Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
HEIMILDIR um
Glámujökul
Taka má undir með Sigurði
Þórarinssyni að nafnið Glámuheiði
bendi eindregið gegn því að þar hafi
verið jökull á fyrstu öldum Islands-
byggðar, en Glámu-heitið vísar
vissulega til þess að hálendið hafi
verið snjóflekkótt meðan land
umhverfis var snjólaust (4. mynd).
Á minnismiðum Áma Magnús-
sonar, sem gefnir vom út undir
nafninu Chorographica Islandica, sten-
dur undir fyrirsögninni „í ísa-
fjarðarsýslu 1649" meðal annars:
„Gláma er jökull". Þessi orð standa
með upptalningu jökla og er Gláma
sú eina sem ekki ber jökulnafn og
þess vegna hefur Áma þótt þurfa
áréttingar við. Ekki er ljóst hvaðan
hann hafði þær upplýsingar.
Nýnæmi er að korti T. H. H.
Knopf af Vestfjörðum frá árinu
1733 fyrir hversu ítarlegt það er.
Það er talið byggt á kortum
Magnúsar Arasonar sem var frá
Haga á Barðaströnd. Á kortinu
stendur skýrum stöfum „Glauma
Iokull" inn af Amarfirði. Svo virðist
sem svæðið, þar sem jöklinum er
ætlaður staður, sé svolítið skyggt.
Það er og fyrsta kort sem nefnir
Drangajökul á nafn en á korti Þórðar
Þorlákssonar biskups frá 1670 stend-
ur „Lonioklar" upp af Snæfjalla-
strönd.
Fjöllistamaðurinn séra Hjalti
Þorsteinsson í Vatnsfirði bætti um
betur árið 1743 og teiknaði sér til
gamans vandað kort af Vestfjörðum,
sem nú er varðveitt í afriti Sæ-
mundar Hólm. Ekki varð á betri
mann kosið til verksins því að séra
Hjalti var þjóðhagi og hafði verið
prestur og prófastur í Vatnsfirði í
hálfa öld er hann dró upp kortið. Á
því er Glámujökull merktur svo og
Glámuvegur. Þrátt fyrir að telja megi
séra Hjalta meðal kunnugustu
manna þar um slóðir, hefur hann of
langt á milli Glámujökuls og Amar-
fjarðar og em fjallvegir almennt of
langir á uppdrættinum.
í Sýslulýsingum 1744-1749 geta
tveir sýslumenn um Glámujökul.
Ólafur Ámason “ segir Þingmanna-
heiði teygja sig norður að hinu mikla
jökulfjalli Glámu í Isafjarðarsýslu
(„... strækker sig i Nord ind til det
stoere Jökulfield udi Isefiordssyssel
Gláma ..."). Erlendur Ólafsson13
greinir nokkurn mun á Drangajökli
og Glámu. Drangajökul kallar hann
ísfjall eða þakinn ævarandi jökli
„(mons crystallinus seu perpetua
glacie obductus)" en Glámu jökul-
hettu eða jökultind „(jugum
glaciale)". Undir þetta tekur séra
Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal,
sem ritar um 1785 í orðabók sína
svofellda skýringu: „Gláma, f. albor,
albities, Hvidhed, deraf Navnet paa
et vist Isbjærg. inde nom. pr. montis,
perpetuo nivi opbsiti". Latneska
skýringu séra Bjöms á gldmu mætti
að sögn Gottskálks Jenssonar út-
leggja svo: Hvíta, hvítur litur
.. .paðan er dregið nafnið áfjalli sem er
pakið sísnævi. Eggert Ólafsson ritar
svo í ferðabók sína: „Yfir hana
[Glámu] hefur verið lagður langur
og örðugur fjallvegur, sem að
nokkm leyti liggur yfir jökul. Hann
heitir Glámuheiði." Auklreldur segir
hann: „Undan rótum beggja jökl-
anna, Glámu og Drangajökuls ...,
kemur jökulvatn, vikur og hraun-
grýti af því tæi, að ekki þarf að fara í
grafgötur um það, að hið innra em
fjöll þessi brunnin og umbylt eins og
aðrir jöklar á fslandi." (Þýðing Stein-
dórs Steindórssonar úr dönsku.) Þar
birtist sú almenna trú 18. aldar
manna að jöklar séu jafnframt eld-
fjöll. í eldra riti sínu Enarrationes...
getur Eggert þess að aðeins nokkrir
smálækir falli frá Glámu og hinn
stærsti þeirra rertni í Skötufjörð. Það
er væntanlega Hundsá sem á upp-
tök sín í austurhlíðum Glámu, en
ekki hefur þess verið getið fyrr eða
síðar að hún beri jökulvatn.
Umræða sem snertir Glámu á 19.
öld er mest á einn veg hvað jökul-
eðlið varðar. í bréfi til Brynjólfs
Péturssonar og Konráðs Gíslasonar
31. ágúst 1840 kemst Jónas Hall-
grímsson svo að orði: „Illur vegur á
Vesturlandi og Gláma skárst því þar
fer maður á blessuðum jökli." Að
undirlagi Jónasar efndi Hið íslenska
bókmenntafélag til lýsingar á öllum
sýslum og sóknum íslands undir
3. mynd. Lautenantavarða á Sjónfríð,
hlaðin árið 1806. Mynd sennilega tekin
1927. - Leutenants' Cairn built in 1806
on Sjónfríð, the highest peak in the Gláma
area. Photo probably of 1927.
Ljósm./Photo: NN.
miðja 19. öld. Þar sem allmargar
sóknir liggja að Glámu fer ekki hjá
því að hennar sé þar víða getið, enda
var Glámuheiði aðalfjallvegur milli
byggðarlaga þótt hann væri orðinn
fáfarinn er þar kom sögu. í öllum
tilvikum er vitnað til hennar sem
jökuls en þó með ýmsu orðalagi sem
hér er til vitnað (Sóknalýsingar
Vestfjarða 1 og II). Ólafur Sívertsen,
prófastur í Flatey, ritar svo: „...
Þingmannaheiði, holtafjall, er liggur
alla götu norðvestur fyrir ofan
Arnarfjörð til Glámujökuls í ísa-
fjarðarsýslu ...". Einnig ritar hann
um Vattardalsá og segir hana „...
falla langan veg eftir fjöllum norðan
undan Glámujökli." Síra Hálfdan
Einarsson á Brjánslæk svarar
spumingu um jökla svo: „Engir jökl-
ar fyrr en norður af Vatnsdal og
Lækjarheiði, þá Gláma tekur við."
Þórður ÞorgrímssoiV prestur í
Otradal lýsir landinu svo: „Sóknin
sunnan og vestan fram takmarkast
af fjallgarði þeim, sem frá sjó gengur
til austurs og beygist svo til land-
norðurs og gengur norður urn
Glámujökul ...". Sigurður Jónsson/
49