Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðmundur Eggertsson Mótun lífs RNA-skeiðið í sögu lífsins í fyrri grein var sagt frá nokkrum hugmyndum um uppruna lífs á jörðinni.1 Eins og fram kom í greininni er langt frá því að vísindamenn séu sammála um fyrstu skref lífsins. Það ríkir t.d. alls ekki einhugur um uppruna og eðli hins fyrsta erfðaefnis. Flestir geta hins vegar fallist á að kjamsýran RNA hafi tiltölulega snemma í sögu lífsins fengið hlutverk erfðaefnis og hafi um skeið jafnframt verið helsti hvati efnahvarfa í fmmlífverum eða lífvísum. Síðar hafi arfbundin prótín komið til sögunnar.2 Iþessari grein verða rakin ítar- legar þau rök sem helst styðja þessa kenningu og gerð grein fyrir hugmyndum um RNA-skeið í sögu lífsins. Enn fremur verður sagt frá tilgátum um það hvernig RNA-lífvísar komust upp á lag með að smíða prótín samkvæmt fyrirmælum RNA og hvernig DNA leysti RNA loks af hólmi sem erfðaefni. RNA og DNA Það er tvennt sem efnafræðilega greinir RNA frá DNA (1. mynd). Hið fyrra er að sykra RNA er ríbósi en sykra DNA deoxýríbósi. Þarna munar því að ríbósinn hefur hýdr- oxýlhóp í stöðu 2 á kolefnis- hringnum þar sem deoxýríbósinn hefur aðeins vetnisatóm. Þetta skip- tir verulegu máli fyrir stöðugleika sameindanna. Vegna hýdroxýl- hópsins er RNA að jafnaði mun óstöðugra en DNA í vatnslausn og í innra umhverfi frumu. Af þessari ástæðu er DNA miklum mun hentu- gra en RNA til varðveislu erfðaboða. Lífverur mynda deoxýríbósa úr ríbósa og þarf sérstakt prótín (ensím) til. Þetta er talin vísbending um að RNA hafi verið undanfari DNA í upprunasögu lífsins. Hitt sem er ólíkt með RNA og DNA er að RNA hefur niturbasann úrasfl en DNA hefur basann týmín í hans stað. Þessir basar eru eins að öðru leyti en því að týmín hefur metýlhóp tengdan ákveðnu kol- efnisatómi þar sem vetnisatóm er í úrasfli. í frumum er týmín ævirflega myndað með því að bæta metýlhópi á úrasfl. RNÁ-basinn virðist vera undanfari DNA-basans. Nútímafrumur stunda ekki svo nokkru nemur sjálfstæða eftirmynd- un RNA-sameinda. RNA frumu er myndað sem afrit af DNA sem sjálft er eftirmyndað af stökustu ná- kvæmiú við hverja frumuskiptingu. Samt er eftirmyndun DNA háð svo- lítilli RNA-myndun. Við eftirmynd- unina skiljast hinir tveir þættir tvö- falda DNA-gormsins að og hvor þáttur um sig verður mót við mynd- un nýs þáttar. En þar sem þættimir tveir stefna hvor í sína áttina getur einhæft eftirmyndunarensímið (fjöl- Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 39^46, 2004 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.