum (svepp- um, plöntum og dýrum) hafa fundist ýmiss konar litlar RNA- sameindir en fjölbreytni þeirra virðist vera sýnu meiri í heilkjörn- ungum. Flestum þessum RNA- sameindum, sem yfirleitt eru um eða rétt yfir 100 kirni (núkleótíð) á lengd, var lengi vel skipað í einn 1. mynd. Hluti af DNA-keðju (vinstri) og RNA-keðju (hægri). f RNA er niturbasinn úrasíl í stað týmíns í DNA og sykran ríbósi í stað deoxý- ríbósa. flokk undir samheitinu snRNA (small nuclear RNA), en á síðari árum hafa fjölbreytileg hlutverk þeirra skýrst og nýjar tegundir lítilla RNA-sameinda komið í leitirnar. 5' 3' eftirmyndun eftirmyndun 2. mynd. Annar þáttur DNA-sameindar er eftirmyndaður samfellt en hinn í bútum, sem nefndir eru Okazaki-bútar. Þeir hefjast á stuttri RNA-röð (græn) sem síðar er fjarlægð, skarðið fyllt með DNA og bútarnir loks tengdir satnan. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.